Heima er bezt - 01.04.1952, Side 29
Nr. 4
skógarhríslu skammt frá kofan-
um. Hún lét hann drjúpa í skeið,
sem hún hafði með sér og færði
síðan litlu stúlkunni. Hún varð
ofur fegin og saug dropann upp
með mestu áfergju. Svo bjó kerl-
ing um hana í lítilli fingurbjörg
og kom henni fyrir úti í glugga,
þar sem hún fékk nóg sólskin.
Þarna sat litla stúlkan allan
daginn og söng veikri en indælli
röddu. Svo, þegar kvöldaði, varð
kerling að fara aftur út að sækja
daggardropa handa henni, áður
en hún lagði hana til hvíldar í
skelina.
Svona leið nú langur tími.
Bæði karlinum og kerlingu hans
þótti undur vænt um litlu
meyna, og ekki gátu þau hugsað
til þess að vera án hennar. Alltaf
var hún jafn glöð og ánægð, all-
an daginn sat hún í fingurbjörg-
inni sinni innan um blómapott-
ana úti í gluggakistunni og söng,
og á hverju kvöldi og hverjum
morgni gaf kerling henni lítinn
daggardropa.
Svo var það einn dag, þegar
karl ætlaði að fara út á sjó til
að fiska, að litla stúlkan bað um
að fá að fara með honum. „Það
er svo dauflegt, að kúra alltaf
hérna í fingurbjörginni,“ sagði
hún. „Ég vildi, að pabbi lofaði
mér með sér út á sjóinn.“ Karl
og kerling voru nú alls ekki á-
nægð með það, hún var svo smá
og veikbyggð. Ekki þurfti mikið
að koma fyrir hana, til þess að
slys hlytist af. En hún hélt á-
fram að biðja, þangað til þetta
var látið eftir henni. Kerling bjó
nú vandlega um hana í litlu
vöggunni hennar og lét hana
síðan á eina þóftuna í bátnum.
Karlinn greip árarnar og reri af
stað. Litla stúlkan var alveg frá
sér numin af fögnuði. Hún réð
sér varla fyrir gleði yfir því að
fá að vera úti í sólskininu og
góða veðrinu. En þegar minnst
varði, reis gríðarstór alda rétt
við bátinn, galdranornin vonda
kom í ljós í öldunni, og áður en
karl hafði áttað sig, hafði norn-
in hrifsað með sér vögguna með
litlu stúlkunni í og var horfin
í djúpið. Karlinn varð mjög
hryggur og sneri þegar heim til
kerlu sinnar, en hún fór að
gráta, þegar hún heyrði þetta. í
marga daga syrgðu þau litlu
Heima er bezt
stúlkuna, sem þau höfðu misst.
Skelina geymdu þau vandlega í
litlum skáp, en höfðu enga á-
nægju af því að horfa á hana
lengur.
Kvöld eitt, þegar karlinn var
úti á sjó að draga upp netin sín,
var enginn fiskur í þeim, nema
einn steinbítur. „Svei, svei, bann-
settur óþverri er þetta,“ sagði
karl. „Það er ég viss um, að þetta
er ljótasta kvikindið, sem til er
í sjónum. „O — ekki segðir þú
þetta, ef þú vissir allt það, sem
ég veit,“ sagði steinbíturinn. „En
ef þú sleppir mér í sjóinn aftur,
skal ég gera þér dálítinn greiða."
Ekki hafði karlinn margt á móti
því. „Ef þú kemur með gullskel-
ina hingað út í kvöld, skál ég
færa þér litlu stúlkuna þína aft-
ur,“ sagði steinbíturinn. Karl
lofaði þessu, og sleppti síðan
steinbítnum í sjóinn aftur.
Þegar hann kom heim um
kvöldið, tók hann skelina upp.
Nú var hún ekki lengur fögur og
skínandi. Hún var orðin dökk og
ósjáleg. Hann fægði hana eins
vel og hann gat, og að lokum
fékk hún sinn fyrri ljóma. Þeg-
ar kvöldaði gekk hann með hana
niður að strönd og fleygði henni
út á sjó. Fyrst flaut hún nokkra
stund, en svo kom lítil alda og
færði hana með sér niður í
djúpið.
Nú liðu margir dagar án þess,
að karlinn yrði nokkurs var.
Hann var tekið að iðra þess að
hafa fleygt skelinni út á sjó. Á
hverjum degi lagði hann netið
sitt, en það var jafn tómt, þegar
hann dró það upp aftur.
Eitt kvöld var veðrið venju
fremur slæmt. Stormurinn geis-
aði, og hafið var úfið og grátt.
Myrkrið lukti um litla fiski-
mannskofann eins og þéttur,
kolsvartur veggur. En — allt í
einu lagði skæran glampa utan
af sjónum inn um litla gluggann
á kofa karls og kerlingar. Hann
varð allur uppljómaður, og þau
heyrðu rödd, sem sagði: „Fylgið
mér.“ Þau fóru út og fylgdu
bjartri ljósrönd, sem lá niður að
sjó. Þegar þangað kom, sáu þau,
að lýsti af sjónum og fjörunni á
dálitlum bletti. En undan bárun-
um kom ljóti steinbíturinn með
gullnu skelina í gininu og lagði
hana í fjöruna. Karl áttaði sig
/
125
ekki á þessu fyrst í stað, en
kerling hans var skjótari til
ráða. Hún greip veiðihníf bónda
síns og kastaði honum yfir stein-
bítinn, en hann breyttist á sama
augabragði í ungan og fríðan
svein. Síðan fór hún eins að við
skelina, en þá brá svo við, að
hún opnaðist, og litla stúlkan
kom út úr henni. Hún stækkaði
og stækkaði sem óðast og var
allt í einu orðin eins og venjuleg
fullorðin stúlka á vöxt. En miklu
var hún fegurri en nokkur
stúlka, sem þau höfðu áður aug-
um litið. Ungi sveinninn gaf
henni koss, og síðan leiddust þau
öll saman heim að gamla kof-
anum.
Síðan lifðu þau öll saman við
allsnægtir. Nú voru net gamla
fiskimannsins full af fiski á
hverjum degi. Túnbletturinn
umhverfis kofann hans var orð-
inn svo frjósamur, og húsdýrin
hans urðu alltaf fleiri og fleiri,
svo að hann varð að taka sig til
og byggja ný hús yfir þau.
En litla, gullna skelin, sem
hafði fært þeim alla þessa ham-
ingju, var varðveitt. Hún var
alltaf jafn fögur og skínandi.