Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.11.2001, Page 23

Bjarmi - 01.11.2001, Page 23
jómar kynna Um þessar mundir er aö koma út nýr geisladiskur hér á íslandi. Söng- kona, lagahöfundur og útgefandi er Iris Guömundsdóttir, framleióandi er Jó- hann Ásmundsson. Ég hitti írisi og ræddi vió hana um hana sjálfa og nýja diskinn. Hver er Iris? — Ég er 33 ára gömul, tvígift, móðir tveggja drengja úr fyrra hjónabandi, þeir heita Aron Örn 14 ára og Gísli Hjálmar 12 ára. Seinni maðurinn minn heitir Sig- urður Páll Ásmundsson. Ég er búsett í Vestmannaeyjum þar sem ég ólst upp, er dóttir Hrefnu Brynju Gísladóttur og Guðmundar Inga Gunnlaugssonar sveit- arstjóra á Hellu. Fósturfaðir minn er 1 989 og þá um haustið sótti ég um í jass- deildina. Ég hóf jass-söngnám þetta haust og var í skólanum í nær þrjú ár. Af hverju Jóhann Ásmundsson og hvernig var ykkar samstarf? — Ég hef alltaf borið mikla virðingu fýrir Jóhanni sem tónlistarmanni, kannski til að byrja með vegna þess að hann var í Messoforte og sú virðing varð dýpri þeg- ar ég kynntist honum persónulega fýrir nokkrum árum. Hann hefur stórt hjarta sem slær í takt vió tilfinningaþrungna Gospel-tónlist og ég vissi aó ég var örugg um skilning og samhljóm við mínar hug- myndir hjá Jóa. Hann hefur klætt lögin útsetningum sem gera þennan disk ákaf- lega fallegan. Samstarfið hefur gengió Iris - Only a Breath Away Snorri Óskarsson eða Snorri í Betel eins og alþjóð þekkir hann. Við hjónin erum þessa stundina að vinna í húsinu okkar, en við festum kaup á gömlu einbýlishúsi meó stórum grónum garði. Annars vinn ég á skrifstofu vió bókhald og tek aó mér að syngja, aðallega við kirkjulegar at- hafnir svo sem brúðkaup og jarðarfarir. Um þetta snýst líf mitt í Eyjum, um fjöl- skylduna, húsið, vinnuna og aö þjóna í söng. mjög vel í alla staði og ég er einfaldlega himinlifandi meó útkomuna! Nú eru textar þinir einlcegir og opinskáir. Eru þeir byggðir á eigin reynslu? — Já, þeir eru allir byggóir á minni eigin reynslu eóa tilfinningum. Það má segja aó þeir séu viss hluti af sjálfskoðun minni og uppbyggingu undanfarin ár, eða eins- konar meðferð. Hver er bakgrunnur þinn í tónlistinni? — Ég hóf sólóferilinn 8 ára gömul, sann- færð um köllun mína. Ég hlustaði mikió á Gospel-söngkonur og nam stíla og túlkun sjálf heima í stofu en hóf eiginlegt nám við Söngskóla Reykjavíkur 17 ára gömul hjá Önnu Júlíönu Sveinsdóttur og ári seinna fór ég í einkatíma hjá Elísabetu Erlingsdóttur. Ég frétti af FIH sumarið Hvernig varð lagið og textinn Masterþlan til? — Það varð til eins og öll hin, sent af himni ofan mértil uppbyggingar og skiln- ings á ráósályktun Guðs. Lagið hefst á uppgjafanótt fýrir rúmum tveimur árum síðan. Þá nótt gaf ég Guði aftur köllun mína, drauma og þrár. Eftir margra ára erfiðleika og vansigra í einkalífi mínu var verkkvíói smám saman að ná yfirhend- inni og ég þurfti að horfast í augu við það að ég hékk oróió á stoltinu einu saman hvað varöaði sönginn. Það eina sem eftir var af sjálfsvirðingu minni var bundið við hlutverk söngkonunnar. Þetta ferli hafði tekið mörg ár og þessa nótt gafst ég upp í baráttunni milli stoltsins, hlýðninnar og trausts- ins á Guð sem þekkir þær fyrirætlan- ir sem hann hefur í hyggju, fyrirætl- anirtil heilla en ekki til óhamingju. Ég fór á hnén og þakkaði Guði fyr- ir aö hafa leyft mér aó syngja öll þessi ár og bað hann að fýrirgefa mér sekt mína og uppgjöf. „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað sé nafn Drottins," þannig endaði ég bænina. Ég söng ekki í heilt ár og all- an þann tíma þurfti ég aó svara erfiðum spurningum, t.d.: „Var ég virkilega að gera hans vilja eóa var þetta bara minn vilji?" „Meinti ég þetta í fullri hreinskilni og í einlægni hjartans?“ „Var ég tilbúin að gefa sönginn alveg upp á bátinn?“ og svo frv. Ég fór í gegnum visst sorgarferli en það fór líka í hönd viss uppbyggingar- tími, ég fékk til baka gildin, ný viðhorf, sjálfsvirðingin fór að byggjast upp, ég settist aftur á skólabekk, tók til við að gera upp mál sem hvíldu þungt á mér og Guð fór að fjarlægja brestina einn af öðr- um. I seinna versi lagsins endar setningin: „Svo gaf hann mér það allt til baka.“ Þetta er þaó sem gerðist í stuttu máli sagt, hann endurnýjaði köllunina og gaf mér meira en það, hann gerði allt nýtt og lagói mér ný Ijóð í munn! Hvað með framtíðina, er eitthvað áœtlað? — I dag skipulegg ég bara einn dag í einu undir náð og handleiðslu Guðs, vitandi að aðeins þannig get ég verið viss um vonarríka framtíð, framtíð til heilla en ekki til óhamingju. Ég þakka frisi fýrir spjallió og óska henni til hamingju meó frábæran geisla- disk. Iris er tilbúin að verða við ósk um kynningu og sölu á disknum. Hún er í síma 659-2024. Hrönn Svansdóttir. 23

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.