Heima er bezt - 01.04.1952, Side 26

Heima er bezt - 01.04.1952, Side 26
122 Heima er bezt Nr. 4 F A Hann var ljósgrár að lit, dá- lítið steingrár á fax og tagl. Mik- ill hestur á velli, þrekinn og brjóstasver, háreistur og bar sig glæsilega. Aðalgangur brokk og tölt. Ekki var hann jafnoki Barða um flýti, en þó miklu fremur spilandi. Fótaburður tíð- ur og tifandi, framfótaburður hár og fallegur. Hann var svo auðsveipur, að ég gat auðveldlega látið hann fara í hring á hröðu tölti, ef ég hallaði mér út í aðra hliðina án þess að rísa upp, og einnig hlaupa á víxl hálfhring til hægri eða vinstri, aðeins með því að halla mér til. Hann gekk aldrei fetið, þá er hann var teymdur. Faxi gekk undir móður sinni til tveggja vetra aldurs. Hún var af hestakyni frá Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Ekki var hún tam- in og átti ekki fleiri afkvæmi. Ég keypti hana, er ég flutti að Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi ár- ið 1930, ásamt folaldinu Faxa. Þessi hryssa var ljónstygg og virtist vera forsjá alls þess stóðs, er hún var með. Faxi var og skemmtilegur í háttum, frem- ur styggur og kúnstugur. Þegar ég kom heim á honum úr ferð, vildi ég gjarna sýna honum umbun og spretti af honum á hlaðinu og sleppti honum í tún- ið. Faxi var ekki á því að nota sér gæðin. Hann tók á sprett svo langt sem hann komst að girðingu. Það virtist og illt að láta girðingar hindra vilja hans. Þær héldu honum ekki og reik- aði hann þá í nánd eða brá sér sjálfur inn fyrir. Sömuleiðis sást yrði þarna árekstur, þar sem ekki var hægt að fara beggja megin út af veginum, heldur að- eins vestan við hina biluðu bif- reið. Jafnframt sá ég ekki betur en maður stæði þar, og gekk ég út frá því, að þetta væri einhver, sem kominn væri til að sækja vörubifreiðina biluðu. En um leið og ég beygði út af veginum fast við vörubifreiðina, hvarf bæði ljósið og maðurinn. Gekk X I hann athuga hliðlæsingar. Væri •bundið með spotta, þá leysti hann; væri krókur eða smeyg- ur, lyfti hann því upp. Faxi var ekki góður stökk- hestur, enda þjálfaði ég það ekki. Á langferðum kenndi ég honum valhopp. í því var hann svo flinkur, að ég gat látið hann valhoppa með gangandi manni og spjallað við hann. Aftur á móti var hann þolinn á tölti, hljóp léttilega langar bæjarleið- ir í einum spretti án þess að mæðast, en sveittur gat hann orðið. Mönnum fannst því lík- ast, sem bíll væri á ferð, er þeir sáu til ferða okkar Faxa, svona jafnt og þétt, en þó furðu hratt. Vegamótum 2. marz 1952. Kr. H. Breiðdal. ég síðan úr skugga um, að þarna var alls enginn á ferð og enginn maður sjáanlegur. Þess má geta, að móðir mín var með mér í bif- reiðinni og sá þetta jafnt og ég. —• Til er mesti fjöldi af álíka sögum, þar sem Villi gerði mönn- um ýmsar glettur á Hafnar- skörðum, og læt ég öðrum eftir að safna þeim og skrásetja. — Og lýkur hér með sögunni af Villa Hansarsyni. „Drottning borganna“ Frh. af bls. 111. nefndi. Hefur hann í ýmsu líkst brennandi gastegundum. Nafta var eitt aðalefnið. Sagt er, að eldur þessi hafi verið fljótandi. Gríski eldurinn hafði ákaflega mikla þýðingu í styrjöldum á sjó og landi. Framleiðsluaðferðinni var stranglega haldið leyndri. r leiðangri á móti Saracenum á Krít árið 960 gerði keisarinn út 2000 skip vopnuð eldvörpum. Fremsti hluti skipanna var eins og dýratrjóna ■— til dæmis ljónshöfuð — í gylltu bronsi, með opið gin og út úr gininu stóðu málmpípur, er gátu hreyfst í allar áttir, eins og slökkvitæki. Pípur þessar sendu hinn brenn- andi lög út. Sagt er, að vopn þetta hafi haft geysilegan eyði- leggingarkraft, auk þess sem sú leynd, er yfir því hvíldi, hafði óhugnanleg áhrif. Stór rússnesk- ur floti undir forustu Igors fursta gerði árás á Konstantínó- pel árið 940. „Gríski eldurinn“ var notaður til varnar, en svo var óttinn við vopn þetta mikill, að fjöldi Rússa hljóp fyrir borð og drukknuðu. Það liggur nærri að álykta, að „gríski eldurinn" hafi bjargað ríkinu, þegar kreppti að því. Eigi var eins létt að nota hann í orrustum á landi, en þó voru „handvörpur" (Cheirosiphones) notaðar. Vegna yfirburða sinni í dipló- matíi og tækni og miskunnar- lausum fjárbyrðum á skattþegn- ana — menn stundu undir bein- um og óbeinum skattabyrðum — tókst býzantínska keisaradæm- inu að varðveita yfirráð sín all- ar Miðaldirnar. Það leiddi aftur af sér, að býzantínsk mynt varð eini gjaldgengi gjaldmiðillinn í löndunum við austanvert Mið- jarðarhaf. Konstantínópel var í sambandi við Persíu og Indland. Borgin var lykillinn að Svarta- hafinu. Innan sjálfs keisara- dæmisins blómgaðist listahand- verkið, m. a. hafði silkifram- leiðsla Austurlanda mikinn markað í borginni. í ritkorni einu frá 10. öld er vel lýst þeim verzlunargreinum, sem mest bar

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.