Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.11.2001, Qupperneq 28

Bjarmi - 01.11.2001, Qupperneq 28
Kanga-kvartettinn gefur út geisladisk Viðtal: Henning E. Magnússon Fyrr á árinu kom út geisladiskur sem er einstakur í sinni röö. Þar er að finna skemmtilega blöndu af sálmum annars vegar og hins vegar af lögum sem rekja upphaf sitt til Afríku. Það er ekki oft sem slíkan disk rekur á fjörur. Þetta er fýrsti diskur Kanga-kvartettsins sem státar af fjórum ungum konum sem tengjast allar Afríku á einhvern hátt. Þær eru systurnar Helga Vilborg og Agla Marta Sigurjóns- dætur og systurnar Heiórún og Ólöf Inger Kjartansdætur. Helga og Agla eiga mikið afskyldmennum sem hafa stundað kristniboð í Kenýu og Eþíópíu og Helga fór sjálf til Eþíópíu í eitt ár og hjálpaói til við starfið þar. Heiðrún og Ólöf hafa búið þarytra langdvölum meó foreldrum sínum Kjartani Jónssyni ogValdísi Magn- úsdóttur kristniboðum. Þær eru því aó fást við tónlist sem þær hafa einstaka þekkingu á og sérstök tengsl við. Þær hófu samstarf árið 1996 eftir að Helga Vilborg kom heim frá Eþíópíu. Hún hóaði þeim saman til aó syngja nokkur lög að utan á fundi hjá Kristilegum skólasamtökum. Síðan sungu þær aftur saman um jólin. Það varð strax mikil eftirspurn eftir meira og þess vegna fóru þær að æfa reglulega og verkefnin hafa ekki látið á sér standa. Afhverju völduð fið nafnið Kanga? — Við vildum hafa eitthvað sem tengdi okkur við Afríku þar sem við vorum að syngja tónlist þaðan. Vió komum alltaf fram í Kangaklæðum þegar við vorum að syngja, þannig aó Kanga varð að nokkurs konar einkennisklæðnaði. Hvenœr kviknar hugmyndin að pví að gefa út geisladisk? — Mjög fljótlega. Fólk fór aó spyrja okk- ur hvort vió hefðum gefió út disk og hvort við ætluðum þá ekki að fara að gera það. — Þegar við vorum farnar að heyra þetta aftur og aftur fórum vió að spá í þetta og vorum nokkuð lengi aó velta þessu fyrir okkur. — Síðan fórum við að biója fyrir þessu. Við áttum ekki krónu meó gati en vissum að þaó kostaði mikið að gera geisladisk. Við vissum í raun ekki hvernig við áttum að snúa okkur. Þannig að þetta átti sér nokkuð langan aðdraganda. Hversu langan? Hvað líður lang- ur tími frá pvíað pið ákveðið að gera diskinn og par til hann kemur út? — Ætli það hafi ekki verió tvö til þrjú ár. — Vió byrjuðum samt að safna áður en við ákveð- um að gefa út disk. Það fór allt í einn sjóð sem vió ákveðum síðan í að nota í útgáfuna. — Við vorum farnar að syngja svo víða, okkur vart.d. boóið að syngja í Lionsklúbbum, og vió fengum af og til borgun fyrir. Þannig að við tókum þá ákvörðun að gefa allt til kristniboðsins og þannig varð sjóðurinn til. Nú hafið pið sungið mjög mikið og víða. Þegar pið hafið haft sem mest að gera hvað hafið pið pá verið að syngja oft? — A tímabili vorum við að syngja a.m.k. einu sinni í viku yfir veturinn. — Við vorum alltaf bókaóar langt fram í tímann. — Það merkilega við þetta allt saman var að við vorum ekki að reyna að koma okkur á framfæri. Við trúum því að það hafi ver- ið Guð sem hafi gefió okkur þessi tækifæri. Eitt afpvisem vekur athygli við geisladiskinn er hversu langur og tilkomumikill listinn er af peim hjóðfcerum sem Ásgeir Óskarsson leikur á. Útsetningar á Afríkulögunum eru mjög skemmtilegar. Hvernig kom pað til að hann fór að vinna meðykkur? — Þetta byrjaði allt með því að Páll Pálsson kom til okkar að fyrra bragði, vió trúum því að Guð hafi sent hann til okkar. Hann ber hag kristniboðsins fyrir brjósti, pabbi hans var kristniboði. Hann vildi gefa út plötu og hann hélt utan um þetta og hafði sam- band við hina, þar á meðal Ásgeir. — Við vissum í raun ekkert um það hvern- ig átti að gefa út disk en hann vissi allt um það. Þannig að hann hélt utan um þetta og við sungum bara. Þannig að frumkvœði Þáls hafði úrslitaáhrif? — Já, algjörlega. Hann kemur eiginlega og spyr hvort við viljum gefa út disk. Við spuróum hvort það væri hægt. Þannig að j hann gat gert þaó mögulegt. — Hann kom okkur í samband við Gunn- ar Smára upptökumann sem er afar fær og einnig við alla aðra, hljóðfæraleikara, útsetjara og alla sem þurfti til. Þannig að hann gjörir þetta mögulegt með því að vera framleióandi plötunnar. — En Ásgeir hafói líka mikinn áhuga, við hittum hann einu sinni og lánuðum hon-

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.