Heima er bezt - 01.04.1952, Side 21
Nr. 4
Heima er bezt
117
Benjamín Sigvaldason:
VILLI HANSARSON
Svipur hans og svipur
Níels hét maSur, er nefndi sig
Níelsen, eins og siður var, fyrr
á tímum, margra íslendinga, sem
töldu sig standa nokkuð ofan við
almúgann. Dr. Páll Eggert Óla-
son telur, að hann hafi verið
Jónsson, og má það rétt vera,
þótt ekki hafi tekizt að fá það
staðfest. — Níels er talinn vera
fæddur á Akureyri kringum
1795, og þar mun hann hafa
alizt upp. Ungur að aldri tók
hann að stunda verzlunarstörf,
fyrst á Akureyri og síðan á
Siglufirði. Telur Dr. P. E. P., að
hann hafi verið kaupmaður, en
hvergi hef ég rekizt á sannanir
fyrir því. Hins vegar er kunn-
ugt, að þegar hann var enn ekki
meira en hálfþrítugur, var hann
orðinn verzlunarstjóri (faktor)
á Siglufirði og hélt þeirri stöðu
um tía ára skeið. Verður ekki
hetur séð en hann hafi komizt
til mikillar virðingar og í góð
efni á þessum árum. Hann eign-
aðist ungur góða konu, er hét
Guðrún Jónsdóttir og var ávallt
nefnd Madama Níelsen, að
þeirrar tíðar hætti. Þau eignuð-
ust nokkur börn og mannvæn-
leg, komu þeim vel upp og hafa
sennilega látið þau njóta nokk-
urrar menntunar, en slíkt var
óþekkt þá, nema hjá efnuðu
fólki. Er jafnvel líklegt, að sum-
ar dætur þeirra hafi siglt til
Kaupmannahafnar til að „for-
framast", því það varð síðar
næstum þjóðfrægt, hvað þær
„giftust vel“, eins og það var
kallað. T. d. má benda á það, að
Lovísa dóttir þeirra giftist Þor-
láki Jónssyni frá Stóru-Tjörnum
í Ljósavatnsskarði, sem var um
skeið sýsluskrifari á Húsavík,
en kom síðar mjög við sögu
Vesturheimsferðanna, og er hans
víða getið i prentuðum heimild-
um. Tveir synir þeirra munu
hafa orðið prestar í Vesturheimi,
og er fjöldi af góðu fólki út af
þeim kominn.
Önnur dóttir þeirra hét Sól-
veig (f. 20. júlí 1819), og giftist
hún Guðmundi Thorgrímsen
faktor á Eyrarbakka, merkum
manni og mikilsmetnum, sem
stjórnaði þar stærstu verzlun á
íslandi í 40 ár (1847—1887). Sól-
veig þótti stórmerk kona, en hef-
ur sennilega verið nokkuð stór-
lát og drambsöm sem flestar aðr-
ar frúr í þá daga, er töldu sig
hátt settar í mannfélaginu. Sem
dæmi er það nefnt, að henni hafi
þótt skírnarnafn sitt of íslenzkt
og eigi nógu fínt, svo að hún'
nefndi sig ætíð Maddömu Sylvíu
Thorgrímsen. Og verður nú ekki
meira sagt frá dætrum þeirra
Níelsar og Guðrúnar. En þau
áttu nokkur fleiri börn og með-
al þeirra var sonur, sem hét Hans
Níels (f. 30. maí 1822), og kem-
ur hann meira við þessa sögu
síðar.
Svo er helzt að sjá, sem Níelsi
hafi verið vikið úr hinni góðu
stöðu á Siglufirði, því árið 1828
fluttist hann með fjölskyldu sína
til Eskifjarðar og gerðist þar að-
stoðarmaður við verzlun (assi-
stent), en það hefur hann varla
gert ótilneyddur. Fj ölskyldan
hélt sig ríkmannlega á Siglu-
firði og barst mikið á, og hefur
ef til vill ekki gætt þeirrar hag-
sýni og trúmennsku, sem kraf-
izt var á þeim árum. En á Eski-
firði var hann aðeins „assistent",
svo að hann hefur ekki haft þar
svo há laun, að hann hafi getað
haldið uppi jafn íburðarmiklu
heimili og áður. Sagt er líka, að
hann hafi farið „að drekka“ upp
úr þessu, enda hallaði nú óðum
undan fæti fyrir honum. — Á
Eskifirði var hann aðeins í fjög-
ur ár, því að vorið 1832 fluttist
fjölskyldan til Húsavíkur, en þá
er vegur hans lækkaður svo, að
hann er titlaður aðeins tómthús-
maður. Það er þó kunnugt, að
hann starfaði eitthvað við verzl-
un á Húsavík það sem hann átti
ólifað, en það voru 12 ár. Hann
andaðist á Húsavík árið 1844 og
var þá orðinn blásnauður. Ekki
er ólíklegt, að vínhneigð hafi hér
sköpum ráðið, því ekki var hon-
um aldurinn að meini, þar sem
hann var aðeins fimmtugur að
aldri.
Þegar Níels og kona hans
fluttust til Eskifjarðar, voru þau
með öll börn sín með sér, nema
Sólveigu (Sylvíu), sem þá var
farin burt. Hún mun hafa alizt
upp hjá góðu fólki, annaðhvort
sunnanlands eða í Kaupmanna-
höfn. Eftir að til Húsavíkur kom,
fóru börnin að tínast burtu
hvert af öðru, nema hvað sonur-
inn Hans Níels, var alltaf með
föður sínum. Hann vann við
verzlun á Húsavík og þótti hinn
mesti efnismaður, svo ekki var
annað líklegt en hann mundi
eiga álitlega framtíð fyrir hönd-
um. En það fór þó á aðra leið.
Um þessar mundir bjó að
Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi
mætur bóndi, sem hét Guð-
mundur Sveinsson, sonur Sveins,
er þar bjó lengi. En út af Sveini
á Hallbjarnarstöðum er kominn
mesti fjöldi af ágætu fólki,
margir snjallir hagyrðingar og
eitt þjóðskáld. Guðný, móðir
Kristjáns Fjallaskálds, var
nefnilega dóttir Sveins, en systir
Guðmundar. — Guðmundur
Sveinsson átti dóttur þá, er
Hólmfríður hét. Þá er Hans Ní-
els var á Húsavík, kynntist hann
Hólmfríði, og felldu þau hugi
saman. Jafnræði þótti með þeim
vera, því að hann var upprenn-
andi „assistent“ á Húsavík, en