Heima er bezt - 01.04.1952, Side 18
114
Heima er bezt
Nr. 4
Ferð til Þórsmerkur
Eftir Jóh. Ásgeirss.
Ég hefi víst haft það á bak við
eyrað í mörg ár, eins og það er
kallað, að ferðast til Þórsmerkur
og síðast i fyrrasumar var ég
kominn það langt að panta sæti
þangað, en þegar til kom, þá
höfðu aðeins tveir menn pantað,
ég og annar til, svo þeir sáu sér
ekki fært að fara þá ferð*). Ég
varð því að gera mér þetta að
góðu og bíða í heilt ár. En laug-
ardaginn 28. júlí 1951 átti þessi
ósk mín að rætast. Kl. 1 y2 var
lagt af stað frá Ferðaskrifstof-
unni í tveimur bílum og farið
eins og leið liggur austur fyrir
fjall. Fyrst var stigið út úr bíl-
unum á Selfossi. Þar skóf mold-
rykið eins og mjöll á vetrardegi,
svo fáa fýsti að hafa þar langa
viðdvöl.
Þegar komið var austur á
Rangárvelli, fóru að heyrast
spurningar frá ferðafólkinu um
heiti jökla og fjalla, en fáir gátu
svarað eða leist úr þeim til hlít-
ar. Var þá farið að spyrja eftir
því hvar fararstjóri mundi vera.
Fengum við þau svör, að hann
sæti fram í bílnum hjá bílstjóra.
En bílum þessum var þannig
háttað, að skilrúm var á milli
farþegarúms og bílstjóraklefa,
sást því ekkert á milli nema lítið
eitt í gegn um smárúðu, er var
á þilinu. Mér duttu því í hug
spurningar mínar. þegar ég var
lítill drengur og spurði, hvort
ekki væri hægt að sjá guð al-
máttugan, en fékk það svar, að
okkur væri ekki leyft að sjá
hann, en ei að síður væri hann
okkur alstaðar nálægur.-------
Ég skimaði í allar áttir að
vanda, eins og fábjáni. Þarna var
Hekla gamla hulin mistri og
skýaslæðum, eins og hún væri
hálf feimin við okkur. En þeg-
ar á daginn leið, birti til og var
skyggni gott er við komum að
Hvolsvelli.
En ekki sá ég samt hylla undir
múgana hans Orms Stórólfsson-
*) Það er að segja Ferðaskrifstofan.
ar, heima á túninu á Stórólfs-
hvoli.------
Var nú haldið áfram inn
Fljótshlíðina og mörgum varð
víst litið til hlíðarinnar og
kannske sumum hafi dottið í
hug: „Fögur er hlíðin,“ minnsta
kosti þegar Hlíðarendi nálgaðist.
Mér varð oft litið til Eyjafjalla-
jökuls, aldrei hafði hann hreykt
sér svona áberandi. Hann hafði
svift af sér allri þoku ,eins og
hann væri að halda sér til. Það
glampaði á skallann í sólskin-
inu:
Eyjafjalla hilmir hár
hreyfir skalla hvítum,
segir Sóley.
Hafði hann máske grunað, að
við værum svo hrifin af hlíð-
inni, að fáir yrðu til þess að
bera dýrð hans vitni. —
Ég hrökk upp úr þessum hug-
leiðingum við það, að einhver
sagði: „Þarna var Þorsteinn".
— Fyrr var oft í koti kátt.------
Eftir nokkrar mínútur vorum
við komin að Múlakoti. Þar var
drukkið kaffi, teknar myndir og
garðurinn skoðaður. Hann hefur
ekki náð sér ennþá eftir kveðj-
urnar sem Hekla sendi honum
síðast. Þar næst var ekið suð-
austur aurana, því krók þurfti
að fara til þess að komast ofan
á Markarfljótsbrú. Fórum við
rétt hjá Stóra-Dimon, er hét áð-
ur Rauðaskriður, svo segir í
Njálu: „Þeir áttu skóg saman.
Njáll og Gunnar, í Rauðaskrið-
um“.
Við ókum um hlaðið í Stóru-
Mörk, þar sem Ketill bjó forðum.
Segir svo ekki af ferð okkar
fyrr en við komum til fyrir-
heitna landsins, Þórsmerkur.
Þar komum við í skógardal
fagran, sem Húnadalur nefnist.
Tjölduðum við þar félagar
fremst og efst í dalnum, ég og
ferðafélagi minn, Ólafur Stef-
ánsson, ættaður úr Hrútafirði.
Þar berjast hrútar svo hraust-
lega ,að líkist Heklugosi. —
Þegar við höfðum búið um
okkur í tjaldinu, tekið okkur
bita og drukkið gott kaffi, var
orðið áliðið kvölds, en ekki vor-
um við syfjaðir. Það var ómögu-
legt að fara að sofa í svona
góðu veðri og vera kominn í
þetta dásamlega umhverfi. Við
tókum okkur því göngutúr, og
eftir stutta stund komum við í
stórt rjóður umgirt vinalegum
skógarbeltum. Þar gaf að líta
gamlar húsatóftir, eftir bæ Sæ-
mundar, föður séra Tómasar
Sæmundssonar, að sögn. Einnig
var þar mikið af tjöldum og
fólki ,sem komið hafði um dag-
inn með öðrum bílum. —
Þetta var aðallega ungt fólk,
sem komið hafði þarna saman
til þess að skemmta sér. Heyrð-
ist þaðan harmonikuspil og
söngur. Ein stúlka söng þó þar
mest og bezt, eða svo heyrðist
mér*) „Sú rödd var svo fögur
svo hugljúf og hrein, sem hljóm-
aði til mín úr dálitlum runni“.
— Með þessa yndislegu rödd í
eyrum, yfirgáfum við félagar
þetta fagra rjóður og löbbuðum
í gegnum skógargöngin, sem
sýndust dimm og dularfull í
kvöldhúminu, upp dalinn að
nýja bústaðnum og sváfum vært,
þar til nýr dagur rann. —
Á sunnudaginn, daginn eftir,
fórum við inn í Hamraskóg, þar
mætti víða fela sig.
Fagrar grundir eru þar við
Markarfljót, með fallegum skóg-
arrunnum. Hvergi hef ég komið
þar sem umhverfið býr yfir slík-
*) En Ólafur var þögull, sennilega hef-