Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 6
Matt. 6:19-21 Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. Safnið yóur heldur Ijár- sjóðum á himni, þarsem hvorki eyðir mölur né ryó og þjófar brjótast ekki inn og stela. Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera. Mark. 10:23b Hve torvelt verður þeim, sem auðinn hafa, aó ganga inn í Guðs ri'ki. Jak. 1:11 b Þannig mun og hinn auðugi maður visna upp á vegum sínum. Jak. 5:1 Hlustió á, þérauómenn, grátið og kveinið yfir þeim bágindum, sem yfiryóur munu koma. 1. Tím. 6:9 En þeir, sem ríkir vilja verða, falla í freistni og snöru og alls kyns óviturlegar og skaólegar fysnir, er sökkva mönnunum nióur í tortímingu og glötun. 1. Tím. 6:10 Fégirndin er rót alls þess, sem illt er. Við þá fíkn hafa nokkrir villst frá trúnni og valdið sjálfum sér mörgum harmkvælum. 1. Tím. 6:17 Bjóð ríkismönnum þessarar aldar að hreykja sér ekki né treysta fallvöltum auði, heldur Guði, sem lætur oss allt ríkulega í té til nautnar. Préd. 4:4 Og ég sá, að allt strit og dugnaður í framkvæmdum er ekki annað en öfund eins við annan. Einnig þaó er hégómi og eftirsókn eftir vindi. „Það verða ekki oft árekstar á milli hag- frœðingsins og lceri- sveinsins og sambáð þeirra gengur vel. “ sé í þjóðarsálinni. Þ.e.a.s. þetta þarf ekki endilega að vera græógi, heldur erum vió ís- lendingar veiðimannasamfélag. Þegar menn fóru í róður þá var keppst við að ná sem mestum afla. Það er eins með þetta, við virð- umst ekki hafa þessa biðlund sem aðrar þjóð- ir hafa tileinkað sér. Við viljum fá allt strax. Ef við horfum t.d. á veróbréfamarkaóinn þá hef- ur hann verið þannig aó menn reyna að veðja á að fyrirtæki hækki mjög fljótt." Flest erum við sammála um að græðgi sé ekki afhinu góóa. En getur verið að lífsgæða- kapphlaupið snúist ekki um græðgi heldur öf- und? í Prédikaranum 4:4 er sagt að strit okk- ar sé vegna öfundar við náungann. Vífill tekur dæmi af ímynduðum manni sem kaupir sér nýjan skutbíl. Maðurinn er hæstá- nægður meó bílinn og ákveður að fara í bíltúr. Eftir því sem maðurinn keyrir lengra veróur hann óánægðari með nýja bílinn. Óá- nægjan er hins vegar ekki vegna þess að bíll- inn sé lélegur, heldur vegna þess að á feró sinni mætir hann mörgum jeppum sem eru flottari og dýrari en nýi bíllinn hans. Vífill segir því að Prédikarinn 4:4 hitti naglann á höfuðið og aó of algengt sé aó við látum öfundina ráða verkum okkar, gildir þá einu hvort við séum kristin eða ekki. Um lífsgæóakapphlaupið og öfundina segir Helgi: „Þetta er aðallega samkeppni á milli fólks. Slík hegðun verður að dellu og þaó er mjög erfitt að eiga vió hana. Enginn getur ver- ið minni maður.“ Úlfaldinn og nálaraugaó Vió munum eftir unga, ríka manninum sem spurði Jesú hvað gott hann ætti að gjöra til þess aó öðlast eilíft líf. Jesús sagói honum að selja eigur sínar og gefa fátækum, koma svo og fýlgja sér. Sá ríki fór þá burt, enda voru eignir hans miklar. Þessi frásögn gefur óneit- anlega til kynna að ríkidæmi og trú eigi ekki vel saman. Líking Krists um úlfaldann og nál- araugað ýtir undir þá túlkun. Margir hafa heyrt þá skýringu að hlið á múrum umhverfis borgir í Israel hafi verið kölluó „nálaraugu" og að klyfjaðir úlfaldar hafi átt erfitt með aó komast þar í gegn. Vífill hefur heyrt þá skýr- ingu og segir gott að hafa hana í huga þegar þessi líking er til umræðu. „Við skulum muna að vandi fýlgir vegsemd hverri,“ segir Vífill. „Peningar eru nauósynlegir. Þeir eru tæki og voru fundnir upp sem þægilegur gjaldmiðill í viðskiptum. Án þeirra þyrftu menn aó stunda tímafrek vöruskipti. Bóndinn sem þarf að fá klippingu getur ekki leitað endalaust að rak- ara sem vantar lambakjöt. Peningum fylgja hins vegar völd vegna þess að þeir fela í sér kaupmátt. Það er alveg hægt að eiga mikla peninga og fylgja Kristi, en það getur verið mikil áskorun. Spurningin er alltaf hver er við stjórnvölinn. Eru það peningarnir eóa Guð? Hef ég vald yfir peningunum eða hafa pening- arnir vald yfir mér? Guó getur notað okkur til að blessa aðra með Ijármunum okkar. Sá sem á mikla peninga og ánetjast ekki því valdi sem þeir færa er ekki fégráðugur. Ríkur maóur á einnig aó gefa til kirkjunnar. Ekki vegna gjaf- arinnar einnar, heldur til að undirstrika vald okkar yfir peningunum. Þegar við gefum þá sýnum við það í verki að það erum við sem stjórnum. Það er vegna blessunar Guðs sem maóur hefur það frelsi að geta gefió frá sér peninga. Kristur talaði oft beint inn í aóstæð- ur hvers og eins. Manngerðir eiga misauðvelt meó að ánetjast græóginni rétt eins og þegar um alkahólisma er að ræða. Ég er alveg sann- færður um aó þetta var best fýrir þann sem Jesús talaði vió þarna og einkum með tilliti til þeirra verkefna sem honum var ætlað að vinna í þágu Guðs ríkis.“ J

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað: 4. Tölublað (01.11.2000)
https://timarit.is/issue/302897

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. Tölublað (01.11.2000)

Aðgerðir: