Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.11.2000, Page 9

Bjarmi - 01.11.2000, Page 9
Kvikmyndin um Jesú Ragnar Schram Jesús talaði oft til fólks undir berum himni. Við slíkar aðstceður er myndin sýnd í fjölda landa. flfitii f „Hvernig ætli sé best að ná með fagnað- arerindið um Jesú Krist til sem flestra?" Árið 1 950 glímdi Dr. Bill Bright við þessa spurningu. Með tilliti til þess hve stór hluti jaróarbúa var ólæs komst hann að því að best væri að framleiða kvikmynd um lífjesú og láta svo talsetja hana á sem flest tungumál. Um miðjan áttunda áratuginn fékk hann svo til liðs við sig um 500 ráógjafa til að leggja höf- uðið í bleyti með sér. Eftir fimm ára starf komst hópurinn að því að myndin yrði að uppfylla fimm eftirtalin skilyrði: * Myndin yrói að vera eins nákvæm og mögulegt væri með tilliti til fornleifa- fræði, sagnfræði og guðfræði. ' Framsetning hennar yrði að vera hlut- laus og að allir kristnir hópar sam- þykktu hana sem rétta túlkun á lífi Krists. " Hún þyrfti að höfða til allra aldurs- hópa. ' Handritió yrði að vera aðvelt að þýða á nánast hvaða tungumál sem er. ' Gæði myndarinnar þyrftu að vera slík aó kvikmyndahús vildu taka hana til sýningar og að hún hefði áhrif á áhorf- endur um allan heim óháð búsetu. Nú var ákveðið að ráóast í gerð mynd- arinnar og framundan var mikil vinna sem enn er ekki séð fyrir endann á. Handritið var byggt á Lúkasarguóspjalli og þaðan eru orðjesú í myndinni fengin nánast orð- rétt en þaó auðveldar þýðingu myndar- mnar til muna. Áður en myndin var tilbúin I dag starfayfir 2000 hópar við að sýna myndina sem víðast. Hér er verið að sýna hana í Mexíkó. 9

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.