Heima er bezt - 01.08.1951, Page 14

Heima er bezt - 01.08.1951, Page 14
174 Heima er bezt Nr. 6 beztu þakkir fyrir veittar góð- gerðir. Kvaddi hana með kossi (við höfum alltaf haldið þeim forníslenzka sið), því hún er, sgo, systurdóttir mín, dóttir Höllu frá Laugabóli. Freistaði ég þess að buga að henni bankaseðli, en við slíkt var ekki komandi. Þá lá næst fyrir að svipast um eftir bílhrossi því, er skyldi bera mig og marga aðra, því á því skyldi ekki einungis tví- mennt heldur margmennt, yfir hina hávöxnu Þorskafjarðar- heiði. Stóð gúmlappahrossið þar hærra uppi á plássinu, luralega vaxið, ljósgult að lit, nefnt „Trukkurinn.“ Komst ég brátt á snoðir um, að trukkurinn hafði ekki upp á aðrar inngöngudyr að bjóða farþegum sínum, en þær, sem lágu inn í óæðri enda hans, m. ö. o. á þeim stað, sem pinkla- geymsla er á venjulegum áætl- unarbílum. Milligerð með tveimur glerrúðum í var á milli bílstjórasætisins og farþega- rúmsins. Hafði þetta farartæki upphaflega verið amerískur vöruflutningaskrjóður, þar af trukksnafnið, opinn að aftan, á dögum setuliðsins hér, með mó- grænan striga þaninn yfir pall- grindina, en var nú orðinn rammíslenzkur fólksflutninga- vagn. Krossviður kominn í stað striga og þar að auki 2 hurðir fyrir afturendann. Lokuðust þær í miðju opi, en hjörur við úthliðar bilsins. Eigi fannst mér árennilégt til uppgöngu á „Orminn“, því allhátt var upp á botnþröm hans. Tókst mér með herkjum að vega mig upp í hann án þess að ganga úr augnaköllunum. En er inn kom í búk bílhrossins virtist mér ærið þröngt um- horfs. Fékk ég þó tyllt mér á skákina. Því næst þaut skepnan af stað á sínum 10 gúmlöppum, með svokölluðu „drivi“ á þeim öllum. Voru það 2 framhjól ein- föld, og fern afturhjól tvöföld. Þrír bekkir voru í farþegarúmi þessu, lágu tveir þeirra sinn með hvorri hlið, en einn þvert fyrir innra gafli. Virtust mér allir bekkir fullskipaðir fólki. Allnokkurt bil var milli hnjá- raða farþeganna og var það troðfyllt með ferðatöskum þeirra og pinklum, eins og þeg- ar slíku dóti er bezt troðið í poka. Hillur voru þar uppi yfir höfðum manna yfirfullar af bögglum, dóti alls konar, pinkl- um og pjásum. Einn hvítur lér- eftspokadrellir með óþekktu innihaldi dinglaði látlaust beint uppi yfir hausnum á mér. Furðaði mig stórum, að hann skyldi ekki hlunka ofan í skall- ann á mér. Hafði ég orð á þessu, því mér leizt ógæfusamlega á pokadindilinn, sem dinglaði þarna fram og aftur eins og kólfur í klukku. Fékk ég þá skýringu, að „pendúll“ þessi væri áfastur við þyngra stykki innar á hillunni og því engin hætta á að hann dytti niður. Flestum fannst nú víst orðið fulltroðið í trukkinn, bæði af fólki og farangri, en bílstjóran- um fannst annað og gladdi okk- ur með því að enn væri von á fleirum. Enda bætist í hópinn, skömmu eftir að lagt var upp frá Arngerðareyri, vinur minn, Jón H. Fjalldal, bændahöfðing- inn og hreppstjórimi á Mel- graseyri. Varð hann að troðast inn yfir fætur manna og far- angur. Mælti ég í gríni til hans, um leið og hann tróð sér með erfiðismunum fram hjá mér, að gjarnan mætti hann troða á báðum mínum bunum, ef það kynni eitthvað að létta honum leiðina að settu marki, sem auð- sjáanlega var innst inni í þessu umferðamusteri, m. ö. o. inni í því allra helgasta, þar sem stór- bóndinn Bjarni í Vigur sat með fríðu föruneyti. Gerðist nú næsta þröngt í þessu trukkmusteri. Virtist flestum fullásett, þar sem búið var að stappa 26 manns í þessa kytru. En bílstjórinn var hvergi krympinn, kvaðst hafa séð það svartara. Enda bætti hann síðar í trukkinn tveim sálum til við- bótar. Þegar keyrt var fram Langa- dalinn, rauk moldrykið svo inn með hurðinni aftan á bílnum, að þeim, sem aftast sátu, lá við köfnun. Auk þess var hurðin svo kviklæst, að hún var alltaf að hrökkva upp. Lá við sjálft á köflum, að fólk og farangur rynni aftur úr, er trukkur kleif brattann. Taldi ég þetta farar- tæki alls ekki mönnum bjóð- andi. Minnti það mig all ó- notalega á lestarnar í dönsku strandferðaskipunum, er fátæk- ir og umkomulitlir íslendingar, bæði ég og aðrir, máttu láta sér lynda að hafast við í, í hvaða veðri sem var, er komast þurfti sjóleiðis hafna á milli á fyrstu árum hinnar miklu tæknialdar er vér lifum nú á. En enginn má skilja orð mín svo, að trukkur vor, ef til vill nefndur svo af því hvað pilt- arnir hafa trukkað telpurnar þar mikið, hafi verið sneiddur öllum kostum, nei, fjarri fór því, enda þótt gallarnir væru ó- neitanlega fullmargir. Hann var t. d. eitt hið öflugasta og traust- asta farartæki á landi hér, gat líka beitt fyrir sig 10 fílefldum fótum. Hefði Sleipnir Óðins, sem aðeins hafði 8 fætur á að treysta, sennilega mátt láta í minni pokann fyrir trukk. Þarna ruddist hann áfram eins og skriðdreki yfir urðir og veg- leysur, er upp á háheiðina kom. Reyndist bílstjórinn, Júlíus Sig- urðsson, einnig hinn traustasti og öruggasti í hvívetna. í verstu ófærunni á leiðinni stakk Trukkur (gef honum hér með eiginnafn) fótum við og fékkst ekki úr sporunum. Gengu þá allir farþegarnir af honum, lögðu land undir fót og stefndu suður á bóginn. Veður var þurrt og kalt. Orsök þessarar tafar var sú, að nýbúið var að fylla upp lægð í veginn með blautum torfhnausum, en vantaði ofaní- burðinn. En Tröllið Trukkur vatt sér upp úr á sínum eigin akkerisstreng. Hafði hann sem sé spil eða vindu eins og skip. Var kröku áfastri við vindu- keðju bílsins brugðið um jarð- fastan stein framan við slörkin, en bílvélin knúði vinduna og reif Trukk upp úr foraðinu. Tíndi Trukkur svo smátt og smátt farþegana upp af götu sinni og gleypti þá bókstaflega með afturendanum. Gekk ferðin eftir þetta tafa- laust að heita mátti suður.af og

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.