Heima er bezt - 01.04.1952, Qupperneq 24

Heima er bezt - 01.04.1952, Qupperneq 24
120 Heima er bezt Nr. 4 móðurbræður hans, Guðmundur í Nýjabæ og Níels, er bjó víða, voru ágætlega hagorðir, og frændi hans, Björn Jónsson, var þeirra ekki síztur, en þeir voru systkinasynir. Eitt sinn orti Björn þessa meinlegu vísu: „Eru á flökti all-víða — aura- prýðast -safni: Veysill, Sigga vitlausa, Villi, Páll og nafni.“ JÞess verður að geta, vegna ó- kunnugra, að Veysill og Sigga töldust til umrenninga, en „Páll og nafni“ voru helztu höfðingj- ar héraðsins. Var sneið þessi að þeim rétt og þótti ónotaleg, og var það í meira lagi, þegar það er haft í huga, hversu lítilsmetn- ir umrenningar og förumenn voru á þeim árum. Á þessum árum höfðu yfir- völdin í hverri sveit vakandi auga með því, að enginn maður yrði þar „sveitlægur“, sem átti að lögum annars staðar sveit. Gekk þetta svo lai^gt, að jafn- vel hinir ólíklegustu menn voru hraktir burt úr dvalarsveit sinni, áður en þeir voru búnir að vera þar í 10 ár, ef þeir áttu sveitfesti annars staðar. — Maður skyldi nú ætla, að Villi hafi ekki verið líklegur til þess, að hann þyrfti á sveitarstyrk að halda í Öxar- firði. Hann var með hraustustu mönnum, alveg einhleypur, eft- irsóttur smiður og vel efnaður, eftir því sem þá gerðist. En hreppsyfirvöldin voru vel vak- andi. Þegar Villi kom til Sigurð- ar í Ærlækjarseli og bað hann í tíunda sinn að lofa sér að eiga þar heimilisfang, sem að undan- förnu, þá neitaði hann því á- kveðið og kvaðst ekki með nokkru móti geta orðið við bón hans, en tilgreindi ekki ástæðu. Sá fiskur lá hér undir steini, að hreppstjóri sveitarinnar hafði nokkru áður aðvarað Sigurð, svo að hér varð engu um þokað. Eft- ir þetta reyndi Villi víðar í sveit- inni, en fékk hvarvetna sama svar. Hreppstjóri hafði gætt vel skyldu sinnar. Þegar Villi sá, hvar hundurinn lá grafinn, lagði hann á hest sinn, dapur í huga og hugðist leita fyrir sér úti í Núpasveit eða norður á Mel- rakkasléttu. — Næsti bær aust- an við Ærlækjarsel heitir Hróa- staðir, og átti Villi þar leið um. Þar var að byrja búskap ungur bóndi, sem hét Jón Snorri Jóns- son, og var hann hálfbróðir sr. Þorleifs á Skinnastað. Unnusta hans, Sigríður Tómasdóttir, þá seytján ára, var fyrir hjá hon- um, en þau giftust nokkru síð- ar. Jón Snorri var greindur mað- ur og glöggskyggn. Hann sá, að Villi var óvenju daþur og spurði um ástæðuna. Sagði Villi þá allt hið sanna um mál þetta. Þá sagði Jón Snorri: „Þú skalt ekki setja þetta fyrir þig, Villi minn. Þér er velkomið að telja þér heimili hjá mér næsta ár, ef þú vilt.“ Varð Villi þá harla glaður við og þáði boðið með þökkukm. En hreppstjóra varð ónotalega við, er hann heyrði fregnina, því að honum hafði sízt komið til hug- ar, að fátækur einyrki, sem var aðeins að byrja búskap, yrði þannig til að raska hans ströng- ustu áætlun. Næsta vetur minntist Sigurð- ur á það við Villa, að hann skyldi flytja heimilisfangið aft- ur að Ærlækjarseli. Þessu boði tók Villi og átti þar heima eftir það, að undanskildu einu ári, sem hann var annars staðar. Tók hann svo mikla tryggð við heim- ilið og fjölskylduna þar, að hann arfleiddi sonarson Sigurðar að eignum sínum. Sumir álitu, að hann hefði gert þetta af grá- glettni og kaldhæðni. En því fer víðs fjarri. Hann var einstæðing- ur, en þetta heimili var sá griða- staður, sem honum þótti gott að eiga, þegar ellin nálgaðist. Göml- um mótgerðum var hann fljótur að gleyma. Hann var sáttfús, svo sem venja er um drengskap- armenn. Frá þessum árum er það helzt í frásögur færandi, að Villi seldi Evu sína kringum 1890, og sakn- aði hann hennar æ síðan. Með hverjum atburðum þetta hefur átt sér stað, er nú ekki lengur kunnugt, en víst er um það, að Villi taldi þetta mesta glappa- skotið, sem hann hefði gert á ævinni. Litlu síðar keypti hann sér reiðhest, er hann nefndi Svip. Var hann steingrár á lit, með dekkri dropum um allan bolinn. Var þetta nefndur mós- óttur litur í þá daga. Svipur hans var gjörólíkur Evu. Hann var ofsafjörhestur og brokkari mik- ill, langur og hlaupalegur. Eftir að hann var búinn að fá gott eldi hjá Villa, svo og hæfilega þjálfun, kom í ljós, að hann var hlaupahestur með fádæmum. Munu allir, er þekktu hestinn, hafa verið sammála um, að hér var einn mesti hlaupahestur, sem uppi hefur verið á íslandi. Meðal þeirra, er til hans þekktu, voru hestasölumenn úr Eyjafirði og Skagafirði og jafnvel víðar að, og kváðust þeir aldrei hafa heyrt getið um þvílíkan hlaupagamm. í þá daga voru í hverri sveit margir gæðingar og enn fleiri hlaupahestar, því að þjálfunin var mikil, þegar allt var ferð- azt á hestum. Var þá algengt, að hestar væru reyndir, bæði í kirkjuferðum um helgar, kaup- staðarferðum, svo og við hvert tækifæri, sem gafst. Oft og mörgum sinnum var Villi þá viðstaddur slíkar kappreiðar, og er skemmst af því að segja, að Svipur hans bar ávallt sigur af hólmi og sýndi svo mikla yfir- burði, að enginn annar hestur nálgaðist hann nokkru sinni, frá því fyrsta að hann kom fram á sjónarsviðið og til hins síðasta. Vorið 1901 var haldin héraðs- hátíð mikil í Öxarfirði og voru kappreiðar eitt aðal skemmtiat- riðið. Voru þar reyndir flestir eða allir mestu hlaupagammarnir í sýslunni, og þótti það tilkomu- mikil sjón. Þar var Svipur vitan- lega fljótastur. Hann bar' svo langt af öðrum hestum þar, að slíkan mismun hefur sá, er þetta ritar, aldrei séð á kappreiðum. Hann var aldrei minna en 20 til 30 metra á undan næsta hesti, og ef sprettfærið var langt (t. d. 350—400) m.), þá gat munað allt að 100 m. á honum og næsta hesti. Markúr voru þá óþekkt, svo að enginn veit, hvað hann var í raun og veru fljótur. En um það eru allir sammála, er til þekktu, að hann ætti fáa eða enga sína jafningja á íslandi, og hlaupaþol hans var meira en nokkurs annars hests, er ég hef haft spurnir af. Nú er þar til máls að taka, að á 10 ára afmæli Kaupfélags Norður-Þingeyinga var haldið hóf mikið á Kópaskeri vorið 1904. Þar var mikill mannfagn-

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.