Heima er bezt - 01.04.1952, Side 13

Heima er bezt - 01.04.1952, Side 13
Nr. 4 Heima er bezt 109 Georg Pachymeres segir svo frá: „Flokksforingjarnir fengu sam- þykki keisarans við skilyrðin til málamiðlunarinnar. Skilmálarn- ir voru þeir, að hvor flokkur skyldi skrifa sínar ástæður fyrir ákærunni á hinn og taka fram, hvað hann æskti eftir að and- stæðingurinn gengi inn á, ef af sáttum ætti að verða. And- stöðuflokkurinn skyldi á sama hátt gera grein fyrir öllu því, er hann taldi sér til varnar gegn ákærunni. Síðan skyldu báðir flokkarnir kveikja bál og kasta ritum sínum á það. Kæmu rit annars flokksins ósködduð úr eldinum, bæri báðum aðiljum að skoða það sem guðs dóm. Aft- ur á móti, ef rit beggja brynnu til ösku, skyldu þeir leggja nið- ur allt missætti og vinna í sam- einingu. Keisarinn gaf ríkulegt eldsneyti til brennunnar, því að hann hefði gjarna tæmt ríkis- fjárhirzluna, ef það mætti verða til þess að sættir tækjust. Daginn, sem próf þetta átti að fara fram, hafði keisari valið. Það var páska- dagskvöld. Er flokkarnir höfðu komið sér fyrir kringum bálið, báðu þeir heitt og innilega til guðs um að dómurinn gengi í vil. í augsýn keisarans réttu þeir rit sín til guð- hræddra manna, sem báðir treystu. Vörpuðu þeir svo deiluritunum á bálið. Eldurinn eyddi þeim, eins og þau hefðu verið heytugga, og eftir stutta stund sást ekki annað eftir af þeim en dálítil aska. — Það varð til þess, að flokkarnir jöfnuðu með sér deiluna. En eftir skamman tíma fundu þeir út, að trúin gæti ekki breytzt af slíkri tilviljun, heldur yrði löng og ströng um- hugsun að valda því. Blossaði fjandskapurinn þá upp að nýju.“ Auðvitað voru orsak- irnar til deilna oft af öðrum toga spunnar, og ekki eíns háfleygar og meiningamunurinn um eðli Krists, svo að nefnt sé dæmi. Kenning Bogumilanna gekk út á, að öll vinna vœri synd. Höfuðskilyrði þeirra til sálu- hjálpar var bæn og meinlæta- lifnaður. Nafnið Bogumil er dregið af búlgarska orðinu bog — guð, og milni = vertu miskunnsamur. Sértrúarflokk- ur þessi iðkaði mjög bænahald og æfingar í meinlætalifn- aði. Þeir voru mjög ofsóttir og að lokum voru aðeins ör- fáir þeirra eftir á Balkan- skaga. Gengu þeir að lokum undir múhameðstrú, þó að varla væri hægt að segja, að það væri af sannfæringu. Um „hinn síð- asta í söfnuðinum" er sagt, að hann hafi gift konu sonar síns hertoga nokkrum, eitt sinn, er sonurinn var ekki heima. Kvaðst hann gera þetta til þess, að son- ur hans kæmist á rétta skoðun um meinlætalíf. Sonurinn mis- skildi föður sinn og snerizt til Markúsarkirkjan i Feneyjum. (Áhrif frá býsantinskum byggingarstil.) múhameðstrúar. Hann fór burt, en kom skömmu síðar aftur með tyrkneskum her og tók borgina, þar sem faðir hans átti heima. Faðirinn dó árið 1466 sem fangi sonar síns. Land hans varð tyrkneskt og þegnarnir múham- eðstrúar. Eitt alvarlegasta deiluefnið var myndadýrkunin. í upphafi hafði hin kristna kirkja verið á móti alls konar myndadýrkun, er hún áleit leifar fornrar heiðni. En hún gat ekki komið í veg fyrir, að hinir trúuðu varð- veittu sýnileg tákn um dýrling- ana (krossa og helga dóma) og síðar einnig myndir. Menn fóru smám saman að kveikja ijós fyr- ir framan myndirnar og brenndu reykelsi þeim til dýrðar, sam- tímis með að þeir krupu frammi fyrir þeim og báðu þær ásjár. Þegar svo var komið, að menn beindu bænum sínutn að sjálfri myndinni í stað þess, er hún táknaði, voru þeir komnir inn í hreina myndadýrkun, sem í öllum aðalatriðum var lítt frábrugðin guðs- dýrkun heiðingjanna. En myndadýrkunin var eins konar andmæli gegn hinum hárfínu, guð- fræðilegu túlkunum hinna lærðu. Almúgamaðurinn í Byzants elskaði dýrling- ana og til eru frásagnir um menn, sem sýndu þeim nærri því sonarleg- an kærleika, enda þótt þeir hikuðu ekki við að taka þátt í múgmorðum eða eiturmorðum á milli þess sem þeir tignuðu guð. Nicephoros frá Cone, frægur söguritari í Konstantínópel, ritar m. a. um Andronikus I. af ætt Komnenanna, að ein mitt meðan hryllilegar ofsóknir stóðu yfir, er hann hafði gefið skipun til, hefði hann fengið tækifæri til að sýna. uppáhaldsdýrlingi sín-. um, sankti Páli, óvenju-. legan sóma. Hann hafðt fundið gamla mynd af Páli postula, „málaða af gömlum meistara“, er

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.