Heima er bezt - 01.08.1951, Qupperneq 13
Nr. 6
Heima er bezt
173
snotru húsi, er stæði eitt sér og
umhverfis það væri laglegur
blóma- og trjágarður, sem hún
væri, því miður, allt of löt að
sinna um. Fannst henni undur
fallegt þar, að hún sagði, og
kvaðst una lífinu hið bezta.
Við skóla þann, er maður
hennar, A. Boucher, kennir við,
eru 600 nemendur.
Þetta er aðeins eitt af mörgu
er við ræddum saman sitjandi
hlið við hlið eins og aldavinir,
í hásetaklefa Pólstjörnunnar.
Mas og hlátrar samferðafóiks-
ins glumdi allt í kringum okk-
ur, en við gáfum því engan
gaum. Þröngt var á bekknum,
en við það sátum við aðeins
þéttar saman og fannst okkur
það sízt til óþæginda. Maður
hennar, er hafði verið ofan
þilja, kom nú niður. Ræddumst
við öll þrjú við um hríð. —
Skömmu síðar skauzt ég upp á
þilfar. Hafði fengið mig full-
mettan af líkamlegum og and-
legum hita í káetunni.
Nálguðumst við nú óðum
Æðey, stærstu eyju á ísafjarð-
ardjúpi og mestu varpey Vest-
fjarða. Gat að líta bát á floti
inn undan eynni, og stefndi Pól-
stjarnan beint á bátinn. Voru
þar komnir hinir góðkunnu
Æðeyjarbræður, Ásgeir og Hall-
dór Guðmundssynir. Bættu þeir
þremur í hópinn hjá okkur á
Stjörnunni. Voru það hjón með
barn sitt, telpu á að gizka 6 ára,
er dvaldið höfðu í Æðey í sum-
arleyfi sínu, og voru nú á leið
heim aftur til Reykjavikur.
Fögur var Æðey til að sjá að
vanda með sína skrúðgrænu, á-
völu varphóla, eins og fagurt
men, smarögðum sett, í dökkri
basaltumgerð á bláu brjósti
Ránar drottningar. En minnti
þó um leið, sökum frjósemi
sinnar og hlunninda, á hring-
inn Draupni, er Óðinn lagði
forðum á eldinn við bálför
Baldurs hins góða, og hafði þá
náttúru, að hina níundu hverja
nótt drupu af honum 8 gull-
hringar jafnhöfgir.
Næsti viðkomustaður var hið
landskunna Reykjanes með sína
sundlaug, jarðhita,. gróðurhús,
héraðsskóla, sinn Þórodd skáld
frá Sandi og Aðalsteina hvorn
Reykhólar, gesta-
tjtílcl i hlaðvarp-
anum.
fram af öðrum. Var þar rennt
upp að traustri trébryggju. Þar
varð lítil viðstaða. Gengu þar
samt nokkrir í land. Þar steig
einnig Baldur Johnsen, héraðs-
læknir á ísafirði, um borð í
trillu frá Reykjarfirði, er beið
hans þar reiðubúin, eins og
hinn líknandi kærleikur, til að
flytja sjúkum hinn læknandi
máttugleika.
Læknirinn kom lítið við sögu
á leiðinni inn Djúpið. Lá hann
í koju mestan hluta leiðarinnar.
Sennilega _ sofið. Lækna skortir
manna mest magnan svefns og
næðis.
Á stað aftur að fáum mínút-
um liðnum. Dvölin oftast
skömm á hverjum viðkomustað
hjá Djúpbátnum.
Stjarnan klýfur að nýju hinn
bláa báruflöt áleiðis til Arn-
gerðareyrar. Klukkan 12.30 er
lagst í lægið á Arngerðareyri og
farþegar fluttir í land á árabát.
Bryggja er þar engin enn sem
komið er. Er slíkt þó alveg óvið-
unandi, bæði sökum þess að
þessi staður er, sem stendur,
endastöð bílferðanna yfir
Þorskaf j arðarheiði, en einnig
með tilliti til þess, að síðan Inn-
Djúpsmenn fóru að fá hinar
stóru og þungu jarððyrkjuvélar,
liggur oft við slysum við upp-
skipun á þeim, ekki hvað sizt
ef illt er í sjó, eins og gefur að
skilja. Annars ber nauðsyn til,
hvað áhrærir áætlunarferðir
bíla yfir áður nefnda heiði, að
framlengja veginn til Melgras-
eyrar, ef ekki út til Bergsels ut-
an Kaldalóns, þar sem lending-
arstaður er talinn mjög hag-
stæður. Þangað gangi svo
hraðskreið ferja yfir Djúpið án
viðkomustaða, nema endastöðv-
anna — ísf j arðar—Bergsels.
Ég var ekki fyrr stiginn á
land á Arngerðareyri, en til mín
snarazt frænka mín, Jóhanna
Þórðardóttir, frá Laugabóli, sem
búsett er á Arngerðareyri. Gáf-
uð og glettin eins og systkini
hennar og frændfólk flest. Kall-
ar hún sig piparjunku kinn-
roðalaust að öðru leyti en því, að
gægzt geta rauðir lokkar niður
með vöngunum. Bauð hún mér
þegar til miðdegisverðar. Mun
það vera siður hennar í hvert
sinn og Dj úpbátinn ber að landi
að renna árvökrum augum yfir
hópinn, er í land stígur og at-
huga, hvort ekki sé þar einhver
frænka eða frændi á ferð, eða
einhver kunnugur, sem væri svo
skemmtilegt að geta gert eitt-
hvað gott, því frændrækin er
hún og gestrisin svo af ber. Býr
hún ein út af fyrir sig í óvist-
legu húsi að ytri sýn, gömlu
vörugeymslu- og sláturhúsi og
eigi nema í suðurenda þess.
Norðurendinn óinnréttaður,
kaldur geimur. Stendur það á
klöppum fast fram við sjó og
fyrir kemur það, ósjaldan, að
hinar freyðandi, ísköldu vetrar-
öldur slái votum örmum um
húsakynni hennar á dimmum,
stormæstum skammdegisnótt-
um. Þannig býr þjóð vor enn að
sumum sínum gestrisnustu og
beztu konum.
Meðan ég gæddi mér á hinum
gómsætu réttum hennar, voru
stöðugt að tínast fleiri og fleiri
að hennar nægtaríka borði.
Að máltíð lokinni færði ég
minni alúðlegu frænku mínar