Heima er bezt - 01.04.1952, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.04.1952, Blaðsíða 27
Nr. 4 Heima er bezt 123 á í borginni. „Við hlið þeirra fyr- irtækja, sem sjá um matvörur höfuðstaðarins (nýlenduvöru- verzlanir, slátrara, bakara o. s. frv.), við hlið byggingariðnaðar- fyrirtækja (smiða, steinhöggv- ara o. s. frv.), sem hafa auðvit-- að mikla þýðingu í slíkri borg, við hlið bankanna, sem hafa peningaverzlunina undir hönd- um, er önnur tegund verzlunar- ^yrirtækja, sem stóðu í miklum olóma, en það eru verksmiðjur þær, sem framleiða allskonar munaðar- og glysvarning, sem hafa gert Konstantínópel heims- fræga borg. Þar finnast dásam- legir hlutir úr gulli, skartgripir, alsettir glitrandi perlum, mynd- ir úr marmara, dýrlingamyndir stórar og smáar og allt, sem nöfnum tjáir að nefna af þessu tagi!“ Það verður skiljanlegt, að íbú- ar keisaraborgarinnar nutu lífs- ins, enda þótt alltaf mætti bú- ast við því, að fjandmenn rík- isins kæmu að borgarhliðunum og gerðu árásir. Bezt koma yfir- burðir býzantínsku menningar- innar í ljós, þegar litið er á Búl- gara, Rússa, Serba og Tartara, sem vor« nágrannaþjóðir keis- aradæmisins. Um menningar- stig þessara þjóða skrifar sagna- ritarinn Georg Pacnymeres svo- látandi: „Þeir elska styrjaldir. Þeir byggja ekki hús, heldur flytja stað úr stað. Þeir fara á veiðar, er þá vantar fæðu. Stundum opna þeir æð á hesti sínum og drekka volgt blóðið. Þurfi þeir kröftugri fæðu, fylla þeir kindaþarma af blóði og leggja þá á hestbakið undir söð- ulinn, þar sem það gerjast í hit- anum frá hestinum, o. s. frv.“ Býzants varð hinn mikli kenn- ari þessara frumstæðu þjóð- flokka. Og með vörum þaðan kynntust þjóðir Vestur-Evrópu list hennar og andlegu lífi. Jústinían keisari hafði látið rita öll lög ríkisins. Nokkur þeirra voru arfur frá Rómverj- um. Lögbók hans varð grund- völlur ritaðra lögbóka í Evrópu. Lögfræðideild háskólans í Bo- logne var álitin hin fullkomn- asta kennslustofnun í sinni grein um allar miðaldirnar. Pró- fessorarnir þar gerðu lítið ann- að en að túlka lögbók Jústiní- ans. Svo var hún víðtæk. Þýzk- ir og franskir lögfræðingar, sem fóru til Bologne til náms, urðu þar fyrir miklum áhrifum af löggjöf býzantínska ríkisins. Grundvöllur hennar var, að keisari ríkisins yar hafinn yfir lögin (solutes legibus), „hin lif- andi lög á jörðinni". Það er skiljanlegt, að Friðrik Barbar- ossa kunngjörði árið 1158, að lögfræðinemar frá Bologne væru velkomnir til sín. Einnig straumar trúarlegs efnis gengu frá Konstantínópel yfir löndin. Sértrúarflokkur Al- bigensanna á Frakklandi hall- aðist að sömu villukenningu og Paulicianarnir: Fordæmingu myndadýrkunar og kenningunni um, að Kristur hefði verið í gervilíkama hér á jörðinni. En áhrif Rómaborgar komu í veg fyrir, að hin gríska heimspeki yrði einráðandi. Og þar við bættist, að það er ekki í sam- ræmi við lyndiseinkunnir manna í Vestur-Evrópu að sökkva sér niður í hugleiðingar um hluti, sem ekki er hægt að þreifa á. Aftur á móti urðu aust- urlenzkar sagnir mjög vinsælar. Mikil áherzla var lögð á mælskulist. Hafði það í för með sér, að menn sýndu talsverðan áhuga fyrir klassískum fornald- arritum. Biskuparnir létu afrita og skreyta hin frægu rit forn- aldarhöfundanna, bæði lærðra sem leikra. Væru heiðnu ritin of óguðleg í augum þeirra, unnu þeir gegn áhrifum þeirra með því að láta rita skammaryrði á spássíur. Sem dæmi um það var Lúkíanos, 3. öld e. Kr., en hann hæddist að kristnu söfnuðunum. í býzantínskum afritum af bók hans standa iðulega athuga- semdir sem þessi: Heimski Luki- an, þú munt brenna að eilífu í eldi Helvítis!, og margar jafn frómar óskir. En þrátt fyrir allt slíkt standa Vesturlönd í þakk- arskuld við Býzants fyrir að hafa varðveitt margt, sem stuðlar að þekkingunni á upp- runa menningar vorrar. En varanlegustu áhrifin frá dögum gríska keisaraveldisins lýsa sér einkum á sviði mynd- listar og byggingalistar. Mark- úsarkirkjan í Feneyjum, dóm- kirkjan í Périqueux á Frakk- landi, grafkapella Karls mikla í Aachen, auk margra annarra, eru þekktustu byggingar Vestur- Evrópu í býzantínskum stíl. Meira að segja dómkirkjan í Þrándheimi er verk grískra munka, sem Haraldur harðráði hafði í þjónustu sinni, eftir að hann hafði verið í liði Væringja með menn sína í 8—10 ár og orð- ið fyrir áhrifum af grískri list og grískum hugsunarhætti. En slavnesku þjóðirnar eru þó í enn meiri þakkarskuld við keisaradæmið. Þær hafa þegið allt frá Býzants — frá stafróf- inu, en það voru tveir grískir munkar, Kyrillos og Methodios, sem sömdu það upp úr gríska stafrófinu — og til trúarbragð- anna. Söguritari Rússa, Nestor, skrifar eftirfarandi lýsingu á því, er Vladimir Rússazar lét skírast: Vladimir hafði ákveðið að velja þjóð sinni trúarbrögð. Bæði grískir og rómverskir katólíkar, Gyðingar og Múham- eðstrúarmenn reyndu að telja hann á að taka þeirra trú. En Vladimir lét einskonar skoðana- könnun fara fram um ágæti hinna mismunandi trúarbragða. Og Byzants varð ofan á. Rúss- nesku sendimennirnir komu heim frá Konstantínópel yfir sig hrifnir af fegurð hinnar grísku guðsþjónustu. „Við höfum kynnt okkur hvernig hún fer fram í Rómaborg,“ sögðu þeir, „og viðurkennum gjarna ágæti guðsdýrkunar þeirra. En það, sem okkur var sýnt í Konstan- tínópel, tekur öllu öðru fram.“ Vladimir valdi því grísku kirkj- una. Hann tók skírn árið 989 og lét skíra menn sína. Kallaði hann til sín fjölda grískra munka. Munkarnir frá Athos fluttu klausturreglur sínar til Kiev, borgarinnar með sínar fjögur hundruð kirkjur, og auk þess kynntu þeir bókmenntir sínar. Söguritararnir rússnesku lærðu af grískum stéttarbræðr- um sínum. Slavnesku þjóðirnar eiga býzantínskum söguriturum að þakka allt það, sem þær vita um fyrri sögu sína. Kristindóm- urinn flutti listirnar með sér til Rússlands. „í borgum með víggirðingum umhverfis, lét Vladimir byggja kirkjur með hvolfþökum úr gulli.“ Þegar

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.