Heima er bezt - 01.04.1952, Page 7

Heima er bezt - 01.04.1952, Page 7
Nr. 4 Heima er bezt 103 uðum kjaftshöggum. Afan hans og ömmur höfðu að vísu hlotið þann aldurtila að svelta í hel í móðuharðindunum; foreldrar hans hrökkluðust á vergang, urðu aldrei bjargálna; hann var alinn upp á sveit. En þrátt fyrir það, þótt Steinmóður væri hýdd- ur og kúldraður í uppvextinum, var h'ann ekki svo sannkristinn að bjóða hina kinnina, heldur blossaði upp í honum óskamm- feilni gullaldarvíkingsins að gjalda rauðan belg fyrir gráan. Varð þarna hark og hávaði og handalögmál. Hreppstjórinn var úti í kirkju, vann þar meðhjálparaverk, breidd á altarið og kveikti á kertunum. Hann var sóttur í skyndi til að skakka leikinn. „Þetta er alveg eins og í para- dís, úlfurinn leikur sér með lambinu," sagði hreppstjórinn og glotti háðslega. „En nú tjáir ekki að sitja að sumbli, prestur minn. Sóknarbörnin eru þyrst í guðsorð úr yðar munni.“ „Þér eruð alltaf sama sletti- rekan,. Brynjólfur," rumdi í presti. Hann hlýddi þó kallinu, brá við og rann til kirkjunnar. Um höfuð Kristsmyndarinnar á altaristöflunni var bjartur geislabaugur. Hjörðin húkti norpandi á hrörlegum bekkjum i torfkirkjunni, vinnulúnir, veðurbitnir menn og alvarlegar konur, komin inn í musterið til að leita sameiginlega styrks og huggunar í fagnaðarboðskap trúarinnar. En hirðirinn stóð skrýddur fyrir altarinu, karfa- rauður og þrútinn af drykkju. Þegar presturinn var stiginn í prédikunarstólinn, kom hik á hann stundarkorn. Hann hafði gleymt að stinga á sig ræðunni. Þá var barasta að tala blaða- laust. Honum svall móður, bezt að mæla frá eigin brjósti og láta „pöpulinn“ einu sinni hafa það óþvegið. Hann var dálítið dröfu- mæltur, en ræða hans bjó yfir firnamiklum tilþrifum; andinn hafði komið yfir hann. \ Guðspjallið: Matteus 16. kap„ 5.—12. vers. Exordium: samanrekið smjaður um súr- deigið, er setur gerð í brauð lífsins, himnaföðurinn, sem seður hungur þúsundanna með nokkrum fiskum og fá- einum bygghleifum. Útleggingin: kjarnyrt og óvægin ádeila á þjófa og bófa, sem með orð- um og verkum rangfæra og véfengja boðorð drottins; reiðilestur um fanta og ó- bermi, sem sýna andlegum leiðtogum lítilsvirðingu, — leggja jafnvel hendur á þá og misþyrma þeim. „En sannlega segi ég yður, drottinn typtar rangláta með réttlátum refsingum. Hafís- inn, hungrið og annað mót- drægt anstalt, sem dynur yfir þessa aumu þjóð, eru vísdómsorð guðs almáttugs til að straffa spilltum og balstýrugum undirsátum, sem eru eins og mýflugnager á mykjuskán mitt á meðal vor guðsbarna. Og sá, sem þenkir, að hann standi, gæti þess, að hann ekki dengist niður í for- djörfunina, því að mjótt er mundangrið milli syndarinnar og lofkvæðisins. Allir þér, sem greiðið tíundir með hangandi hendi eða gjaldið í úldnu smjöri og brenndri skræðu- tólg, þér, sem svíkist um að greiða offur, þér, sem kveljið heytollinn, svo að hann verður reisa á vordögum, sannlega segi ég yður, mínir elskanlegu, þó að þér blessið fýruglega með vörunum, gani þér dyggilega í sama þúfna- karg og dárlegi barnamorð- inginn, — við yður gína port niimiiiiiiiiiiiiiimiiMiiimiimiiiiMiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Atburðir þeir, sem hér i i eru fléttaðir í söguform, | i eru teknir úr lífi þjóðar- 1 I innar sjálfrar eins og þeir | i gerðust fyrir 120—130 ár- | i um, eða á öðrum og þriðja | [ tug nítjándu aldar. Og enn i i í dag lifa munnmælin á | i vörum fólksins. riiiiiiiiiiiiiiiitiiiitmmiimmmiiiimmmiiimiiimimiiiiiiiT helvítis. Og hvað eru þau drepandi óþægindi, sem þér takið út í fruggi og hríðar- muggum þessarar jarövistar, hjá þeim fortærandi píslum, sem yðar bíða í brennisteins- svækjunni ....“ Þegar hér var komið ræðunni, tók prestur bakfall, hrataði nið- ur úr prédikunarstólnum og stóð seinlega á fætur; án þess að taka sér í munn amen eða blessunarorð, skjögraði hann fram kirkjugólfið, skauzt inn í bæ og fór að þjóna veraldlegum guði. II. Steinmóður þrammaði þung- lamalega frá kirkjunni, fór ein- förum. Hann bar hendurnar krosslagðar á bakinu, hengdi höfuðið á bringu og leit hvorki til hægri eða vinstri. Frostdynkur kvað við og berg- málaði í klettabeltum, sem vá- leg völuspá. Steinmóður nam staðar. Jörðin rifnaði við fætur hans, svellrunninn svörðurinn opnaðist. Og Steinmóður stóð lengi í sömu sporum, hreyfing- arlaus, beygður, titrandi af van- máttarkennd; yfir honum hvíldi martröð meinlegra örlaga, kveljandi bitur kvöl, ógnandi, eins og biksvört ddalalæða, sem eltir gráar glettingar við lítinn smaladreng. Veturinn var orðinn langur og strangur. Á haustnóttum hafði matarforðinn verið rýr í hjá- leigukotinu. Þar var treyst á dropann úr kúnni. Og þegar kæmi fram á veturinn, mundu sjávarföng berast í búið — víkja úr vegi hungurvofunni. En engin árafleytan hafði komizt á miðin, hafísinn lagðist að landinu út úr áramótum. Og sjaldan er ein báran stök. Kýrin hafði brugðizt um burð- inn, kom í hana slén og lystar- leysi, bar ekki sitt barr eftir það, skrimti þó, skinhoruð. En mjólkurdreitillinn varð ekki drjúgur í öskunum. Og forða- búrið gjörtæmdist. Þegar Steinmóður var kvadd- ur til sendifararinnar í kaup- staðinn, hugðist hann að kom- ast yfir eitthvert bjargræði, grjónalúku eða mjölhnefa. Hann hikaði því ekki við að leggja land undir hesta postul-

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.