Heima er bezt - 01.04.1952, Side 10

Heima er bezt - 01.04.1952, Side 10
106 Heima er bezt Nr. 4 var á gægjum í frostrósunum. Hann hafði dreymt kynlega, sagði hann konu sinni draum- inn, þóttist útistaddur, hjá sauðahúsinu. Þaðan lá blóð- braut í hvítu nýsnævi. Hann rakti hana alla leið heim til Steinmóðs í Hjáleigunni. „Sennilega er eitthvað að hjá honum Steinmóði. Hann var líka undarlegur í gær, eirðarlaus og niðurdreginn. Ég hélt, að presturinn hefði komið honum úr jafnvægi, — verð að rann- saka, hvernig högum hans er háttað.“ — Þegar fólkið sat að morg- unverði, kom sauðamaðurinn í baðstofu. Hann var gustmikill, púaði í gríð og ergi, var hávær, kvað óvininn sjálfan ganga ljós- um logum og vinna spellvirki. Griðkonur stirðnuðu upp af skelfingu, myrkhræðslan sveikst inn í taugar þeirra um hádag- inn. Sauðahirðirinn tók til matar, fjargviðraðist um, að margt gæti nú gerst, var leyndardóms- fullur í svörum og látbragði, dró allt á langinn, æsti upp kitlandi forvitni. Loks leysti hann frá skjóðunni, sagði að Forustu- kolur hefði horfið úr húsinu um nóttina, sæist ekki eyvi eftir af honum. Það varð nokkur þögn. Fólk- ið var að átta sig, reyna a& ráða gátuna. Og eftir augnablik voru margar tungur komnar í gang. Baðstofan varð eins og kliðandi fuglabjarg. Sitt sýndist hverj- um, en hver þátttakandi á þessu málþingi var sannfærður um, að skýringar hans væru helzt í ætt við sannleikann. „Það er ekki að tvíla það, að einhver tveði hefur fórnað sauðarpeyj anum,“ sagði fjósa- maðurinn, ranghvolfdi augun- um, saug upp í slóna og smjatt- aði á yfirskegginu, sem var klístrað af skyrhræru. Og Þrúða gamla niðursetn- ingur tinaði ákaflega, iðaði í skinninu, skorpna andlitið ljóm- aði af áhuga, hún varð beinlín- is hraðmælsk, kunni á þessu öllu beztu skil. Líkir viðburðir höfðu áður skeð. í ungdæmi hennar hvarf hrútur undan baðstofu- lofti nótt eina á Þorranum. Þetta hafði gerst á næsta bæ við hana, sagan gekk ekki margra á milli, var dagsönn, sei, sei, já. Allir á heimilinu furðuðu sig á hrútshvarfinu, nema dótt- ir húsfreyju. Og næstu nótt dreymdi hana huldukonu, sem sagði: „Allir furða sig á hrúts- hvarfinu, nema þú. En mamma þín skal fá hann borgaðan.“ Svo leið og beið fram undir sumar- málin. Það rak þessi líka kynst- ur af góðfiski í landareign jarð- arinnar. Það voru laun huld- unnar. Þrúða gamla réri í rúminu, dró útskorinn hornspón úr pússi sínum og fór að fást við nóann sinn, geiflaði tannlausan munn- inn með drýgindalegum bros- viprum. „Ég er nú alveg grallaralaus; — það reynist sjálfsagt hoplaust að hafa upp á sauðargerpinu,“ tautaði fjósamaðurinn. Brynjólfur hreppstjóri stóð upp frá borðinu, um leið og hann hafði matast. „Þið talið ekkert um sauðar- hvarfið. Þið heyrið það — öll. Ég vil ekki að slúður eða getgátur berist af þessu heimili. Og ef ég heyri ávæning um þetta útífrá, þá verður skrafskjóðan að mæta afleiðingunum." Hann leit hvasst yfir hópinn; röddin var bjóðandi. Þrúða gamla þerraði sollin augun með. sængurhorninu, tautaði í barminn; „Blessaður húsbóndinn — blessaður húsbóndinn. Hann er ekki með neitt afmánar orða- plunk, knurr eða murr, grundar meira en hann lætur í veðri vaka. Og sauðinn fær hann, trúi ég, höfðinglega launaðan.Huldu- fólkið lætur ekki eiga soddan hjá sér, sei, sei, nei.“ V. Þæfingsfærð. Þurrasnjórinn, sem féll um nóttina, hafði bosað saman. Inni á hálendinu var hríðarveggur, rennikóf niður í dalbotnana, sveljandi. Brynjólfur hreppstjóri stað- næmdist, horfði hugsandi á þústina í slakkanum milli hól- anna, hjáleigukotið, sem var á kafi í fannbreðanum. Hálfvax- inn, mórauður hvolpur, snögg- hærður og pattaralegur, velti sér við fætur hans. Hann hét Napóleon, kominn af góðkunnu fjárhundakyni. Og Napóleon kafnaði ekki undir nafni, var enginn vitsmunalegur ættleri. Brynjólfur hreppstjóri fikaði sig niður brekkuna, gekk rösk- lega að heykleggja efst í tún- jaðrinum. Forskyggnið var fall- ið inn í tóftina. Steinmóður guktaði við að setja hey í meisa, reyndi að drepa tímann með meiningar- lausu dundi. Hann hafði lagt sig um hádegið. Þegar hann vakn- aði, var konan hans flóttaleg og kvíðandi. Það lá ný slóð til kindakofans. Hún hafði rann- sakað, að þaðan var engri ánni fargað. Hún vissi, að hann var ærulaus þjófur, sem beið hýð- ingar. Hreppstjórinn gerði hark úti fyrir og gekk í heykumblið, heilsaði. Steinmóður hrökk við og rétti seinlega úr bognu bak- inu. Napóleon flaðraði fleðulega í kring um hann, nasaði og gjó- aði glyrnunum, uppveðraður, skreið á maganum, velti sér um hrygg, ærslaðist og spriklaði. Þeir röbbuðu um stund um veðráttuna, fóðurbirgðir og fén- aðarhöld, vörpuðu fram spá- dómum, nær harðindunum mundi svía. Samtalið gekk skrykkjótt. Það var umbúðir um efni, sem hikað var við að kryfja til mergjar. En hvolpurinn var ekki að- gerðarlaus, hafði skriðið inn í geilina, sporaði þar og rótaði í heyrudda og torfuhnausum, gætti einskis fyrir vinnukergju. Steinmóður fölnaði, honum varð orðfall, áttaði sig þó fljót- lega, sparakaði óþyrmilega í ó- æðri endann á Napóleon. Hvolpurinn rak upp skerandi skræk, lagði skottið milli fót- anna, anaði ýlfrandi út úr tóft- inn, hrakhraufaðist í linnulaus- um spretti heim í moðbælið til móður sinnar. Steinmóður var fumandi, sleikti skrælþurrar varirnar með tungubroddinum, gerði van- máttugar tilraunir til að taka þráð umræðunnar. Á enni hans sat köld svitadögg. Svo varð löng þögn — dúr á undan sviptibyl. Brynjólfur rauf þögnina, sér hefði horfið sauður síðastliðna

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.