Bjarmi - 01.11.2000, Page 31
Enginn þarf aö óttast
þessar vefsíóur
http://www.willowcreek.org/
Willow Creek kirkan í Chicago er löngu orðin heimsþekkt fýrir
árangur sinn vió að ná til nútímafólks sem ekki er alið upp við
kristindóm og kirkjugöngu. Söfnuðurinn hóf göngu sína í
kringum 1970 sem starf á meðal skólafólks þar sem markmió-
ið var að ná til þess með því aó nota nútíma tónlist, leiklist og
biblíufræðslu sem tengdist veruleika þeirra. Árangurinn af
þessu starfi varó svo góður að á stuttum tíma fjölgaói ung-
lingunum frá því að vera lítill hópur í 1.000. Síðar þótti ekki
stætt á öóru en að bjóða fullorðnu fólki upp á svipað starf.
Nú sækja mörg þúsund manns þessa kirkju í hverri viku. Ár-
angur safnaðarins hefur leitt til þess aó haldin eru námskeið
fyrir starfsfólk safnaóa og kirkjuleiðtoga hvaðanæva að úr
heiminum í því hvernig byggja megi upp sterka söfnuði.
Heimasíðan ervel unnin og athyglisveró.
v Ntttcopr: Welcome To Willow Creek 00
■i *L 1 á / ai «t S* rf II m
B*ck r < r „ .1 1 Homt Sttrch Prlnt S«urlty Stop IHiJ
::) Oo To: ^|htt»:/Ai 'n:w lltowoTMk «-p / 1 (®*Vh.t'.R.Ut^
t
r ■ l i Conununity Church 1
http://www.willowcreek.no/
Willow Creek samtök hafa verið stofnuð í ýmsum löndum,
t.d. í Noregi. Þar eru haldin námskeið um þær hugmyndir
sem notaóar eru í starfi Willow Creek í Chicago. Kennarar á
námskeiðunum eru oft þaðan. Nokkuð af því efni sem gefið
hefur verið út af Willow Creek í Bandaríkjunum hefur verió
þýtt á norsku.
http://www.alpha.org.uk/
Alfanámskeið hafa farið sigurför um heiminn. Reiknað er með
að yfir 20.000 námskeið verði haldin víðs vegar um heiminn á
þessu ári og aó þátttakendur verói á milli hálfog ein milljón.
Þessi síóa er vel unnin og veitir miklar upplýsingar og tenging-
ar inn á Alfa-heimasíður í öðrum löndum.
http://www.alfa.is/
Hér á Islandi er starfandi Alfa-nefnd meó fulltrúum allra
þeirra trúfélaga sem bjóða upp á Alfa-námskeið. Allar upplýs-
ingar um námskeiðin hérlendis er að finna á þessari síðu.
http://www.ccci.org/
Campus Crusade for Christ er Bandarísk hreyfing sem orðin
er alþjóðleg. Hún hefur látið gera kvikmynd um líf Jesú sem
byggð er á Lúkasarguðspjalli er hefur verió talsett á nokkur
hundruð tungumál og sýnd stórum hluta heimsbyggðarinnar.
Hreyfingin leggur
áherslu á starf á
meðal ungs fólks.
Þetta er hreyfing
sem vert er að
kynna sér.