Heima er bezt - 01.04.1952, Blaðsíða 2
98
Heima er bezt
Nr. 4
V estanvindurinn
Þú, sem þegar vorar,
þínum hlýja anda
hlíðar steini studdra
storðar ísa fjalla
hrímþaki sviptir hörðu
og hjúpi grænum sveipar,
hefirðu, Vestanvindur,
viðurtal okkar munað?
Hefirðu of hafið spánska
heitan munað mér færa
kossinn kæru minnar
kinnrjóðrar, er þú hézt mér?
Sótta ég koss þinnar kæru
kinnrjóðrar, er ég hét þér,
bar ég hann biár yfir unnir
hið bjarta loft í gegnum,
þó máttu því ei reiðast,
að þér hann fært getkat.
Því ég leit í lundi
lilju fagra í myrgin
bleiku höfði halla
til helfarar snúna,
blaðfögur mig beiddi
að bjarga fjörvi sínu;
gleymdi ég gefnu heiti,
og gaf henni kossinn.
Færðist líf í liðna,
svo lyfti upp höfði
við ylsending ástar
og upp á mig brosti.
Þýð má þakka lífið
þinnar meyjar kossi.
Bjarni Thorarensen.
Myndirnar á forsíðu
1. Á stórum svæðum á Suður-
landi sést nú ekki ein einasta
kind, en vonandi verður þess
ekki langt að bíða, að bænd-
ur geti glatt sig við þá sjón,
sem þessi mynd er af — fríð-
um fjárhóp heima við bæinn.
2. Hér er verið að starfa við
framleiðslu á gagnlegum
hlutum. Einhver bezta tóm-
stundavinna sem hugsast
getur og hvíld frá dagsins
önn er alls konar heimilis-
iðnaður.
3. og 4. mynd eru teknar í
Slippnum í Reykjavík. Þar er
starfað að viðgerðum á skip-
um og bátum, og er þá oft
mikið um að vera. Stórvirk-
ar vélar og hagar hendur
hjálpast að því að halda flot-
anum við.
Bjarni Thorarensen, skáld
MÖÐRUVELLIR í HÖRGÁRDAL.
Bjarni amtmaður var, eins og kunnugt er, fyrsti áhangandi hinn-
ar svonefndu rómantísku skáldskaparstefnu hér á landi, en hún
reis upp gegn „upplýsingar“-stefnunni, sem mjög var ráðandi í bók-
menntum Evrópu á siðasta fjórðungi 18. aldar og fram á þá 19.
Helzti talsmaður upplýsingarstefnunnar hér á landi var Magnús
Stephensen. Rómantíska stefnan ruddi braut fyrir háleitari hug-
sjónum í skáldskap og bókmenntum, sem stakk mjög í stúf við siða-
lœrdóma „upplýsingarbókmenntanna“. Einkennilegt við Bjarna er,
að þar sem hann er mjög frjalslyndur í kveðskap sínum, þá er því
allt öðruvísi varið í embœttisfœrslunni, þar sem hann, eins og dóm-
ar Landsyfirréttarins sýna, er fylgjandi ströngum refsingum, gagn-
stœtt Magnúsi Stephensen, sem er talsmaður mannúðar og mildi i
flestum dómum sínum, og meira í œtt við þá skoðun, sem var ríkj-
andi á fyrstu áratugum þessarar aldar, áður en heimsstyrjaldirnar
tvær rugluðu allt skynsamlegt mat á þessum efnum, eins og fleiru.
Bjarni Thorarensen átti heima á Möðruvöllum í Hörgárdal og
andaðist þar árið 1841. Voru Möðruvellir þá og um langt skeið hinn
raunverulegi höfuðstaður Norðurlands. Frá 1880—1902 var gagn-
frœðaskóli á Möðruvöllum. Þar voru unnin merk vísindastörf á
meðan þeir Stefán Stefánsson og Þorvaldur Thoroddsen voru þar
kennarar. Nokkrir af andans mönnum þjóðarinnar fengu og þar
sína fyrstu og einustu skólamenntun fyrir aldamótin síðustu. Einn
af þeim var Guðmundur Friðjónsson skáld.
HEIMA ER BEZT • Heimilisblað með myndum • Kemur út mánaóarlega • Áskriftagj.
kr. 67.00 • Útgef.: Bókaútgáfan Norðri • Ábyrgðarm.: Albert J. Finnbogason • Ritstjóri:
Jón Björnsson • Heimilisfang blaðsins: Pósthólf 101 Reykjavík • Prentsm. Edda h.f.