Heima er bezt - 01.04.1952, Qupperneq 8
104
Heima er bezt
Nr. 4
anna, skildi konuna og börnin
eftir í kotinu, hraðaði för sinni,
lagði saman nætur og daga.
Hann kom heim með tvær
hendur tómar. Þá var kýrin
steindauð og stirðnuð í fjós-
básnum, ferlega uppblásin; —
blá og tútin, eins og ókind úr
mergjaðri draugasögu. Hann
taldi þó ekki frágangssök að
nýta ganglimina. En konan
kvað þau geta drepið börnin á
annan hátt en að narra ofan í
þau baneitrað pestarkjöt. Væn-
legra væri að leita á náðir ná-
ungans.
— Ójá, svona var þá komið.
Fyrir sex árum hafði hann
hafið búhokur í hjáleigukotinu.
Og unga stúlkan við hlið hans
var bjartsýn og heit í ást sinni,
lét sig engu skipta hrakspár
ættingja, sem töldu, að Stein-
móði væri í blóð borinn ræfils-
dómurinn. — Hrakspámenn
virðast oft gegnsýrðastir af
sönnum innblæstri.
í kotinu var lítið olnboga-
rými; töðufallið var rýrt, og
engjablettirnir ræpur í úthaga.
Og óheppnin elti hann þindar-
laust. Kindanna hans beið all-
staðar tortíming. Stundum
drakk tófan úr þeim blóðsop-
ann, á haustin drápust þær úr
bráðapest, á vorin úr orma-
veiki.
Og í dag hafði presturinn
þjófkennt hann.
Steinmóður arkaði heimleiðis,
leit inn í kindakofann. Þar var
sauðfjáreign hans, — þrjár ær.
Þær lágu í krónni, teygðu fram
fríð höfuðin og jórtruðu, frjáls-
legar, lagðprúðar, hreyfðu sig
ekki, þó að eigandinn gengi á
milli þeirra. Þar var vinur á
ferð. Hann hallaði sér á garða-
bandið, í svip hans var hyldjúp
örvænting. Og það er svo erfitt
að dæma vin til dauða.
Hann gekk í bæinn um dag-
setur.
Baðstofan var lítil og nötur-
leg, timburklæddir veggir, mold-
argólf. Þar inni var fátt um hús-
muni, stór kista — lokið kúpt —
spunarokkur, ullarkambar,
kembulár með höfðaletri. Við
hvorn vegg var rúmbálkur.
Grútarkola bar daufa birtu, súð
og sperrur voru svartar af raka
og íúa en flúraðar hvítum hrím-
hríslum. Og ljósgeislinn frá
fífukveiknum glitraði í þessari
náskrift vetrarins.
Konan dútlaði við prjóna-
skap. Það voru djúpir kulda-
bollar í höndum hennar, myrk-
ur í dökkum augunum.
Hjónin litu hvort á annað —
í skilningsríkri þögn. Orðum
fylgir stundum óbærilegur sárs-
auki. Steinmóður ræskti sig
vandræðalega, tyllti sér niður
úti í horni og fór að flétta
hnappheldu. Konan horfði að-
gerðarlaus í gaupnir og and-
varpaði.
Tvö börn, piltur og stúlka,
rísluðu að leggjum og kjúkum í
öðru rúmfletinu. Hann var
fjögra ára, hún ári yngri. Þau
voru vannærð, kolsvartir baug-
ar um stór, útstæð augun,
hreyfingar fálmkenndar. Þau
léku sér hljóð og kyrrlát, gauf-
andi hjárænuleg, eins og gam-
almenni sem rorra í slævandi
tilgangsleysi og bíða umskipt-
anna.
Móðirin gekk til þeirra, strauk
um innfallna kinn drengsins.
Stúlkan saug vísifingurinn,
horfði á hana grafalvarleg og
rannsakandi.
„Farið þið nú að sofa, píslirn-
ar mínar,“ sagði konan. Orðin
komu í gusum, eins og henni
lægi við köfnun.
Börnin spenntu greipar á
brjóstunum, mæltu fram kvöld-
bænirnar. Móðirin laut höfði,
hnípin; faðirinn hætti að flétta.
starði brúnaþungur út í skjáinn.
Drengurinn þuldi hreimþýðum
rómi, litla stúlkan tók undir
með skrykkjóttum áherzlum, —
— vængjuð orð ómuðu í bað-
stofukrubbunni, gerðu gælur
við fornfálegt rjáfrið og harð-
troðið moldargólfið:
„Lífsins hertoginn líf og önd,
legg ég í geymslu þína;
mér þín almættis hlífi hönd,
hún verndi mig og mína; *
svefndúrinn gef þú sætan mér
svo skal ég vegsemd færa þér
sól dags nær lít ég skína.“
Síðan fóru börnin með „Faðir
vor“, tveir kornungir smælingj-
ar. Þau voru ekki vöknuð til vit-
undar um brigð og duttlunga
tilverunnar. Hjal þeirra minnti
á mildan blæinn, sem einn sól-
ríkan vordaginn kemur með
regnþrungin ský, svífandi sunn-
an úr höfum. Þá er leysingin í
nánd. En þegar börnin báðu um
að gefa sér daglegt brauð, tók
litla stúlkan allt í einu andköf,
lauk bænalestrinum, varpaði af
sér gærufeldinum, settist upp.
„Mamma, guð hefur gleymt
að koma með matinn í ddag —
— sendir guð okkur mat á morg-
un, mamma?“
„Við verðum að vona það,
væna mín,“ sagði móðirin. Rödd
hennar var hljómlítil, nærri
brostin. Hún hlúði að börnun-
um, breiddi vandlega yfir þau
gæruskinnin, hraðaði sér svo út
úr baðstofunni.
Eftir nokkra stund voru börn-
in sofnuð. Þau lágu í faðmlög-
um, gnístu tönnum og sífruðu.
En í eldhúsinu, við sótuga
hlóðarsteinana, sat ung kona.
Fram í koldimm og þröng göng-
in bárust sár ekkasog.
III.
Steinmóður dró klinkuna frá
bæjardyrunum, smeygði sér
laumulega út fyrir hurðina,
þrýsti henni hljóðlega í falsinn.
Hann nam staðar á varinhell-
unni, hryllti sig, dró prjóna-
hettuna niður á eyrun og gáði
til veðurs.
Tunglið var fullt, rambaði
hátt á himni, innikróað í risa-
stórum rosabaug. Norðurljósin
bylgjuðust, sviflétt og litfögur.
Frá norðri færðist þykk hríðar-
kápa um loftið. Það var blæja-
logn, hljóðbær kyrrð.
Steinmóður ranglaði inn í
smákofa að húsabaki, tók þaðan
bandlykkju, flangraði svo fram
á túnbalann. Þar tvísteig hann,
réri fram á fótinn, var með vom-
ur, hvort hann ætti að snúa við
eða halda áfram. Hann háði
stríð við sjálfan sig og var
þungbúinn.
Nokkru seinna stóð hann við
stórt sauðahús. Hurðin var í
hálfa gátt; stækan yl lagði inn-
an úr húsinu.
Steinmóður smokraði klúrun-
um úr kengjunum, opnaði hurð-
ina. Hann þreifaði fyrir sér,
paufaðist inn í króná og greip
fyrstu kindina, sem varð fyrir
honum. Það var stórhyrndur
sauður, föngulegur. Fórnardýrið
tók snarpt viðbragð, er það varð