Heima er bezt - 01.04.1952, Side 15

Heima er bezt - 01.04.1952, Side 15
Nr. 4 Heima er bezt 111 sína með sér inn í helli, þar sem vatn var ríkulegt. Auðvitað voru þeir allir naktir. Er hann hafði lokið prédikun sinni, sýndi hann áheyrendum sínum fram á, hve tækifærið til að láta skírast væri tilvalið á þessum stað. Svo fór, að öll ættkvíslin, „konung- urinn, gæðingar hans og allt fólkið“, lét þvo erfðasyndina af sér í hellinum. Það er táknrænt fyrir vald trúarbragðanna yfir hugum manna í býzantínska keisara- dæminu, að meira en helming- ur allra bókmennta þeirra tíma er af kristilegum toga spunninn. Sumt er sálmaskáldskapur, en margt er líka af guðfræðilegum ritgerðum. Og loks er svo list- in — list leikmanna og sú list, er munkarnir í klaustrum rík- isins framleiddu. Merkilegast og fegurst í list þeirra er hinn mikli fjöldi mósaik-mynda, sem finn- ast enrí þann dag í dag á hinu gamla yfirráðasvæði Mikla- garðskeisara. Það er sjaldgæf tign og ró yfir þessum myndum, hvort sem þær eru af Frelsaran- um meðal postulanna eða Maríu mey með barnið á örmum sér. Úr augum hinnar býzantínsku madonnu lýsir alvörugefni og hamingja, sem engin önnur kirkjulist hefur megnað að lýsa á svo einfaldan hátt. Þrátt fyrir það, sem áðúr er sagt, myndi það þó ekki hafa tekizt kirkjunni að halda ríkinu saman, ef því hefði ekki verið stjórnað af voldugum einvalda, er hélt öllum þráðum í hendi sér. Býzantínsku keisararnir eru næstum því eins alþjóðlegir og þegnar þeirra. Einn af hinum fyrstu og dugmestu keisurum, Jústínían (518—565) var bóndi frá Makedóníu. Ríkið átti mik- inn blómatíma á áttándu öld, en þá sat að völdum isauriska keis- araættin (717—867), og á eftir henni komst makedonisk ætt aftur til valda (869—1081) með Basilíusi II., „Búlgaradráparan- um“. Ætt Komnenanna (1081— 1204) og ætt Paleologanna (1261 —1453) voru líka duglegir ríkis- stjórnendur. Styrkur ríkisins lá eigj minnst í því, að keisararnir fengu ekki tækifæri til að úr- kynjast — það komu alltaf nýir menn, þegar mest lá á. Og meira að segja þeir keisarar, er voru fæddir til valdanna („Porfyro- genetoi") í Purpurahúsinu1) voru enganveginn óduglegir. Ráðuneytin voru undir stjórn „hins mikla Logothet“, þ. e. for- sætisráðherrans. Tveir ráðherr- ar fóru með fjármálin og her- málin. í skrifstofum þeirra sátu margir nafnlausir, sem ekki höfðu annað að gera en að hlýðnast skipunum yfirboðara sinna. Eitt af þýðingarmestu ráðuneytunum var „Barbara- skrifstofan“, en það svarar til utanríkisráðuneyta vorra tíma. Frá þessum stað var sendimönn- um ríkisins stjórnað. Fulltrúar „hins hæst-hamingjusama róm- verska ríkis“2) voru víðsvegar í hinum menningarsnauðu ná- grannaríkjum. Munu þeir ekki hafa verið hinu fræga franska diplomati á vorum dögum síðri. Þeir slógu serbneskufn og búlg- örskum höfðingjum óspart gull- hamra, þó að þeir byðu þeim ekki að verða meðlimir heiðurs- fylkingar, eins og Frakkar, þá voru þeir ósparir á fínar nafn- bætur, sem veittu þeim rétt til að sitja nálægt keisaranum og klæða sig í sérstaklega bróder- aðan búning, næst er þeir kæmu til keisaraborgarinnar. Hlutverk utanríkisþjónustunnar var að láta útlendinga verða fyrir á- hrifum frá Konstantínópel og leggja lönd þeirra undir keisar- ann, sem leppríki. Mönnum voru ljósar þær kröfur, sem gera verður til manna í utanríkis- þjónustunni og ein þeirra er að leggja lönd og ríki undir sig, án þess að grípa til vopna. Aðferð- irnar til þess voru hinar sömu og Evrópumenn nota í sama skyni á 20. öldinni. Grófasta aðferðin, mútur, voru notaðar á öllum tímum og gagnvart öllum þjóð- flokkum. Þannig voru Húnar á Krím undirokaðir, arabisku em- írarnir, sem höfðu völdin í verzl- unarstöðum Sýrlands, og Berb- ar í Norður-Afríku. Utanríkis- þjónusta keisarans gekk ætíð út frá því sem gefnu, að allir væru til sölu og gerði því engan mun !) Þangað voru drottningarnar flutt- ar, er þær eignuðust böm. 2) Hið opinbera heiti ríkisins langt fram eftir öldum. á menningarsnauðum Húnum og foringja hinna kristnu kross- fara, Gotfred af Bouillon. Sögu- ritarinn Nicetas frá Cone kvart- ar yfir því, að Manuel Komnenos keisari jós peningum í barbar- ana, og þyngdi með því skatta borgaranna í ríkinu. Annað á- hrifamikið meðal til að ná aukn- um völdum var að vekja fjand- skap og öfund milli andstæðinga keisaraveldisins. Þannig ritar Jústinían til eins af foringjum Húna: „Ég hef sent hinum vold- ugasta meðal ykkar gjafir, það er að segja þér, því að ég álít þig voldugastan. En einhver annar hefur með valdi hrifsað gjafirn- ar til sín undir því yfirskini, að hann væri voldugri en þú. Sýndu honum, að þú sért sterkari, taktu frá honum það, sem hann hef- ur rænt frá þér, hefndu þín. Gerir þú það ekki, mun öllum verða ljóst, að hann er foring- inn, vér munuð þá líta í náð til hans og þú munt missa þau fríð- indi, sem vér höfum veitt þér.“ Á svipaðan hátt kom Byzants á sundurþykki milli menningar- ríkjanna í Vestur-Evrópu, þar sem keisarinn studdi Þýzkaland í baráttunni við Frakkland og Sikiley, ítölsku borgirnar gegn Friðriki Barbarossa, Feneyj ar gegn norrænum víkingum o. s. frv. Til styrktar þessari ágætu ut- anríkisþjónustu var sterkur og vel skipulagður her. Útbúnaður hans stóð á margfalt hærra stigi en andstæðinganna. Til var meira að segja varnarvopn, sem gæti minnt á hugmyndirnar um eiturefnastyrjaldir nútímans. Þetta var „gríski eldurinn“ svo- Frh. d hls. 122. \ Sparið peningana Gerizt áskrifendur að HEiM A ER BEZT |J )

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.