Heima er bezt - 01.04.1952, Qupperneq 5

Heima er bezt - 01.04.1952, Qupperneq 5
Nr. 4 Heima er bezt 101 — Metúsalem átti vanfæra konu (var nýlega giftur), en ekkert barn. Benedikt átti aðeins eina dóttur, sem þá var gift kona. Var hann kominn yfir sjötugt. „Hvað getur þú sagt mér um hátíðir og tyllidaga?“ „Stórhátíðirnar voru þær sömu og þær eru enn, en eitthvað mun tyllidagahaldið hafa breytzt. Karlinn sagði, er hann var að fræða strákinn, að hann gæti þekkt hátíðirnar á því, að þá var meira skammtað. Þegar stungið var út úr húsum á vorin, var ævinlega höfð einhver auka- glaðning. Og jafnan var mikið um dýrðir á sumardaginn fyrsta. Og töðugjöldin gleymd- ust aldrei. — Sumir héldu upp á þriðjudaginn fyrstan í jóla- föstu, og var það kallað að gefa kvöldskatt. Var sá háttur jafn- an á hafður heima. Og var auka- bitinn raunar ríflegur málsverð- ur. Aðrir héldu aftur á móti upp á sunnudaginn. — Fyrir jólin var alltaf annríki mikið, eink- um um staurvökuna, en svo var vikan fyrir Þorláksdag kölluð. Orðið staurvika kannast ég ekki við. Sagan segir, að hríslukvist- ir hafi þá verið hafðir til að sperra upp augnalokin á heima- fólki, svo að ekki væri hætt við, að það sofnaði. Var kvisturinn kallaður vökustaur. Kappið við ullarvinnuna var aldrei meira en fyrir jólin. Allir þurftu að fá einhverja nýja flík. Kertagerð- in tók líka mikinn tíma, en öll kerti voru steypt heima. Oft voru þau steypt í strokknum og þá kölluð strokkkerti. Var sjóð- andi vatni hellt í smjörstrokk- inn, en bræddum tólg því næst. Síðan var strengur settur yfir opið á strokknum, en rökunum (þ. e. kveikjunum) brugðið í lykkju utan um strenginn og endarnir látnir falla niður í blönduna. Síðan var rakið hafið upp og niður í strokknum, en eftir því sem innihaldið kæld- ist, settist æ meira utan á það, og var haldið svona áfram, unz nóg þótti komið. — í rakinu var haft ljósagarn.“ „Þá hefur fölkinu þótt vœnna um kertin en nú, enda óvant mikilli innibirtu. — Var ekki gler í gluggum heima hjá þér?“ „Jú, gler var í öllum gluggum heima, en á fátækari bæjum var notast við skæni, en það var úr kýrhildum. — Belginn höfðu margir fyrir „barómet". „Þekktust úr og klukkur í þinni sveit um 1870?“ „Já, ég man t. d. eftir, að Metúsalem, sem ég gat um áð- an, átti úr. Hann lánaði mér það stundum til að leika mér að. Hins vegar átti pabbi aldrei úr, en klukka var til heima, bðrn- hólmsk, „átta daga verk“, og var jafnan eftir henni farið, og hún höfð langt á undan kaupstaðar- klukku.“ „Fatnaður hefur verið heima- unninn?“ „Já. Sveinn gamli gekk t. d. jafnan í prjónuðum ytri- sem innribuxum. Ytri buxurnar voru venjulega sauðsvartar, nærbux- ur mórauðar eða ljósgráar. Er hann fór til kirkju, klæddist hann þó vaðmálsbuxum. Karl- menn notuðu jafnan prjóna- húfur; voru sumar vandaðar, tvíbandaðar, og þá ævinlega tvílitar. Lakari húfur svartar. Hattar voru stundum notaðir af höfðingjum (heldri bændum). Ekki man ég til, að pabbi hafi nokkurn tíma átt hatt. — Ef konur höfðu eitthvað á höfðinu, voru þær með peysufatahúfur eða skýlur. Dillum man ég eftir. — Til litunar var oft notast við heimafengin efni, eins og kúa- hland. Um 1870 var farið að kaupa hárauðan lit í kaupstað. Og þá man ég eftir grænsápu heima; notuð á þvott. Annars var hland (keyta) alltaf notað til þvotta á fátækari bæjum, bæði við ullarþvott og vaðmála, og svo til hárþvottar. — Sápu- spil voru notuð heima, það ég man.“ „Og rúmfatnaðurinn?“ „Heima voru fiðurdýnur, enda skaut pabbi mikið af fugli á vet- urna. í yfirsængum var oftast hafður æðardúnn, en þó var ekki svo alls staðar. Heydýnur munu hafa þekkzt og þungar fiður- sængur á fátækari heimilum." „Hvað getur þú svo sagt mér um mat og matargerð um 1870?“ „Maturinn var langmest al- gengur sveitamatur. Kaffi var ekki um hönd haft nema á há- tíðum og tyllidögum. Og sama má segja um annan munaðar- varning. Mjólkin var mikið not- uð, og mörg voru mjólkurtrog- in í búri á Þórisstöðum, þegar mest var mjólkur. Heima höfð- um við mysuost og mjólkurost. Fjallagrös voru þá og mikið not- uð til matar, en til grasa var far- ið upp í Vaðlaheiði. Svið voru að- allega borðuð á sunnudögum, meðan entust, og var þá stund- um farið að slá í þau. Glóðbak- að pottbrauð var þá algengt, en soðkökur sá ég ekki fyrr en ég kom hingað í Skagafjörðinn." „Hvaða alþýðumenn fengust við lœkningar í grennd við þig, er þú varst ung?“ „Ég man eftir hómópata, sem Árni hét. Hann átti heima í Svarfaðardalnum. Og svo var það séra Þorsteinn á Hálsi. Hann var mjög kunnur fyrir lækning- ar sínar. — Það var heimaráð til lækninga að nota grasasaft soð- ið saman við kandíssykur. Og græðismyrsl voru gerð úr smjöri og vallhumli. Þótti þetta gefast vel.“ „Var ekki mikið um veizluhöld áður, þegar fólk gifti sig?“ „Þá mátti enginn gifta sig nema veizla væri haldin. Venju- legastar voru vín- og matar- veizlur. Kaffi var þó stundum drukkið, áður en farið var í kirkju. Steik, vínsúpa eða sítrónugrautur. Nóg af púnsi. Rauðvín handa kvenfólki. Það kom fyrir, að danzað var í veizl- um. — Eftir að ég kom í Skaga- fjörðinn, um 1890, giftu §ig hjón, og varð að halda veizluna fyrir þau sökum fátæktar. — Og svo voru veizlur, er jarðað var, — erfisdrykkjur.“ „Líkklœði munu ekki hafa verið notuð í þínu ungdœmi?“ „Ég man ekki eftir þeim. Lík- in voru hins vegar klædd í nær- föt og sokka. Lak haft undir þeim og ofan á. Sveitadúkurinn var sérstakur, og haft mest við hann.“ „Hvað getur þú svo sagt mér um störfin utan húss í þá daga — og vinnulagið?“ „Það er svo langt mál, að ég legg ekki út í að ræða það, en vil aðeins geta þess, að vallar- áburður allur var framan af

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.