Heima er bezt - 01.04.1951, Side 15

Heima er bezt - 01.04.1951, Side 15
Nr. 2 Heima er bezt 47 halda því reyndar fram, að Fin- galsljóðin írsku hefðu ekki ver- ið til fyrr en á 8. öld. Á 11. öld voru sögurnar og sýngvarnir um Fingal á margra vörum í ír- landi. Ossían, sonur Fingals, er lát- inn vera höfundur þessara ljóða. Frá hinu keltneska írlandi bár- ust Ossíans- og Fingalsljóðin til hinna keltnesku mælandi byggða í hálöndum Skotlands. Þjóðsagnahetjur þessara ljóða urðu vitaskuld að Skotum. Ensk- ir fræðimenn, sem áhuga höfðu á keltneskum fræðum, fóru á 18. öld að veita þessum einkenni- lega og frumstæða skáldskap hinna keltneskumælandi gael- isku Skota athygli. Mest af þessum keltnesku þjóðkvæðum og þjóðsögum höfðu öldum saman lifað í munnmælum hinna gaelisku- mælandi Há-Skota, en ofurlítið var þó prentað. Á árunum 1760—65 komu út í óbundnu máli á enskri tungu miklar þýðingar á Ossíansljóð- um í óbundnu máli. Þýðandinn hét Macpherson. Sjaldan hefur nokkurt verk farið aðra eins sigurför um Ev- rópu og Ossíansljóðin. Ossíans- ljóðin voru þýdd á flest Evrópu- mál og fóru að lokum sigurför um allan hinn menntaða heim. Allir dáðu ljóð Ossíans, blindu hetjunnar, sem sagði frá afrek- um Fingals föður síns og Ósk- ars sonar síns. Hann sagði frá orrustum þeirra, köppum þeirra, vígaferlum, sigrum og dauða. Inn í hetjuljóðin voru ofnar fagrar skozkar náttúrulýsingar, svo töfrandi, að allir lesendur hlutu að hrífast með, af snilld hins keltneska barða. Fólk víða um lönd las sem í dáleiðslu þessi ísmeygilegu og hálfdulrænu ljóð um kappana, sem hljóðir hlusta á óma hörp- unnar, á undan orrustunni, um orrustugnýinn, þar sem glumdi í sverðum og spjótum, og blóðið streymdi og hetjur hnigu í val. Um meyjarnar hvitörmuðu, sem elskuðu kappana. Landslag og náttúrulýsingar frá hinum skozku Hálöndum juku hiö tröllaukna seiðmagn þessara ljóða. Fólk las sem í draumi um það hve náttúran hér er látin vera nátengd frásögninni um hið forna hetjufólk í lífi, stríði og dauða. Náttúran virtist vera orðin mönnum svo nálæg, að það var eins og hún hefði fengið mál. Stormurinn af hafi, sem kom hörpunni til að hljóma, vindarnir, sem næddu í greni- skóginum, þokur, sem svifu yfir stöðuvötnunum, pólstjarnan, sem ljómaði yfir hinum æðandi og kveinandi öldum írlands- hafs, vofur, sem reikuðu í skuggalíki á skýjum himinsins. Allt þetta hafði fengið mál, og yfir öllu þessu hvíldi töfrandi og fjarrænn annarlegur blær. Harmljóð yfir föllnum hetjum blandaðist hér hinum kveinandi stormum, sem geisa á hamra- ströndum Skotlands, þar sem brimið ólgar og hvín við klett- ana, og aldan raular raunaljóð við fjörusteinana. Ossían var fyrsta rómantíska stórverkið, sem sigraði heiminn. Ossían hafði mikil áhrif á flest stórskáldin um aldamótin 18- hundruð, t. d. Goethe og Byron. Alla leið til íslands bárust ómar Ossíansljóða, áhrifa þeirra gæt- ir bæði í Hulduljóðum Jónasar Hallgrímssonar og í sumum kvæðum Gríms Thomsens. Mikið hefur verið deilt um uppruna Ossíansljóða. Margir samtímamenn Macphersons sögðu að Ossian væri hans eigið verk frumsamið. Þeir töldu það fölsun að kalla það þýðingu. Rannsóknir síðari tíma hafa leitt í ljós, að Ossían, Fingal, Óskar og hin eðallynda Mal- vína, sem fylgdi hinum blinda Ossían, svo og aðrar persónur Ossíansljóðanna, hafa lifað í heimi þjóðsagna og þjóðkvæða öldum saman meðal Kelta á ír- landi og Skotlandi. Ossían Macpersons er að ýmsu leyti mjög ólikur hinum upp- runalegu gelisku Ossíansljóðum og Fingalskviðum. En Macper- son hefur, þegar hann samdi verk sitt, Ossían, notað mikið fyrirmyndir úr hinum geliska ævintýraheimi þjóðkvæða og þjóðsagna. En verk Macpersons er fyrirmyndunum langtum fremri, það er varla hægt að kalla það stælingu, og sízt af öllu þýðingu. Macperson samdi upp úr fátæklegum þjóðkvæð- um og þjóðsögum, sem hann hafði sem fyrirmynd eitt af ljúf- ustu snilldarverkum mannsand- ans, og verður því að reiknast með velgerðarmönnum mann- kynsins. Baldur Bjarnason. Ný útgáfa af biskupasögum TORFHILDAR HOLM: Brynjólfur biskup Sveinsson Jón biskup Arason I—II Sögur um stórbrotna menn, glæstar konur og mikil ör- lög, runnar af rammís- lenzkum rótum. Þær voru um langt skeið aufúsugest- ir á nálega hverju íslenzku heimili. íslenzk alþýða hef- ur bókstaflega slitið þeim upp til agna og á þeim líka marga góða og glaða stund að gjalda. Brynjólfur biskup Sveins- son, 253 bls., kr. 60.00 í vönduðu skinnbandi, Jón biskup Arason, I—II, 636 bls., kr. 135.00 í vönduðu skinnbandi. Bókaúfgáfan NORÐRI Pósthólf 101, Reykjavík. Heima er bezt 1 kemur út mánaðarlega. Út- söluverð hvers blaðs er kr. !;7.00. Þeir, sem gerast fastir ; áskrifendur, fá 20% afslátt frá útsöluverði blaðsins. — ; Þannig kostar árgangurinn (12 blöð, samtals 384 bls.) kr. 67,20. — Gjalddagi blaðsins er 1. maí. Heima er bezt pósthólf 101, !; ReykjavíJc. ;»

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.