Heima er bezt - 01.04.1952, Blaðsíða 11
Nr. 4
Heima ek bezt
107
nótt, spurði, hvort Steinmóður
hefði orðið hans var.
„Nei, ég hef ekki orðið hans
var,“ stamaði hjáleigubóndinn,
kiknaði í hnjáliðunum, laut
höfði, eins og umkomulaus
hríslukrækla í moldarrofi, —
uppblásturinn sviptir hana rót-
festu.
„Ég hef sterkan grun um, hvar
sauðurinn sé niðurkominn,"
sagði hreppstjórinn vægðarlaust,
„skil þó ekki hvernig sá grunur
má vera réttur, er kominn hing-
að — ekki sem refsivöndur,
heldur til að kynnast ástæðum
þínum, þóttist sjá það í gær, að
þú ættir í einhverjum kröggum.“
Steinmóður hló gremjulega.
„Ég ætlaði líka að tala við þig
eftir messuna. En þegar ég hafði
hlustað á stólræðuna, gat ég
ekki lokið erindinu. Þeim, sem
er útskúfað af guði, þýðir víst
ekki að koma til mannanna,
mektarmannanna, með harm-
kvæli sín og bónbjargarkvabb.“
Hann titraði af geðshræringu,
kreppti hnefana, rakti rauna-
sögu sína kæruleysislega. And-
lit hans varð svipbrigðalaust.
Þar var ekkert að sjá, nema
þrjózku og kaldhæðni. En undir
grímunni ólgaði hiti tilfinning-
anna.
„Ég átti ekki úr háum söðli
að detta, hef þó verið ráðvand-
ur að upplagi. Mörg kennisetn-
ingin var sem bögglað roð fyrir
brjósti mínu. En eftir myrkra-
verk næturinnar skil ég mæta
vel, hversvegna ég verð „elds-
matur andskotans“.
Hann hló krampakenndum
hlátri, hallaðist upp að heylön-
inni, laut höfði, þreyttur og úr-
ræðalaus, eins og örmagna ræð-
ari, sem hefur tapað áralaginu.
Hugur hreppstjórans reikaði
um þyrnivegi mannlífsins.
Bónbj argamaðurinn er eins og
ýlustrá, sem kúldrast milli þils
og veggjar, einangrað í kulda og
sólleysu. Það á ekkert nema
þrána að finna hlýjan andvara
himinsins. Sú þrá er flöktandi
ljósglæta í súgi örlaganna og
lognast út af, þegar frostið
þrengir sér gegn um moldar-
vegginn.
Brynjólfur hreppstjóri hugaði
að skýjafari. Sýnilega brestur á
glórulaust blotakafald um nátt-
málaskeið. Bezt að hafa sig til
bæjar. Hann spyrnti óþolinmóð-
ur í torfusnepil í tóftarbrotinu,
— harðfrosinn leðurskór kreppti
að fætinum . . . En var ekki lík-
ingin um ýlustráið of ömurleg?
„Ég vil rétta þér hönd, Stein-
móður. Vegna konunnar og
barnanna þiggurðu hjálpina, þó
að hún hafi orðið síðbúin . . .
Ég finn ykkur í fyrramálið . . .
Vertu sæll.“
Þeir tókust í hendur.
Handtak hreppstjórans var
hlýtt og þétt, — hlýjan hríslað-
ist gegnum magra og kalda hendi
hjáleigubóndans. Og sú hlýja
streymdi inn í blóðið og gegn um
hjartað. Hann meyrnaði, snéri
sér skyndilega undan og fór að
sinna heymeisunum.
Þegar hann kom heim, beið
konan í göngunum, köld, guggin
og tekin til augnanna, titrandi,
blárauðar hendur hennar ófust
um háls honum.
„Ég sá hreppstjórann í hey-
garðinum,“ stundi hún með
grátstaf í kverkunum.
Steinmóður klappaði henni á
grannar herðarnar, sagði hug-
hreystandi:
„Sá góði guð, sem börnin þín
treysta, á nokkur ítök í mönn-
unum. Það eru nýtar taugar í
þeim — þrátt fyrir allt.“
Og Steinmóður seildist upp á
vegglægjuna eftir fjalldrapa-
vendinum, sópaði snjóklepra og
heynálar af togleistunum. Svo
hurfu þau inn í baðstofukytr-
una.
Þar sátu börnin á gólfinu,
sönglandi, héldust í hendur og
spyrntu saman fótunum: — réru
á selabát.
Myndasaga
„Heima er bezt“ hefur nú
fengið birtingarrétt á einni vin-
sælustu myndasögu fyrir börn og
unglinga, er komið hefur út á
Norðurlöndum, en það er sagan
Óli segir sjálfur frá. Teikning-
arnar eru eftir Marcus Hentzel
og sagan er þýdd af frú Hlíf
Árnadóttur. Fyrir nokkrum ár-
um gaf bókaútgáfan Norðri út
fyrsta hluta sögu þessarar. Sá
Úr gömlum
blö ðum
Póstskipið Laura,
er kom 7. júní, fór aftur eftir
nokkra daga austur fyrir land
og norður. (Með skipinu komu
margir farþegar til landsins og
eru þeir talddir.) .......Enn-
fremur kom og auk annarra
snögga ferð íslenzkur maður,
Jónas Jóelsson frá Lundar-
brekku í Bárðardal, er verið hef-
ur 15 ár í Brazilíu, þar af 12 ár
við ölgerð. Hann hefur komizt
þar allvel af og sama segir hann
um þá íslendinga, er hann þekk-
ir þar til. Hann ætlar að finna
ættingja sína. — Þess skal og
getið hér, þessum manni til
maklegs heiðurs, að hann færði
náttúrugripasafni lærða skólans
að gjöf engisprettur og 8 smá-
slöngur úr Brazilíu, geymdar í
vínanda. Hins vegar er hrapar-
legt til þess að vita, að þing eða
stjórn gerir ekkert til þess að
þetta safn, þó lítið sé, fái hús-
rúm þar sem það gæti geymzt
vel og komið að tilætluðum not-
um. Nú lítur út fyrir, að það sem
til er hér af náttúrugripum, eða
hingað kann að koma og ekki
er þegar ónýtt eða getur ónýzt,
verði gagnslaust og ónýtt í kytru
þeirri, sem því er ætluð og fyr-
ir ræktarleysi, þar sem ekki einu
sinni er lagt fé til að skipta um
vínandann á dýrunum.
(Þjóðólfur 1887.)
þáttur, sem hefst í þessu blaði,
er algerlega sjálfstæð heild og
hefst á því, er Óli litli fer að leita
að[ hinum rétta föður sínum,
eftir að sá maður, sem hann
taldi vera föður sinn, hefur ját-
að fyrir honum á dauðastund-
inni, að lögfræðingur einn hefði
fengið sig til að leyna Óla hinu
rétta.
Það er von blaðsins, að frá-
sögn þessa hugrakka og góða
drengs megi verða lesendunum
til skemmtunar.