Heima er bezt - 01.04.1952, Page 3

Heima er bezt - 01.04.1952, Page 3
Heima er bezt 99 Nr. 4 „Eg er náfrænka hans Þorgeirsbola“ Ég heyrði á dögunum, að kennslukona hefði verið fengin að næsta bæ við mig, frú Guð- rún Jónatansdóttir frá Sauðár- króki, á 88. árinu. Hún hefur fengizt við barnakennslu um langt skeið og er vel ern þrátt fyrir svona háan aldur. Ég gat ekki stillt mig um að finna hana og leggja fyrir hana nokkrar spurningar. „Jú, satt er það, aldurinn er orðinn nokkuð hár, og minnið er farið að sljóvgast til muna, en ekkert bar á slíku fyrir ári. Annars amar ekkert að mér, heyrnin er í lagi og ég get lesið gleraugnalaust, — nota aldrei gleraugu . . . . Já, þú sagðist vera að leita frétta . ... og hvað viltu svo, að ég segi þér?“ „Fædd? Nú, ég er fædd á Sval- barðsströndinni og uppalin. For- eldrar mínir voru Jónatan bóndi að Þórisstöðum á Svalbarðs- strönd (nú ranglega nefndir Þórustaðir) og kona hans Sess- elja Eiríksdóttir. Var faðir minn uppalinn á Þórisstöðum hjá Benedikt bónda þar og konu hans Guðnýju Halldórsdóttur. En hún var föðursystir pabba. Móðir mín var líka fædd á þess- um bæ. Annars er ég náfrænka hans Þorgeirsbola, og við hann kannast víst allir. En þannig er ættfærslan: Hallur faðir Jóns afa míns og Guðnýjar föðursyst- ur minnar átti dóttur Þorgeirs Stefánssonar, Ingunni að nafni. Foreldrar mínir tóku við búi eft- ir gömlu hjónin, og var heimili mitt kallað ríkisheimili, eftir því, sem þá var. Pabbi stundaði jöfn- um höndum sjómennsku og bú- skap, — var 26 ár við hákarl og þótti yfirtaks mikill aflamaður. Þar sem alltaf var nóg björg í búi heima, var ég orðin nokkuð stálpuð, er mér varð fullljóst, hve margur fátækur auminginn átti þá bágt, heyrði að vísu oft rætt um það undir vor, að þessi eða hinn væri bjargarlítill, en ég gat ekki fyllilega skilið þetta. Hvernig gat staðið á því, að fólk- ið hafði ekki nóg að borða rétt eins og ég Einu sinni sem oft- ar var ég send til gömlu hjón- anna í Garðsvíkurgerði, það var á föstudaginn fyrstan í sumri. Ég hafði meðferðis niðurbrytjað slátur í fötu, sem mamma sendi gömlu konunni. „Komdu inn, Gunna mín, meðan ég er að losa fötuna,“ sagði gamla konan. Síðan kom hún inn með slátur á diski, eina sneið handa hverjum og bætir við: „Ég held það sé bezt að halda upp á sumardaginn fyrsta í dag.“ Þetta sagði ég mömmu, þegar heim kom, því að ég skildi þetta ekki. 11 ■ 1111111111111 ■ 1111 ii 11111 iii 1111111111111111111111111111 ii 1111 ii 11 ii i imr Kristmundur Bjarnason 1 ræbir við | frú | I Guðrúnu Jónatansdóttur iTiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiihiiii iiiiiiiiiiiiiiii „Guð hjálpi mér,“ sagði mamma, „skyldi hún Kristbjörg mín þá hafa verið matarlaus í gær.“ Og ég var send um hæl með meiri mat handa gömlu hjónun- um. Eftir þetta varð mér full- ljóst, hve misjafnt mundi oft skipt þessa heims gæðum; sum- ir fá alltaf magafylli, aðrir ganga jafnan með svangan maga. Og víða var það, að fólk, sem varð að þiggja af öðrum, var vart talið manneskjur, — en fólkið á Svalbarðsströndinni hugsaði ekki þannig. Þar hafði hvert efnaheimili ákveðinn gjafadag, og var þá farið með mjólk og smjör og annað þess háttar heim til fátæklinganna. Ég man, að ég heyrði sérstak- lega talað um, hve vel væri far- ið með munaðarleysingja þarna fyrir norðan, — mun betur en fyrir sunnan.“ „Og þér hefur liðið vel í upp- vextinum?" „Já, mér leið vel, mig skorti ekkert, en þá voru kröfurnar til lífsins líka minni en nú. Æskan er nú miklu óvinnugefnari. Það er þjóðarböl, ef unga fólkinu lærist ekki að skilja göfgi vinn- unnar. Okkur krökkunum heima, en ég átti eina systur og bróður, var sett fyrir strax á haustin til að prjóna sölusokka og sjó- vettlinga. Var sokkbolurinn alin ofan að hæl, og átti að prjóna bolinn á dag. Fleiri hundruð pör voru prjónuð yfir veturinn og allt selt sem „innlegg“. Oft hljóp okkur kapp í kinn, krökk- unum, við vinnuna, svo að hún varð skemmtilegur leikur.“ „Hvað finnst þér um allar þessar breytingar, sem orðið hafa síðustu áratugina?“ „Margt hefur breytzt til batn- aðar frá því ég var ung, en ýms- ar fornar dyggðir líka farnar veraldarinnar veg — og margs að sakna. Ég sé til dæmis ákaf- lega mikið eftir baðstofulífinu; nú les aldrei einn hátt fyrir alla, engin samhrifning á vökunni, engin samvinna. Húkir nú hver í sínu horni með gleði sína eða sút. Á vökunni opnuðust okkur ævintýraheimar, krökkunum, en nú eru víst mörg þau ævintýr orðin að veruleika, og þá ekkert púður í þeim lengur. Heima var lesið á hverju einasta kvöldi all- an veturinn eða kveðnar rímur, og margan veturinn fékk ég að lesa, það get ég sagt þér. En aldrei þögnuðu rokkarnir, þótt lesið væri, og illa líkaði mér við rokkinn, sem hún mamma tvinnaði allt band á, hann hafði svo déskoti hátt og stórþreytti mig við lesturinn. Einu sinni var ég rétt að kalla nýbyrjuð að lesa, þegar guðað var á glugga. Þar voru komnir tveir næturgestir, og spurðu þeir, hvað krakkinn hefði verið að lesa, en ég var að lesa Mannamun. Og mátti ég nú gjöra svo vel og segja þeim efn- ið úr því, sem búið var af sög- unni og halda síðan áfram til söguloka — og mun þá langt hafa verið liðið nætur! Húslest- ur var einnig alltaf lesinn rétt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.