Heima er bezt - 01.04.1951, Síða 20

Heima er bezt - 01.04.1951, Síða 20
52 Heima er bezt Nr. 2 Stefán Jónsson: Við verbúð og um borð í bátum Þrjú tilgangslaus viðtöl við skap- þunga menn og keskna í atvinnu- og aflaleysi. BÁTAHÖFNIN við Grandann hefur sinn sérstaka og viðeig- andi aðdraganda. Leiðin frá Miðbænum liggur um Austur- stræti, Pósthússtræti, Tryggva- götu og vestur Nýlendugötuna fyrir ofan Slippinn. Slippurinn skiptir höfninni, með drengi- legri aðstoð Ægis- garðsins. Austan hans er kaupskipa- höfnin, angandi al kramvöru, en hjá Slippnum tekur við tj örulyktin, þara- lyktin og fisklyktin. Og húsin eru báru- járnsklædd, kannske dálítið ryðbrunnin timburhús, sem snúa eins og þeim sjálf- um þóknast og eru í laginu eins og þeim sýnist, gætu hafa komið austan frá Norðfirði, Fáskrúðs- firði eða Seyðisfirði, eða vestan frá Bol- ungarvík í gær. Gamli Vesturbærinn er fiski- Faðer, Hirðer, Skiölldur, Skiól! Liiða stöðug life gleðe! life Christian Siöunde! Leinge stiorne Landa-beðe Lofðungs besta Afsprenge! Allda-Föðurs almáttugs augu vake allt siáande yfer voru Föðurlande! Hiálpe oss til Dáða Dugs! Öllu frá oss illu snúe, Er orsaka má Striið og kiif! Alla vega að oss hlue ort á meðann treinest Liif! (Kvvði þetta er tekið Vpp úr handrita- safni Steingríms biskups' Jónssonar, No. 30, bls. 151. — Lbs. 52 fol. — Um höfund kvæðisins er ekki getið. Stafsetning bcr fer sem næst frumritinu.) þorp, og ef hans nyti ekki við, ásamt gömlu og nýju verbúðun- um, yrði alþýðufræðslan ein um að forða Reykvíkingum frá að deyja í þeirri villutrú, að fiskur- inn sé höfuðlaus að eðlisfari og búinn til í fiskbúðum. Annars- staðar í bænum skyldi engan ó- kunnugan gruna, að höfuðborg íslands væri grundvölluð á fiski og ætti enn afkomu sína undir þessari köldu, blautu og slorugu skepnu. Og sem ég gekk vestur Ný- lendugötuna og andaði að mér einstæðum, blönduðum ilmi sjávarþorpsins, þá hyllti ég Vest- urbæinn fyrir að játa uppruna sinn á svo hreinni íslenzku. Þegar nær dregur Grandan- um með löngu verbúðunum, sem mynda skjólgarð mót vestri, og hálfbyggða Fiskiðjuverinu, rek- ur hvert táknið annað: Kasthjól af gömlum Gideonmótor hálf- grafið í jörð, blaðbrotin skips- skrúfa og stórt og mikið og ryð- brunnið akker, sem hæglega gæti verið lögmæt eign Jöfund- ar heitins hundadagakonungs. — Bátarnir eru síðustu aðvör- unarmerkin, gamlir bátar á hvolfi méð sprungnar kjalsíður og rifnir af sól og einstæðings- skap. Fyrsti maðurinn, sem ég hitti á uppfyllingunni við Grandann, gamall, einsýnn Austfirðingur og góðkunningi minn, sem við skul- um kalla Jakob, var í leiðu skapi, og fékkst með naumindum til að staðnæmast hjá mér. Hann sagðist ekki róa á neinum bát, heldur hafa rölt þarna niðureft- ir að gamni sínu. Það var eins og hann reiddist spurningum mínum um afkomu hans, því hann hvessti sig í rómnum, og tók að ræða mína hagi í hálf- kæringi, rétt eins og það væri mér að kenna, að hann er orð- inn gamall og rær ekki á neinum bát. Hann mældi mig út með sínu eina auga og sagði: — Þú fitnar, — þú ert bara rétt að koma með ístru, maður. Ég þóttist sjá í hendi mér, að af Jakobi myndi ég ekki fá neitt nema illkvittni í dag, en reyndi að sveigja hjá frekari árekstrum, og sagði, svona út í loftið, að það væri ekki óþefurinn af þessari grútar- bræðslunni. Kunningi minn gaut auga sínu á lýsisbræðsluna aust- an við okkur og sagði: — Jæja, er óþefur af henni, þessari. Svo afsakaði hann sig, eins og maður, sem staðinn hefur verið að einhverju kjánalegu athæfi og kærir sig ekki um að þurfa að ræða það við neinn. Hann sagðist ekki hafa tíma til að hanga þarna lengur, og lagði af stað upp brekkuna. Ég heyrði hann tauta í barm sér nokkur kuldaleg orð í garð þeirra manna, sem ekki væri einu sinni dóm- bærir á skítalykt. Við skábryggjuna, norðan Fiskiðjuversins, lágu eitthvað yfir tuttugu vélbátar, flestir þeirra nýlegir með lotastefni og afturenda, sem einu sinni var kallaður „drottningarrass“, — nokkrir þeirra voru þó litlir og gamlir hekkbátar með lóðstefni, sem þóttu stórir þegar þeir voru ungir. Það eru fáir á ferli á upp- fyllingunni, því beitningu er

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.