Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.11.2001, Side 30

Bjarmi - 01.11.2001, Side 30
ENGLAND Var einhver aó tala um langa predikun? Olíklegt er aó söfnuóurinn í enska bænum Whalley muni kvarta yfir löngum predikunum í framtíðinni. Fyrirskömmu predikaði presturinn þar, Chris Sterry, í 28 klukkustundir og 45 mínútur. Með því setti hann heimsmet og bætti fyrra met um eina klukkustund og 15 mínútur. Sterry hóf predikun sína klukkar hálf sjö á föstudags- morgni og þegar hann hafói sett metið á laugardeginum var hann að tala út frá textanum um Daníel í Ijóna- gryfjunni. Til að fá metið vióurkennt mátti presturinn hvorki endurtaka sig né fara með bull. Þá mátti hann aðeins gera tíu sekúndna hlé á máli sínu. Á átta tíma fresti var honum þó heimilt að taka sér fimmtán mínútna hvíld. SVÍÞJÓÐ Ein milljón hefur eignast nýju Biblíuna 1,1 milljón Svía hefur keypt sér eða eignast nýju Biblíuna sem kom út árið 2000 og 2,2 milljónir komast oft í snert- ingu vió Biblíuna. Þetta kemur fram í könnun sem Sænska Biblíufélagið hefur nýlega látið gera í tengslum við mark- aðssetningu nýju biblíuþýðingarinnar. 27% Svía lesa oft eða nokkuð oft í Biblíunn! en 73% sjaldan eða aldrei. Fleira ungt fólk (50%) en eldra fólk (42%) reiknar með því að Biblian verði mikilvæg eða mjög mikilvæg í skólastarfi framíðarinnar. 10% telja aó hún verði algjörlega áhrifalaus. ÍSRAEL Heimsóknum á vefsíóu fjölg- ar verulega Heimsóknunm á vefsíóu messíansks safnaðar í Israel fjölg- aði um 400% á þremur vikum. Þetta átti sér stað eftir aó meðlimir í söfnuðinum tóku upp á því að setja mióa á aug- lýsingatöflur í miðborgjerúsalem með vefslóóinni. Vefsíðan tilheyrir söfnuði kristinna gyðinga sem kallast Kehilat Yerushalahaim Beit Geulah. Hún inniheldur biblíu- fræðslu og námsefni, fræöslu um umfjöllun Gamla testa- mentisins um Jesú Krist, ýmsar afbókum Biblíunnar, m.a. Jóhannesarguðspjall, og ýmislegt annað fræósluefni, m.a. um helförina gegn Gyðingum. INDLAND 5.900 nýir söfnuóir á Indlandi Árið 1989 hófst starfsemi í Punjab á Norður-lndlandi und- ir heitinu Operation Agape. Þaó fór ekki mikið fýrir starfinu í byrjun en það hefur nú leitt af sér öfluga, evangelíska hreyfingu. Stofnað var til Operation Agape af litlum hópi indverskra lækna sem voru kristnir. Nú er starfið byggt upp sem net 392 kristinna einstaklinga sem eru í forystu í átta héruóum á Norður-lndlandi. Á síóustu tólf árum hafa orð- ið til 5.900 nýir söfnuðir sem ávöxtur af starfi Operation Agape. 5.208 þeirra eru litlir hússöfnuóir sem hittast í heimahúsum, segir í nýlegri skýrslu frá samtökunum. FINNLAND Ný útgáfa af Fræóunum minni Evangelísk-lútherska kirkjan í Finnlandi hefur nú gefió út Fræði Lúthers hin minni í nýrri útgáfu. Þar er að finna nýj- ar útskýringar við hlið skýringa Lúthers. Markmiðið er að útskýra á einfaldan og skýran hátt hvað kristin trú snýst um. „Tilgangurinn er að hjálpa okkur aó lifa í trú á Guð og í kærleika hvert til annars,“ segir í inngangi nýju finnsku út- gáfunnar. Hana er að finna á sænsku á vefslóóinni www.evl.fi/svenska. Þess má geta að Fræði Lúters hin minni komu fýrst út í Þýskalandi árið 1529. Þau voru fýrst gefin út í íslenskri þýðingu árið 1562. KÍNA Leiótogar hússafnaóa gagn- rýna stjórnvöld Leiðtogar í hússöfnuðum í neðanjarðarkirkjunni í Kína hafasentfrá sér yfirlýsingu þarsem þeir gagnrýna fjögur at- riói í stefnu stjórnvalda í trúmálum. Þetta kom nýlega fram í tímaritinu Ápne dorer. í fýrsta lagi halda þeir því fram að stefna stjórnvalda sé of pólitísk. I Kína gildir trúfrelsi svo lengi sem kirkjan sem einstaklingurinn tilheyrir uppfýllir skilyrði kommúnista- flokksins. I öðru lagi benda þeir á að ekki sé mark takandi á yfirlýsingum stjórnvalda um trúfrelsi í landinu og benda á máli sínu til stuðnings aó frá árinu 1950 hafi kristnum mönnum í Kína fjölgaó fimmtánfalt en á sama tíma hafi viðurkenndum kirkjum fækkað um 40%. í þriðja lagi tala þeir um að stefna stjórnvalda sé í mót- sögn við sjálfa sig. Þau ofsæki og ásaki hússöfnuðina fýrir að vera ólöglegir sértrúarsöfnuóir vegna þess að þeir hafi ekki vióurkennda kennimenn og trúfræðsluefni. Leiðtogar hússafnaóanna segja hins vegar að þaó sé vegna stefnu stjórnvalda að þeir hafi ekki aðgang að Biblíum og fræðslu- efni og skorti kennimenn og húsnæði fýrir starfsemina. Loks benda þeir á ranglætið sem felst í því að stjórnvöld geti hvar sem er rekið áróður fýrir guðleysi en kristnum mönnum sé einungis leyft að boða fagnaóarerindið í viður- kenndum kirkjum. viða'..., —i verold

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.