Heima er bezt - 01.08.1951, Page 10
170
Heima er bezt
Nr. 6
Um aðbúnað þeirra og lifnað er
þetta sagt:. .. „Fangarnir í tugt-
húsinu voru ekki kvaldir með
setu í einhýsi, eða yfir höfuð
með varðhaldi. Þeir voru meira
úti en inni; þeim var komið fyr-
ir til vinnu hjá góðum bændum
í nágrenninu; þeir voru hásetar
á bátum þeirra o. s. frv., og jafn-
vel hjá sjálfum stiftamtmann-
inum unnu fangarnir. Þannig
var Anres Pálsson lengi hjá
stiftamtmanni Thodal á Bessa-
stöðum. Þeir unnu bæði að
kirkju- og skólabyggingu, og ef
þeir höfðu enga sérstaka vinnu
fyrir aðra, unnu þeir fyrir tugt-
húsið við garðahleðslu og grjót-
upptekt. Steingarðurinn mikli,
sem lá niður með öllu Banka-
stræti, er vafalaust byggður af
föngunum. Þetta var beint í
samræmi við stofnskrá tugthúss-
ins. Innivinna var líka fyrirskip-
uð, einkum ullarvinna og tóskap-
ur. Fangarnir höfðu því allmik-
ið frelsi í húsinu; þó máttu þeir
ekki fara út úr því leyfislaust.
En því var litlu skeytt; þeir
gengu um eins og frjálsir menn
oftast, stundum tók þó yfir-
stjórnin rögg á sig og brýndi fyr-
ir fangaverði að hafa góðar gæt-
ur á, að fangarnir ekki færu út
í leyfisleysi. Þetta athafnafrelsi
fanganna hafði ýmsar afleiðing-
ar í för með sér. Stundum áttu
fangarnir barn saman, og mjög
oft kom það fyrir, að þeir löbb-
uðu sig burtu, er þeir voru úti,
eða beint brutust út í ýmsum til-
gangi, og kom það þá í ljós, að
hvorki voru hurðir né járnsteng-
ur svo sterkar, að þær gætu
haldið þeim. Þannig var einn
fanganna einu sinni rétt eftir
nýár að taka gröf handa öðrum
fanga, undir umsjón Arnesar,
og hvarf þá alveg og var lengi
laus, áður en hann náðist aftur.
Oft kom það fyrir, að fangarnir
brutust út á næturþeli og fóru
í krambúð, brutust þar inn og
stálu.“ .......Þeir fangar, sem
struku voru látnir hafa sérstak-
an búning eftir það; það voru
hvítar ermar á treyjunni. Og
einn fanganna, Hannes Gríms-
son að nafni, er þótti sérlega
viðsjárverður, fékk þar að auki
festa bjöllu á höfuðið (hvernig
er ekki sagt), svo að hann væri
því þekkjanlegri, ef hann skyldi
strjúka".... Ekki er til efs, að
merkastur og frægastur allra
fanga í tugthúsi þessu var Arnes
Pálsson, sem áður er minnzt á,
en hann var sá sami sem fylgdi
þeim Eyvindi og Höllu upp í ó-
byggðirnar. í bréfabók stiftamt-
mannsins segir, að hann hafi
verið „den störste af alle For-
brydere i det isl. Tugthus“. Hann
var margfaldur þjófur, en mun
þó hafa fengið tífallt þyngri
dóma en tilefni var til, því að
ýmislegt er vitað honum til máls-
bóta. Hann var dæmdur til að
„kagstrýkjast, brennimerkjast á
enni og erfiða í því íslenzka tugt-
húsi í járnum sína lífstíð“. En
sem betur fer hefur mannaum-
ingjanum verið þyrmt, því svo
mikið er víst, að hann endaði
vist sína þar sem dyravörður
tugthússins, sökum góðrar fram-
komu og án þess hann þyrfti að
vinna nokkuð annað, — jafnvel
gegn þóknun. Eftir tuttugu og
fimm ára vist í þessu hvíta húsi
sótti Arnes um lausn. Árið eftir
veitti konungur honum lausnina,
og lifði þessi nafnkunni fangi
seinustu ár sín sem niðursetn-
ingur úti í Engey, unz hann dó
þar rúmlega hálfníræður árið
1805. „... Hann átti 3 börn laun-
getin, meðan hann var fangi...“
En ekki gekk alltaf jafnt slysa-
laust til með frumbyggja þessar-
ar virðulegu byggingar og til-
fellið var með Arnes. Fyrir kom,
að föngum var misþyrmt í
„Múrnum“, eins og húsið var þá
kallað (sbr. „Steininn", en svo
var fangelsið við Skólavörðustíg
nefnt, af því það var úr hlöðnum
steini — ekki múrað). Og með
bréfi dagsettu 4. nóv. 1813 skýrði
Castenskjold stiftamtmaður
tugthússtjórninni frá því, að
hann treysti sér ekki til að und-
irhalda fangana lengur og hefði
sleppt þeim öllum lausum þann
dag, 18 að tölu. Voru þeir þá
sendir hver á sína sveit, og lauk
þar með fyrsta þættinum í sögu
þessarar merkilegu byggingar.
Með konungsbréfi 3. maí 1816 var
tugthúsið þó fyrst lagt niður
formlega, — „indtil videre“, en
varð samt til langframa; og
verður varla farið að skjóta
mönnum þar inn héðan af, þótt
þeir komust í tusk við lögin. Svo
var gefið út kancellibréf 22. apríl
1819 og ákveðið að gera róttæk-
ar breytingar á húsinu og dubba
það upp í bústað fyrir stiftamt-
manninn. Bjuggu allir stiftamt-
menn og landshöfðingj ar í tugt-
húsi þessu allt fram til 1904, er
íslendingar fengu meðferð inn-
anlandsmála í eigin hendur, en
þá var húsinu breytt í skrifstof-
ur fyrir stjórnarráðið. Oft hafa
farið fram á því breytingar meiri
og minni síðan, og kemst Klem-
ens Jónsson svo að orði í Reykja-
víkursögu sinni (1929), að það
muni „vafalaust standa lengi
enn, þótt það sé allsendis óhæfi-
legt til þess, og oss eiginlega til
mikillar minnkunnar að hafa
þar aðalskrifstofur landsins“. ..
Um minnkunina má náttúrlega
deila, og langt er síðan húsið
sprengdi utan af sér þær stofn-
anir, sem því var síðast ætlað að
hýsa. Því það er nú einu sinni
svona, að enda þótt hvíta húsið
við lækinn væri á barndómsár-
um sínum lítið eftirsótt vistar-
vera, og sízt til upphefðar fyrir
nokkurn mann að vera boðin þar
gisting, hefur svo farið, eftir því
sem árin hafa færzt yfir það, að
menn hafa fremur óskað eftir
að fá þar sess um lengri eða
skemmri tíma en vera reknir
þaðan út. Það hafa því fá hús í
bænum staðið sig jafnágætlega
í umróti tímans og átt annarri
eins virðingu að fagna á elliár-
unum og þessi rislága bygging.
Við ættum að hugsa okkur um
tvisvar, áður en við látum rífa
hana, hvers svo sem framtíðar-
skipulag bæjarins kann að krcfj-
ast.
Elías Mar.
Gerist áskrifendur að
Heima er bezt
Eignist ritið frá byrjun.