Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.03.1999, Qupperneq 27

Bjarmi - 01.03.1999, Qupperneq 27
Það er pess vegna ekki alveg út í hött að sumir fræðingar nútímans tala um okkar kynslóð sem kynslóð narsismans, kynslóð sjálfshrifningannnar, hina sögulausu kynslóð. Kynslóðina par sem ekkert skiytir máli nema ég og mínframtíðarplön. Þar hefur aldrei verið starfað, engufóm- að, engin bitur reynsla náð að hrukka fagurt enni. Þegar allt gerist á hlaupum Enn er það eitt sem kynslóð okkar elsk- ar og dýrkar, hraðann - og spennuna sem honum fylgir. Sá sem keyrir á und- ir 70 þar sem hámarkshraðinn er 60 getur átt það á hættu að sá sem á eftir honum er liggi á flautunni og steyti framan í hann hnefann þegar hann fer framúr. Allir eru á þönum, nánast eins og í kapphlaupi. Og í kapphlaupi gildir það eitt að horfa fram á við, enginn má vera að því að skoða það sem hlaupið er framhjá - og að líta til baka jafngildir dauðadómi. Þess vegna vinna skjald- bökur aldrei kapphlaup, - nema kannski í ævintýrum. Mestu skiptir að vera á nógu mikilli ferð. En hvert þú ert að fara eða hvaðan þú kemur, hverju skiptir það? Þar sem aldrei gefst tóm til að líta til baka - þar hlýtur að vera ástæðulaust að burðast með íþyngjandi sögu á herðun- um. Þegar allt snýst um mig, frá mér, til mín Það sem ég hef verið að hugleiða örlítið snýst í raun allt um - ástina á sjálfum mér. Það er þess vegna ekki alveg út í hött að sumir fræðingar nútímans tala um okkar kynslóð sem kynslóð nars- ismans, kynslóð sjálfshrifningarinnar, hina sögulausu kynslóð. Kynslóðina þar sem ekkert skiptir máli nema ég og mín framtíðarplön. Hvort ég er sonur Jóns eða Gunnu skiptir ekki máli - og það hvort ég eigi ömmu eða afa er alls ekki á dagskrá. Samkvæmt grískri goðafræði var það lagt á Narcissus að hann skyldi verða ástfanginn af eigin spegilmynd. Hann horfði á mynd sína í tærri lind þar til hann veslaðist upp og varð að sam- nefndu blómi. Þar sem ég er orðinn miðdepill al- heimsins - þar skiptir sagan ekki lengur máli... ... nema kannski að því marki sem ég get nýtt mér hana til að koma ár minni betur fyrir borð. Þetta vissi Adolf Hitler. Þess vegna útrýmdi hann gyðingum - á sögulegum forsendum. En er sagan þá eftir allt saman aðeins til bölvunar og óþurftar? Eða getur hugsast að það sé einhvers virði að eiga sér sögu? Að þekkja rætur sínar og eiga sér sjóð reynslu að sækja í? Þegar Guð fær að heyra sögunni til! Kannski ættum við að byrja á þvi að skoða hvort það hafði einhverja þýðingu fyrir íslendinga að eiga sér sögu þegar þeir sóttu fram til aukins sjálfstæðis á síðustu öld? Við gætum líka athugað hvort það hafði eitthvert gildi fyrir ísra- elsmenn að eiga sér sögu þegar þeir höfðu verið herleiddir til framandi lands. Þegar glóð trúar þeirra hafði kulnað, kærleikurinn kólnað, vonin slokknað! Lofa þú Drottin sála mín og gleym eigi neinum velgjörðum hans. Þannig segir í þekktum Davíðssálmi, - en ísraelsmenn gleymdu. - Aftur og aft- ur misstu þeir sjónar á því hvaðan þeir komu og hvert þeir áttu að stefna. Spor Guðs í sögunni voru þeim hulin. Alda sinnuleysis og kulnandi trúar hafði af- máð þau í sandinum. Þess vegna hljóðnaði líka þakkargjörðin. Aftur og aftur gleymdu Israelsmenn velgjörðum Guðs í langri lífsbaráttu þjóðarinnar. En þá komu menn sem vöktu þjóðina af svefni. Vöktu með henni nýja von og trú og endurnýjaðan lofsöng. Og í hverju skyldi boðskapur þeirra hafa verið fólg- inn? Jú, þeir rifjuðu upp söguna og köll- uðu menn til iðrunar og afturhvarfs til þess Drottins sem var Guð Abrahams, ísaks og Jakobs, Guð sögunnar. ísraels- menn áttu ekki að festa von sína við álitlega gullkálfa eða óljósa guði eilífrar hringrásar heldur þann Drottin sem er Alfa og Ómega, upphafið og endirinn. Þeir áttu að beina augum sínum til þess Guðs sem er, var og kemur, þess Drott- ins sem allt hefur skapað og öllu lífi hef- ur sett mark og mið. Hvers vegna að rifja upp liðna sögu? Kannski til að geta farið í sömu föt og forfeður okkar og mæður? Lært að greiða okkur eins og þau? Starfa á allan hátt eins og þau? Nei, en við gerum það til að geta líkt eftir trú þeirra - og forð- ast mistök þeirra. Við gerum það til að orna okkur við eldinn sem tendraði glóð kærleikans í brjóstum þeirra. Og síðast en ekki síst: Við gerum það til að gleyma ekki velgjörðum Guðs - í sög- unni. Já. þar sem Guð fær að heyra sögunni til - þar á sagan sér markmið. Þar stefnir öll saga inn í eilífð Guðs miskunnar og réttlætis. Honum sé dýrðin um aldir og öll ævi- skeið. Amen. 1 Pistill þessi byggir að stofni til á erindi á hádegisverðarfundi KFUM og KFUK í október 1998. Hvers virði er að eiga sár sögu?

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.