Heima er bezt - 01.04.1952, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.04.1952, Blaðsíða 6
102 Heima er bezt Nr. 4 Sigurjón frá Þorgeirsstöðum: H U N G U R SMÁSAGA barinn með kvísl, en síðan með kláru á eftir. Ég var orðin dá- lítið stálpuð, þegar taðvélarnar komu. Það urðu mikil um- skipti.“ „Hvar bjóstu eftir að þú gift- ist?“ „Ég hef aldrei búið. Ég hef lengst af fengizt við kennslu. Mér er víst óhætt að segja, að ég hafi kennt börnum í hálfa öld. Og mér hefur yfirleitt vegn- •j*ð vel. Ég kenni börnum enn, «:íns og þú veizt, og er sjálfrar nnín og fer mínar eigin koppa- götur. Mér þykir gott, að ég skuli enn alveg geta unnið fyrir mér. En það er ekki gott að öegja, hvernig fer, ef aldurinn verður mikið hærri. Ég verð 88 ára 15. ágúst í sumar.“ ' Ég hef heimsótt Guðrúnu fjór- um sinnum vegna þessa viðtals, og í þrjú síðustu skiptin heima hjá henni á Sauðárkróki, og aldrei hef ég komið þar svo, að hún væri ekki að kenna. Er ég heimsótti hana í dag, voru fjög- ur börn hjá henni, en tvö voru að fara. Hún bað mig að koma aftur eftir nokkrar klukku- stundir, er kennslu væri lokið. Hún hefur á leigu lítið, en hlý- legt herbergi, og þar inni getur að líta gamla muni, vafalaust förunauta hennar í hartnær 90 ár. Hún er alltaf hress í anda og svo ern að sjá, að furðu sæt- ir. Hún giftist árið 1883 Bald- vini kennara Bergvinssyni, og áttu þau einn son, Agnar að nafni, og er hann látinn. Bald- vin var lengi kennari í Skaga- firði, og lézt hann þar fyrir all- löngu síðan. Sonarbörn þeirra hjóna urðu fjögur, og lifa þau öll, sum gift og eiga börn, svo að Guðrún er orðin langamma. Og mér kæmi ekki á óvart, þótt hún yrði langalangamma í lif- anda lífi. — Þó legg ég fyrir hana eilífðarspurninguna, þótt mér þyki það nokkuð snemmt: „Og hvernig leggjast svo vistaskiptin í þig, Guðrún?“ Hún bregður á glens og svarar mér hlæjandi: „Ég var vinnukona í fjögur ár á ævinni og vil ekki deyja upp á það að þurfa að vera vinnu- kona hinum megin!“ Kristmundur Bjarnason. I. Hafísþök þrengdu sér inn í hverja vík; umhverfis snæþakta ströndina voru sægrænar ísrast- ir með margbreytilegum nibbum og gnæfandi turnspírum. Haf- aldan andvarpaði í fjötrum. Norðannepjan var nístandi; út- mánaðarsólin svamlaði í mó- rauðu mistri um himinhvolfið, fjarlæg og hlutlaus í hamefldum átökum milli lífsins og dauðans á norðurslóðum. — Sunnudagsmorgunn. Sókn- arpresturinn var að enda við að semja ianga og mærðarfulla stólræðu. Hann renndi augun- um yfir verk sitt, laundrjúgur yfir andríki og snilliyrðum. í sömu svifum var hurðinni hrundið upp. Þrekvaxinn kven- maður, sem ekki stóð á horleggj- um, geystist gegnum gættina. Það var ráðskona geistlega mannsins. Hún skákaði poka- skaufa inn á skákina, sagði með ódulinni vanþóknun: „Hann Steinmóður í Hjáleig- unni gekk hér um. Hann bað mig að afhenda yður þetta.“ „Vísaðu honum hingað.“ „Hann er farinn. Hann vildi ekkert staldra við, skrapp heim til sín. Hann kemur aftur í dag, til kirkjunnar. Kvenskörungurinn rauk á dyr. Presturinn stóð einn eftir í freistingunni. Og holdið var veikt. Fyrir þremur dögum hafði hann sent einn af hjáleigu- bændunum til næsta verzlunar- staðar eftir ýmsum varníngi. Sendimaðurinn var heimfús. Þó að yfir bratta fjallvegi væri að sækja, skilaði hann drjúgum dagleiðum, enda var rifahjarn og hreinviðri. En selstöðukaup- maðurinn hafði engu að miðla, nema dreggjunum úr síðustu brennivínsámunni. Þeim var rennt í kútholu guðsmannsins og nægðu ekki til að fylla ílátið. Nú var legillinn kominn til föðurhúsanna, eigandinn tók honum tveim höndum, opnaði sponsgatið og mynntist við hann. Suðræn guðaveig yljaði fyrir bringspölunum; tilbreytingar- leysið og þrúgandi einangrunar- kenndin hopaði fyrir róman- tískum skynvillum. Presturinn teygaði ósleitilega, sökk niður í afgrunn sjálfsblekkinganna. Ráðskonan kallaði hann til hádegisverðar. Þá sagðist hann þegar vera mettur, kraftaverk gerist á öllum tímum, er þreng- ingarnar séu stærstar og myrkr- ið svartast, lof sé guði. Nokkru seinna var honum til- kynnt, að margt kirkjufólk væri komið. Hann lét það inn um annað eyrað og út um hitt, en sendi Steinmóði í Hjáleigunni strengileg boð að finna sig taf- arlaust. Ungur maður, tötralega klædd- ur, holdskarpur og pasturslítill, læddist inn í kompuna, heilsaði lágróma, var hikandi í fram- komu, hnuðlaði húfupottlokið milli handanna. „Hvar eru vörurnar, sem ég beiddi þig að færa mér úr höndl- uninni?“ spurði prestur með valdsmannlegum þjósti. Skýring hj áleigubóndans dæmdist léttvæg. Klerkur þus- aði um, að sviksemin væri orðin landlæg, aldarhátturinn að ganga ljúgandi og stelandi. „Þú hefur ekki nennt að bera annað en kútinn, Steinmóður; og svo hefur þú farið í hann. Það var borð á honum.“ Og sálusorgarinn hirti föður- lega þennan brotlega sendi- mann, rétti honum rausnarlega löðrunga. En syndarinn var þvermóðskur, tók ekki athuga- semdalaust á móti óverðskuld-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.