Heima er bezt - 01.08.1951, Qupperneq 12

Heima er bezt - 01.08.1951, Qupperneq 12
172 Heim'a er bhzt Nr. 6 steins Kjarvals, bróður listmál- arans) og húsi vitavarðarins, Sæmundar Ásgeirssonar, á hægri hönd. Flestir farþeganna höfðu sama í hyggju og ég, nefnilega að fara með áætlunarbílnum, sem gekk á miðvikudögum yfir Þorskafjarðarheiði. Var vegur- inn yfir heiðina hvergi nærri fullgerður, og bílferðir yfir hana nýhafnar. Er út fyrir Arnarnesið kom kulaði lítið eitt. Fyrst framan af hafðist ég við ofan þilja, fannst þar þó fullsvalt er til lengdar lét. Gaf ég mig þar á tal við mér áður ókenndan mann. Merkti ég strax á mæli hans, að hann var ekki íslendingur. Er ég innti hann að þjóðerni, kvaðst hann vera Englendingur. Nafn hans var Alan Boucher. Var hann, að hann sagði, kennari við mennta- skóla í Englandi. Kenndi þar frönsku og enska bókmennta- sögu, minnir mig að hann segði. Hafði hann verið hér uppi á her- námsárunum, og var giftur ís- lenzkri konu úr Reykjavík, Ás- laugu að nafni. Sá enski stóð sig með ágætum í íslenzkunni, töluðum við því einkum saman á því tungumáli, meður því að sjálfur er ég eng- inn enskuhestur. Hann var alla heilu tíðina með landabréf yfir Vestfirði á lofti og athugaði fjöll og firði til beggja handa og gaf ég honum ýmsar upplýsing- ar fram yfir það, sem uppdrátt- urinn gat veitt honum, því ég er allkunnugur á þessum slóðum. Sagði hann mér jafnframt eitt og annað um náttúru síns ætt- arlands, sem ég hef, því miður, aldrei augum litið. Er mér tók að kólna dró ég mig niður í hásetarúmið. Þar var kabysan kynnt og því vel hlýtt. Þar var margt niðri, bæði karla og kvenna. Voru nær því þétt skipaðir bekkir beggja vegna af farþegum; hvíldu einnig sumir þeirra í kojunum. Gat ég tyllt mér á skákina þótt þröngt væri, án þess að sæta af- arkostum eins og Tóki forðum í höllu Hrólfs Kraka og síðar í höllu Hálfs konungs og Hálfs- rekka, enda var enginn konung- ur í káetunni, er væri þess um kominn að krefjast þess, að ég kippti manni upp úr sæti, kysi ég mér á annað borð sess meðal þeirra. Frekar fannst mér dauft yfir káetubúum. Varð það því mitt fyrsta verk að freista þess að hefja glaðværar samræður við sessunauta mína, þá sem ég þekkti bezt. Urðu þær í byrjun með all tvíræðu yfirbragði, kenndi glettinga og hraðfleygra hnífilyrða. Einkanlega leiddum við,'ég og Jóhannes Davíðsson, bóndi frá Hjarðardal í Dýrafirði, saman hesta okkar. Vöktu hnippingar okkar og orðaat mikla kæti ferðafélaga okkar þar niðri í velgjunni. Einkum virtist hún skemmta sér kostu- lega hin unga frú menntaskóla- kennarans enska, því hlátrar hennar glumdu, svo undir tók í káetunni. Kvað hún það verið hafa hið mesta happ fyrir ká- etubúa, að slíkur náungi — átti víst við mig — skyldi rekast þangað niður til að hleypa lífi í tuskurnar. Ósleitilega var heilsað upp á kaffikönnuna, sem stóð á kabís- unni. Fólk var ýmist á rápi upp eða niður káetustigann, tyllti sér um stund niður á bekk niðri í velgjunni, eða labbaði um uppi á þiljum. Og alls staðar stungu tveir, tvær eða tvö saman nefjum og töluðu um daginn og veginn en í útvarpinu. Nú var stefnt beint á Vigur, hina sverðlaga, fögru og forn- frægu eyju, meginprýði ísa- fjarðardjúps. Er þangað kom á lægið, var þar fyrir áraþátur með stórbóndann Bjarna Sig- urðsson, Stefánssonar prests, er málsnjallastur var á Alþingi á 1. tug aldarinnar og lengur. Fannst mér, enda þótt margir góðir væru fyrir, færast að meiri myndarbragur yfir hópinn um borð í Pólstjörnunni við komu hons Við heilsumst og mælumst við nokkur orð. Vigur liggur beint í norður frá Hvítanesi, sem er á milli Hestfjarðar og Skötufjarðar. Er eyjan nokkru hærri að norðan en sunnan og myndar þar fagra klettaborg við sjó fram, hærri að vestan en austan. Skrúð- • grænt, flauelsmjúkt gróðrar- klæði þekur allt yfirborð eyjar- innar. Dúntekja er þar mikil, sem kunnugt er. Nú dró ég mig aftur niður í velgjuna. Og aldrei þessu vant var hamingjan mér hliðholl. Ég lenti sem sé við hliðina á frii Áslaugu Boucher, rétt við ka- bísuna. Tókum við þegar tal saman. Virtist mér hún skyn- söm vel og greinagóð, þótt ung væri. Barst talið að högum þeirra hjóna. Kvaðst hún hafa kynnst manni sínum fyrst á hernámsárum brezka setuliðs- ins hér uppi. Fór hún bráðlega utan með honum. Hann hafði verið kennari við menntaskóla í London. Settist hún þar að. En að boði hernaðarvofunnar skyldi hann, ásamt öðrum lönd- um sínum, taka þátt í innrás- inni á meginlandið. Varð hann og einn meðal þeirra er hraktir voru til baka frá Dunkerque. Særðist þó ekki og var áfram í brezka hernum til stríðsloka. Hún kynntist nú lífinu í loft- varnabyrgjum Lundúna. Von bráðar komust Bretar á snoðir um að hún hafði lært eitthvað í að stjórna bíl, og þar eð hörg- ull var á bílstjórum, stefndu þeir henni á sinn fund á bíla- stöð einni. Keyrðu um 80 at- vinnubílstjórar frá stöð þessari, eingöngu vörubílum. Ökuþór- arnir allir karlmenn. Hún kvaðst hafa verið ógnar tauga- óstyrk við prófið og bíllinn skröngiast og ískrað hjá sér, á- leit hún því, að hún mundi aldrei verða talin liðgeng. En það fór á annan veg. Þeir töldu að allt mundi lagast og réðu hana samstundis sem bílstjóra. Keyrði hún frá þessari stöð í 3 ár. Minnir mig hún segðist hafa keyrt benzíndunka allan tím- ann. Hygg ég að hún hafi verið eina íslenzka stúlkan (hún var ekki gift þá, ef ég man rétt), og þá jafnframt hin fyrsta, er ráð- izt hefur sem atvinnukeyrandi í Englandi. Sagði hún, að þau hefðu fyrst framan af búið í Lundúnum. Að stríði loknu kvað hún þau hafa flutzt til lítillar borgar i Austur- Englandi í nánd við York. Sagði hún, að þau byggju þar í litlu,

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.