Heima er bezt - 01.12.1953, Side 2
354
Heima er bezt
Nr. 12
er fyrir löngu landskunnur.
Hann hefur verið umsvifa-
mikill stórbóndi og hrepp-
stjóri sveitar sinnar um langt
skeið, og áhugasamur um öll
þau mál, er til framfara
horfðu fyrir land og þjóð.
Eignarjörð sína gaf hann til
skólastofnunarinnar á Laug-
arvatni, þegar sá skóli var
stofnaður, og hefur jafnan
látið sér annt um skólann. En
Böðvar hefur lagt á fleira
gjörva hönd en búskapinn.
Þrátt fyrrir annir og erfiði
hefur hann oft gripið til penn-
ans í frístundum sínum, eins
og lesendum þessa blaðs er
kunnugt, því að þar hafa birzt
margir ágætir þættir um
menn og málefni eftir hann.
Eldra fólkið kannast einnig
við ágætar dýrasögur eftir
Böðvar, sem birtust í Dýra-
vininum og Dýraverndaran-
um á sínum tíma.
Nú hefur Böðvar færzt
meira í fang með því að skrá
ævisögu sína. Það er stór bók,
á fimmta hundrað blaðsíður í
vandaðri útgáfu. Óhætt er að
fullyrða, að hún verður talin
í fremstu röð íslenzkra sjálfs-
ævisagna, en þær eru margar
ágætar. Jafnframt því, að
bókin fjallar um ævi höfund-
arins sjálfs, verður hún um
leið saga einhvers hraðstíg-
asta framfaratímabils í sögu
þjóðarinnar. Fjöldi fólks kem-
ur við sögu, og þar er lýst at-
vinnuháttum til sjávar og
sveita. Engum, sem þekkir
höfundinn, blandast hugur
um, að hér sé haldið á penn-
anum af fyllstu sanngirni, og
dómar um menn og málefni eru mótaðir af þeirri
hógværð og sanngirni, sem einkennir allt, sem
Böðvar skrifar. Hann hefur á langri ævi ætíð verið
fulltrúi þeirrar stefnu, sem þjóðinni hefur jafnan
verið heillaríkust, að vinna að framgangi allra
hinna beztu málefna, án tillits til annars en mál-
efnisins.
Margir hafa beðið útkomu þessarar ævisögu með
eftirvæntingu. Lesendur munu heldur ekki verða
fyrir vonbrigðum. Bókin er fróðleg og skemmtileg
og verður án efa aufúsugestur hjá öllum, sem unna
innlendum fróðleik og trúa á landið og þjóðina.
Böðvar á Laugarvatni á þakkir skilið fyrir að hafa
ráðizt í þetta verk.
HEIMA ER BEZT • Heimilisblað með myndum • Kemur út mánaðarlega • Askriftagj. kr. ti7.00 • Bókaútgáfan Norðri •
Ábyrgðarm.: Albcrt J. Finnbogason • Ritstjóri: Jón Björnsson • Heimilisfang blaðsins: Pósthólf 101 Rvík • Prentsm. Edda h.f.