Heima er bezt - 01.04.1952, Blaðsíða 12
108
Nr. 4
Heima er bezt
*
„DROTTNING BORGANNA“
Lífið í Miklagarði á keisaratímanum — Úr menningu miðaldaríkjanna
„Þá er þú biður um að fá pen-
ingum skipt hérna í Byzants,“
skrifar kirkjufaðir nokkur, sem
auðsjáanlega hefur ekki borið
mikla virðingu fyrir trúmála-
áhuga leikmanna, „kemstu á-
reiðanlega ekki hjá því, að verða
að hlusta á nákvæma útlistun á
mismuninum milli Guðs föður og
Guðs sonar. Langi þig til að vita
um verð á brauði, svarar bakar-
inn því einu, að faðirinn sé syn-
inum meiri, og er þú spyrð bað-
vörðinn, hvort baðið sé tilbúið,
færðu þær upplýsingar, að son-
urinn sé skapaður af föðurnum“.
Það er engan veginn nein til-
viljun, að kirkjufaðir þessi láti
bakarann og baðvörðinn tala í
niðurlægingartón um Soninn.
Sú villutrú, að Sonurinn væri
Föðurnum síðri, var fyrst boð-
uð í byrjun 6. aldar af Aríusi,
uppreisnargjörnum kanúka frá
Alexandríu í Egyptalandi. Aríus-
arkenningin, sem svo var nefnd
eftir upphafsmanninum, breidd-
ist út yfir Austurlönd, og enda
þótt kirkjan fordæmdi hana á
kirkj uþinginu í Nikœu árið 325,
hafði hún marga áhangendur í
Konstantínópel fram á árið 700.
Þá er tekizt hafði nokkurnveg-
inn að vinna bug á villutrú1)
Aríusar, kom ábóti í klaustri
einu í Konstantínópel fram með
þá kenningu, að mannlegt eðli
Krists hefði samlagast hinu
guðdómlega eðli hans, eins og
mjólkurdropi, er fellur í hafið.
Því gæti maður, áleit Eutyches
munkur, aðeins rætt um eitt
eðli Krists eftir fæðing hans hér
á jörðinni. Ennfremur fullyrti
hann, að líkami Krists hefði
ekki verið sama eðlis og líkami
Maríu guðsmóður. Áhangendur
hans nefndust Monophysiter
(monos = einn, physis = nátt-
úra, eðli). Fordæmdu þeir and-
stæðinga sína, hina rétttrúuðu
(orþodokse), er álitu Krist hafa
l) Villutrú frá sjónarmiði yfirbiskupa
;grísk-katólsku kirkjunnar.
tvö eðli: guðdómlegt og mann-
legt, og spöruðu ekki stóryrðin í
garð þeirra: „Betur að þeir, sem
skipta Kristi í tvær persónur,
væru höggnir í tvennt með
sverði, höggnir í smábita eða
brenndir lifandi á báli!“ Bar-
áttuaðferð þessa sértrúarflokks
og frómar óskir andstæðingun-
um til handa, er einkennandi
fyrir trúmálaástandið í „drottn-
ingu borganna“, og í því ríki,
sem stjórnað var þaðan.
Tilraunirnar til að bjarga
Monophysitum í faðm móður-
kirkj unnar aftur, framkölluðu
enn nýja villukenningu. Þessi
nýi sértrúarflokkur var að vísu
sammála kirkjunni í því, að
Kristur hefði tvö eðli, en þeir
fullyrtu aftur á móti, að hann
hefði aðeins einn vilja. Eftir því
fékk flokkur þessi heitið Mono-
teleter (monos = einn, telos =
tilgangur). — Enn aðrir héldu
fram að Kristur hefði sýnt sig
hér á jörðinni í gervilíkama. Þeir
nefndust doketer (dokein, sýn-
ast) — og orðið „doket“ var
lengi á eftir versta skammaryrði
sem þekktist.
Eins og menn höfðu staðið í
deilum um aðra persónu guð-
dómsins, urðu menn brátt ó-
sammála um heilagan anda.
Ýmsir vildu gera minna úr hon-
um. Þeir kváðust veigra sér við
að kalla heilagan anda „Herr-
ann“, þar sem hann hefði eng-
an titil í Nýjatestamentinu.
Flokkur þessi nefndist „Anda-
andstæðingarnir “.
Nú á dögum mun mörgum
veitast erfitt að skilja svo hár-
fínan meiningamun um svo ó-
hlutræn efni. En deilur þessar
stóðu öldum saman og urðu or-
sök til æsinga og stundum jafn-
vel styrjalda. En því má ekki
gleyma, að íbúar Byzants töldu
slíkar deilur eðlilegar. í því sam-
bandi er nóg að minna á Grikki,
sem voru kjarni borgarlýðsins.
Svipuðu máli gegnir um Gyð-
inga. Þar sem þeir búa út af
fyrir sig, kemur í ljós, að einhver
mestu áhugamál hinna trúuðu
meðal þeirra eru einmitt hárfín-
ar og smásmugulegar útlistan-
ir á hinum helgu ritum þeirra.
Trúmálaáhuginn í höfuðborg
austrómverska ríkisins nálgaðist
oft hreinasta trúaræði. Hálf-
trylltir munkar sáu um að lýð-
urinn hefði alltaf nóg að tala
og hugsa um. Auðvitað vissu þeir,
að fjöldinni skildi ekkert í deil-
um hinna lærðu um kennisetn-
ingarnar, að Maríudýrkuninni
undantekinni, sem hafði á sér
nautnakenndan blæ. Óspektir,
sem áttu rót sína að rekja til
deilna þessara, verkuðu eins og
áfengt vín á lýðinn. Auk þess
bauðst þá ágætt tækifæri til að
ræna og rupla. Við það bættust
kröfur um bætur og hefndir frá
þeim flokki, sem undir hafði
orðið. Þegar kirkjuhöfðinginn
Dioskuros var rekinn úr emb-
ætti, gat eftirmaður hans því
aðeins setið á stóli hans, að hann
hafði um sig sterkan, vopnaðan
lífvörð. Og er Marcianus keis-
ari andaðist, brauzt út múgupp-
reisn og var patríarkinn Dios-
kuros þá drepinn. Meðan á hin-
um miklu villutrúarofsóknum
stóð á 5.-7. öld, flýðu leifar
hinna ofsóttu safnaða — er oft-
ast var duglegt og athafnasamt
fólk — austur á bóginn, og
fengu betri lífskjör við hirðir
kalífanna en undir stjórn keis-
ara og kirkjuvalds. Styrjöld
Justiníans keisara við Samar-
ítasöfnuðina kostaði kringum
100,000 manns lífið og lagði eitt
af blómlegustu héruðum ríkisins
í eyði.
Atburður sá, er hér verður frá
sagt, er ágætt dæmi um kirkju-
deilurnar í austur-rómverska
ríkinu. Eftir að keisarinn hafði
gert allar hugsanlegar miðlun-
artilraunir í deilu milli tveggja
andstæðra flokka, datt foringj-
um þeirra snjallræði í hug. Ein-
ungis kraftaverk gæti gert út
um málið! Sagnf ræðingurinn