Heima er bezt - 01.04.1951, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.04.1951, Blaðsíða 10
42 Heima er bezt Nr. 2 hann átt að gera tilraun. Og hann hefði líka gert það, ef syn- ir hans þrír hefðu ekki verið um borð í áttæringnum. Hann og hinir karlarnir fjórir voru aldn- ir að árum og áttu því ef til vill ekki eftir svo margra ára dvöl hérna megin grafar, en synirn- ir voru ungir og sú dýrmætasta eign, sem hann átti. Þeir voru yndi hans og eftirlæti og í dag er siglt upp á líf og dauða til þess að freista þess að bjarga þeim. Hann er svo stirðnaður af kulda, að ekki leyfir af, að hann geti haldið um skautið og stýr- isvölinn. Klakaströnglar hanga í skeggi hans, og frostið bítur hann í andlitið; eins og hann væri stunginn bitrum nálum. Hann sér, að ísheming hefur lagt að sjóklæðum hásetanna og hugsar: „Hversu lengi geta þeir þraukað? Já, hve lengi getur hann sjálfur þraukað svona?“ En úr djúpi hugans barst hon- um skipunarópið: „Jens Olsa, þér verður að takast að bjárga sonum þínum!“ Hann er sljór fyrir því, sem gerist í kringum hann, það er sem hann taki ekki eftir neyðarópunum, sem til hans berast, meðan hann hleyp- ir áttæringnum undan sjóun- um. Hvarvetna getur að líta hvolfda báta, sem menn lafa á í hvítfyssandi löðrinu. Lík sést á floti, einhver stendur upprétt- ur og hossast upp og niður eins og línubelgur. Þessi sorgarleik- ur, sem fram fer í kringum hann á Vesturfirðinum, er svo hræði- legur, að hann getur ekki til fulls áttað sig á einstökum at- riðum. Hann hefur heldur ekki tíma til að hugsa um þetta. Hon- um er ofur ljóst, að hann vegur sjálfur salt á skilrúmi lífs og dauða. Stormurinn eykst enn og sjó- gangurinn slíkt hið sama. Og þegar myrkrið er skollið á og grúfir yfir hafinu, lætur Jens Olsa auðnu ráða. í þetta skipti er það ekki í hans valdi, heldur guðs, hvort þeir komast af. Hol- skeflurnar ganga yfir bátinn, og munar minnstu, að hann fylli stundum; fiskur, þilja og stamp- ar fara útbyrðis, áður en þeir fá rétt bátinn. Hann hefur hrópað til hásetanna, að þeir skuli ausa viðstöðulaust til þess að halda á sér hita. Ef þeir gera það ekki, frjósa þeir 1 hel á leiðinni. Jens Olsa situr í eins konar sljóleikamóki á þóftunni og stýrir bátnum. Þessi sljóleika- voma hverfur aðeins af honum, þegar hann heyrir gegnum veð- urgnýinn neyðaróp frá mönn- um, sem komizt hafa á kjöl eða liggja hjálparvana í sjónum. Og þá hvarflar að honum, að brátt muni það líka verða þeirra hlut- skipti að hanga á kjöl og kalla á hjálp. Þannig gengur þetta klukku- stund eftir klukkustund um nóttina. Einu sinni stýrir hann svo. nærri hvolfdum báti, að hann getur rétt ár til manns, sem situr á kjölnum. En þegar hann hyggst draga manninn inn, missir hann tökin á árinni og hverfur í sjóinn. Jens Olsa heldur áfram. Inn í dauðann eða að landi? Honum finnst nóttin svo hræðilega löng. Ætlar þá aldrei að daga? æpir innri rödd með honum. Og skyldi ekki geta rofað svo til, að hann fái séð, hvar hann er staddur? Fætur hans eru eins og klaka- stykki. Höndin, sem hvílir á skautinu, er svo gersamlega dof- in, að hann hefur enga tilfinn-.^ ingu í henni. En skautið er fros- ið fast við hana, svo að það haggast ekki. Honum er aðeins eitt hug: „Við verðum að ná landi, áður en það er of seint.“ Hvorki hann né hásetarnir geta þraukað mikið lengur. Hann sér, að yngsti sonur hans er snjóhvítur í framan og hans innri rödd hrópar til guðs: „Þú mátt ekki láta hann Lárus, elsku drenginn minn, frjósa í hel.“ Jens Olsa siglir enn klukku- stund eftir klukkustund, og loks- ins dagar. Það heiðir dálítið til og storminn lægir. Jens Olsa greinir land framundan og það blæs honum von í brjóst. En hvaða land er það, sem þá ber að? Er það eyðiey eða byggt land, þar sem þeir geta leitað hælis hjá mönnum? Enn siglir hann framhjá mörgum bátum á hvolfi, en nú gejmr þar engan manninn. Þeir, sem komizt hafa á kjöl, hafa frosið í hel og skolazt í sjóinn. Loks er Jens Olsa kominn- svo nærri landi, að hann getur komið auga á lítið fj arðarmynni. Hann heldur beint inn fjörðinn, þar sem á reki eru leifar úr bát- um, sem hafa haldið að landi í myrkrinu og brotnað við brim- garðinn. Jens Olsa siglir langt inn eft- ir firðinum, en enga byggð er að sjá, hvert sem litið er. Nei, hér getur enga byggð, þetta er eyði- land, og til hvers er þá að sigla lengra inn þennan fjörð? Ef þeir reyna að leita til manna- byggða hér, verður það aðeins tii þess, að þeir verða að láta fyr- irberast í snjónum og frjósa þar í hel. Loksins kemur Jens Olsa auga á nokkur hús á granda, sem gengur út í fjörðinn. Hann tek- ur stefnuna þangað. Þarna eru nokkrir bátar. Hann verður var við menn í bátunum og hrópar til þeirra, en hann fær ekkert svar. Þegar Jens Olsa kemur til bátanna, skilur hann, hvers vegna hann hefur ekkert svar fengið frá mönnunum. Bátarn- ir höfðu lent við nesið í myrkr- inu og hásetarnir tyllt sér á þófturnar og ætlað að bíða birtu. En svo örþrreyttir og syfjaðir voru þeir eftir róðurinn, að þeir höfðu sofnað. Og nú sátu þeir þarna stirðnaðir og helfrosnir, hölluðu sér upp að siglutrjánum eða borðstokkunum. Þeir höfðu látið lífið í tæplega hundrað skrefa fjarlægð frá húsunum á tanganum. Jens Olsa og piltar hans kom- ast heim að húsunum, þar sem, tekið er virktavel við þeim. Þeir verða að skera af sér frosin sjó- fötin, svo að þeir geti farið í annað. Áður en Jens Olsa tekur á sig náðir, spyr hann fólkið á bæn- um, hvað fjörðurinn heiti. Þeg- ar hann fær að heyra nafn hans, kemst hann að raun um, að hann hefur siglt yfir Vesturfjörð þveran, allt tii Salten. Þessa nótt létu þrjú hundruð fiskimenn lífið á Vesturfirði. Heima er bezt Gerist áskrifendur!

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.