Heima er bezt - 01.04.1952, Side 16
112
Heima er bezt
Nr. 4
Hreindýr sem búfénaður
„Útigangssauðir“ dalabænda
Síðan leifar hinnar síðustu
hreindýrahjarðar landsins voru
alfriðaðar haustið 1939 og sett
eftirlit með hjörðinni árið eftir,
hefur þekking manna og áhugi
fyrir þessum glæsilegu öræfabú-
um vorum stóraukist. Eimir þó
enn allmjög eftir af fáfræði al-
mennings á þessum vettvangi, og
bera „fréttapistlar“ dagblað-
anna þess alltítt vott.
Um 12 ára skeið hefur nú
hjörðinni á Vestfjörðum hríð-
fjölgað, eins og við var búist, og
jafnvel enn meir, allt að 30%, og
er það talsvert meira heldur en
í Finnmörku, þar sem árleg
fjölgun hjarðar er talin allt að
25%, þegar bezt lætur. Stafar
þetta m. a. eflaust af því, að
þroski íslenzkra hreindýra er
fullum þriðjungi meiri en hjá
forfeðrum þeirra á Finnmörku í
Noregi. En þaðan eru öll vor
hreindýr komin.
Með aukinni þekkingu og
fréttum af hinni miklu fjölgun
hjarðar þessarar hefur allvíða
vaknað áhugi fyrir því, að æski-
legt væri að dreifa hjörðinni, og
hafa ýmsir mætir menn látið í
ljós þá ósk að nálgast dálitla
stofnhjörð í afréttarlönd sín!
Fjölddans vegna væri þetta
mjög auðvelt. En meðan dýrin
eru algerlega villt — þótt mesta
styggðin virðist nú mjög tekin
að réna — verður þetta ekki gert
af mannavöldum. Kunnáttu-
menn og hjarðmenn telja þó
vafalaust, að væru smalar látn-
ir fylgja öræfahjörðinni eftir,
t. d. um eins árs skeið, myndi
hún verða nægilega mannvön
og viðráðanleg eins og fjallafén-
aður og hreinahjarðir Lappa. —
Að því loknu yrði æskileg dreif-
ing hjarðarinnar auðveld.
Kálfataka hefur verið reynd
á nokkrum stöðum hérlendis, en
mistekist alls staðar, af eðlileg-
um ástæðum. Var ég eindregið
? iótfallinn henni frá upphafi og
varaði við henni. — Skal þó
ekki fjölyrt frekar um það hér
að þessu sinni.
Hagnýting hreindýrahjarðar.
Hjá Finnlöppum á Norður-
löndum og öðrum hirðingjum
eru hreindýrin þeirra ær og kýr
og hestar! Hérlendis yrðu þau
aðallega sláturfénaður. Simlu-
mjólk (hreinkúamjólk) er að
vísu afar fitumikil, frá 15—20%,
en þær mjólka lítið meira en
venjuleg ær, og ekki á við góð-
ar mj ólkurgeitur. Með þeirri
fjölgun hjarðar, sem hér hefur
reynzt undanfarin 10 ár, mætti
árlega slátra allt að V4 hjarðar-
innar án þess að skerða stofn-
inn. Beztur sláturfénaður er tal-
inn þrevetra uxar (vanaðir), en
auðvitað yrði einnig slátrað
yngri dýrum, m. a. haustkálfum.
Búast mætti við, að íslending-
ar, sem nú um langa hríð hafa
mestmegnis lifað á dilkakjöti og
gleymt því, að til voru áð-
ur „þverhandar þykkar sauða-
síður“, 6—8 vetra sauða, þyrftu
að venjast hreindýrakjöti um
hríð og læra heppilegustu með-
ferð þess og matreiðslu, áður en
það yrði mjög eftirsótt. En óef-
að ætti það að geta létt mjög
undir kjötneyzlu innanlands, svo
að útflutningur dilkakjöts gæti
aukist því meir. En einnig myndi
mega leita markaðs fyrir hrein-
dýrakjöt erlendis, t. d. í Bret-
landi.
Þá er hreinbjálfinn (hrein-
stakan) allverðmæt loðvara, sem
öefað má gera mjög verðmæta á
margvíslegan hátt: skinn, leður,
grávöru o. s. frv. Eru bjálfarnir
notaðir í fatnað, hvílupoka,
töskur og margvíslega skinna-
vöru. —- Hreinakjöt og fitan er
bragðgott og talið jafnast fylli-
lega á við nautakjöt. Lifrin er
Forustutarfurinn lengst til vinstri veðrar hœttu og hlustar, meðan hinir eru enn ugglausir.
Nr. 4
Heima er bezt
113
Stór og mjög ljúffeng, einna á-
þekkust kálfslifur, og sama er að
segja um hjörtu, nýru, tungu
o. fl. Horn, hár og sinar (seymi)
er einnig verzlunarvara. Haust-
kálfaskinn eru mjög eftirsótt,
enda eru þau bæði ljómandi
falleg grávara og sérstaklega vel
fallin til allskonar skinnavöru.
Enda eru þau miklu dýrari að
jafnaði heldur en hreinbjálfar
fullorðinna dýra.
Þetta eru þá helztu afurðir
þessarar öræfahjarðar, sem
venjulega þarf hvorki hús né
hey, og ætti því enginn annar
kjötfénaður að reynast jafn
„léttur á fóðrum“! Og ættu heil-
ar fjallasveitir „öræfahjörðina“
sameiginlega — og þannig þarf
það að vera, — yrði hjarð-
mannakostnaðurinn ekki til-
finnanlegur. — Myndi þurfa 3—
5 smala með 1500—2000 dýra
hjörð Og góða smalahunda. En /^ýr 0g kálfar. Kýr eru afar varar um.sig og fara dreift með kálfa sina, og þvi ólíkt erfiðara
Frh. á 1. dálki á bls. 115. að ná af þeim myndum heldur en af törfunum, sem venjulega fara i hópum.
Á fjöllum friður, á fjöllum ró. Spakur liópur i góðum haga i Kringilsárrana.