Heima er bezt - 01.04.1952, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.04.1952, Blaðsíða 22
118 Heima er bezt Nr. 4 hún ein álitlegasta heimasætan í sveitinni. Þau gengu svo í heil- agt hjónaband vorið 1848, og hefur vafalaust verið haldin veg- leg brúðkaupsveizla, að þeirrar tíðar hætti. Svaramenn voru þeir Guðmundur bóndi Sveins- son, faðir brúðarinnar, og Sig- fús Skúlesen, sýslumaður. Hans Níels sagði þá upp stöðu sinni við verzlunina, og fór að búa á móti tengdaföður sínum á nokkr- um hluta af Hallbjarnarstöðum. Það er svo skemmst af þessu að segj a, að þarna bj uggu þau í tólf ár, hlóðu niður börnum og áttu því við mikla fátækt að stríða. Þau hjónin voru bæði harðdug- leg og jörðin góð, svo að nokkur likindi eru til þess, að drykkju- skapur hans hafi að nokkru or- sakað basl þeirra og fátækt, því að vínhneigð virðist stundum ganga í ættir. Þegar hann fluttist frá Hall- bjarnarstöðum hefur hann ef til vill gert það til þess að fjarlægj- ast sem mest vínbúðirnar á Húsavík. Á annan hátt verður það tæplega skýrt, hvernig á því stóð, að vorið 1860 tóku þau sig upp og fluttust á afskekkt kot í Kelduhverfi, er nefnist Bangar- staðir (sennilega kennt við „böng“, sem er sama og kirkju- klukka, sbr. „líkaböng"). Stend- ur kot þetta á austanverðu Tjör- nesi, langt frá öðrum bæjum og hefur alltaf þótt rýrðarkot. Hef- ur sannarlega ekki verið álitlegt fyrir blásnauð hjónin að setjast þarna að með sex ungbörn. En sjálfsagt hafa þau ekki átt um marga kosti að velja, eins og högum þeirra var nú komið. Af búskap þeirra á Bangar- stöðum fara vitanlega engar sögur, frekar en öðrum blá- snauðum barnafjölskyldum. Víst er, að þarna hefur verið háð hörð barátta fyrir tilverunni, sem endaði með því, að Hólmfríður andaðist í aprílmánuði 1870, eft- ir tíu ára látlaust stríð og basl. Elztu börnin voru þá farin að stálpast nokkuð, svo að Hans hélt áfram búskapnum í eitt ár eftir þetta, en gafst svo alveg upp vorið 1871. Börnin fóru þá í ýmsar áttir, flest út úr sveit- inni, en Hans hélt síðast á burt einn síns liðs og hefur ekki enn tekizt að finna, hvert hann fór eða hvar hann dvaldist eftir það. í prestþjónustubók Garðasóknar stendur, að hann hafi flutzt til Eyrarbakka, og hefur hann að sjálfsögðu ætlað þangað og hugsað sér að setjast að hjá mági sínum og systur, því að þar var mikla vinnu að hafa við verzlunina. En svo undarlega ber við, að nafn hans finnst þar hvergi, hvorki meðal innfluttra í sóknina, né í sálnaregistri á heimili Thorgrímsenshjónanna, þá eða næstu árin. Ef til vill hef- ur hann lifað stutt eftir þetta, því að munnmæli herma.að hann hafi verið niðurbrotinn maður, er hann fór frá Bangarstöðum, blásnauður, vonsvikinn og ein- mana, eftir harða og stranga baráttu. Af óþekktum ástæðum virðist hann ekki hafa borið gæfu til að komast alla leið til Eyrarbakka og setjast að við auðinn og allsnægtirnar þar, því að ólíklegt er, að systir hans hefði ekki tekið sæmilega á móti hönum, ef hann hefði aðeins þangað komizt. Ekki er hér ástæða til að ræða um það, hvað varð um börnin. Þau fluttust í ýmsar áttir, sem fyrr segir. En eitt þeirra varð þó eftir. Það var sonur, sem hét Vilhelm Valdimar, fæddur að Hallbjarnarstöðum 7. febr. 1854 — og var ávallt nefndur Villi Hansarson. Hér verður nokkuð frá honum sagt. Þegar Villi dvaldist í föðurhús- um, bar það eitt sinn við, að hann kom óviljandi fullnærri eldi, svo að kviknaði í fötum hans. Þegar tekizt hafði að slökkva eldinn, var drengurinn svo brunninn, að enginn hugði honum líf. Læknir var þá kominn til Húsavíkur, og var hans vitjað. Tókst honum giftusamlega að bjarga lífi drengsins og græða sár hans. Hafði læknir orð á því, að dreng þessum væri ekki fisjað saman, því að slíka hörku og hreysti hafði hann ekki áður þekkt. Spáði hann því, að pilturinn mundi ekki verða kvillasamur um dagana, og reyndist það rétt, því að eftir þetta mun hann aldrei hafa kennt sér nokkurs meins um sína daga. Villi var aðeins 17 ára, er fað- ir hans hætti búskapnum, og fór hann þá sem vinnumaður að Lóni í Kelduhverfi, en það var talið ágætisheimili. Hann þótti þá þegar hinn mesti efnispiltur, hæglátur og prúður í framkomu, trúr og verklaginn, vel greindur og mjög lagtækur á tré. Hann var snemma frábitinn skepnu- hirðingu, nema hvað hann hafði mikið yndi af hestum, enda kom fljótt í ljós, að hann var efni í snjallan hesta- og tamninga- mann. Nú var skepnuhirðing aðalstarf vinnumanna á þeim árum, svo að það gat komið sér illa fyrir Villa að vilja vera laus við það. En hann var svo lán- samur að komast á stór og góð heimili, þar sem margt var fleira að sýsla en hirða skepnur. Hann var því mest látinn vera við smíðar og viðgerðir, sem til féll- ust á heimilinu, svo og kannske eitthvað við vefnað að vetrinum. Eftir að hann fór úr Lóni var hann mörg ár á stórbýlinu Vík- ingavatni, fyrst hjá Þórarnl Björnssyni, afa Þórarins Björns- sonar, skólameistara á Akureyri, og síðar hjá Grími Þórarinssyni, föður sr. Sveins Víkings, bisk- upsskrifara. Hann kom að Vík- ingavatni fyrst vorið 1872, en fór þaðan vorið 1882. Þó mun hann ekki hafa verið þar óslitið öll þessi tíu ár, því að öðru hverju hverfu hann þar af manntali, en kemur þó alltaf heim í Víkinga- vatn aftur. Hefur hann þá ef til vill stundað smíðar á Húsavík, en þó er ekkert um það kunnugt. Árið 1882 hefst nýtt tímabil í ævi Villa. Þá um vorið réðst hann til Þórarins Benjamínssonar í Efrihólum í Núpasveit, sem var góður bóndi og listasmiður. Mun það vafalaust hafi verið tilgang- urinn að fá fullkomna tilsögn í smíðum hjá Þórarni og verða fullgildur timburmaður. Villi var þá kominn í ofurlítil efni og átti t. d. reiðhross, sem ekki var þó algengt um vinnumenn á þeim árum, þar um slóðir. — Þetta var grá hryssa, sem hann nefndi Evu, og var hún hið mesta gæða- hross. Hún var að vísu ekki ýkja fjörhá, en lundin var góð, fjað- urmagnið mikið og gangurinn frábær. Ber öllum, sem til þekktu, saman um, að Eva hafi verið eitt hið bezta reiðhross, sem sögur fara af norður þar. í Efrihólum dvaldist Villi eitt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.