Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 13
Nr. 12 365 voru þessi ísaský, hvað var öll þessi dýrð? Þarna uppi í austr- inu átti guð áreiðanlega heima. Ofan af Engidalsbrúnum breiddi hann þetta jólaskraut, þetta himneska brekán, í kuldanum, yfir tætlur, tún, slægjur og haga gamla mannsins, yfir dauðann og lífið. Og í huganum við ljós ímyndunaraflsins og eftirvænt- ingarinnar, sá ég lífið koma hvanngrænt undan ábreiðunni, þegar jólin væru liðin, veturinn farinn og sumarið komið, grænt, blómskreytt og berjum hlaðið eins og það var í sumar leið, þeg- ar ég var að sækja hrossin þang- að austur yfir fljót. Þetta hlýjaði mér, fyllti hugann ljóma og'lof- söng, unaði og tilbeiðslu, þar sem ég stóð og studdist við bæjar- dyrakampinn á Ljótarstöðum, í hálfgerðri leiðslu, í margra stiga frosti, lengi kvölds, á jólunum, þegar ég var á tíunda ári. Þetta er allt löngu liðið. Ég lifði þá á góðum mönnum, sveit- arlimur, í forna Leiðvallahreppi, eins konar heimsborgari í Meðal- landi, Álftaveri og Skaftártungu, metinn þar á álnir og figka, til torlegðar niður á við, en galt þess ekki í neinu og allra sízt um jólin. Ég man eftir því þegar helstu menn þessarra sveita voru að skipta „þeim forna“ í þrjá nýja hreppa. Þeir ætluðu að verða í hálfgerðum vandræð- um, óvíst hvernig þeir hefðu far- ið eða komist út úr því, ef séra Brandur hefði ekki komið þar til hjálpar, en hann kunni allt. Hann kunni félagsreikning og með einni reglu þar leysti hann Gordíonshnútinn ,skipti hrepp- unum. Þetta heyrði ég sagt og tel víst að það hafi verið satt. Þegar ég var 12 ára fór ég af Leiðvallahreppi og frá Ljótar- stöðum. Síðan um aldamót hefi ég alið manninn í Mýrdalnum. Árið 1907 var fyrst stofnað ung- mennafélag hér. Það ár og næstu árin urðu hér allir ungir talandi á fundum, syngjandi á samkom- um, karlar og konur, og þess á milli á skautum og skíðum og al- veg sérstaklega bar mikið á þeirri dansferð um jólin 1908, fóru menn þá á skautum og skíð- um um alla sveit, í stórhópum. Framh. á bls. 387. Heima er bezt Sigurður JúL Jóhannesson: Þættir úr starfssögu læknis i. Fyrsti sjúklingurinn. Þegar ég hafði lokið læknis- prófi, leigði ég litla starfsstofu, lét mála nafnið mitt á gluggann og beið þess að sjúklingarnir streymdu inn. Þetta var í Chi- cago, og þar var nóg af fólki. Ég byrjaði þarna á mánudags- morgun og beið dag eftir dag, — en enginn kom. En á sunnudagsmorguninn bráðsnemma vaknaði ég við, að lamið var á hurðina á svefnher- berginu okkar. Ég flýtti mér á fætur og lauk upp. Við dyrnar stóð lítil stúlka, á að gizka 10— 12 ára. Hún var grátandi og bað mig að koma fljótt og hjálpa pabba sínum. Ég klæddi mig í snatri og fór með litlu stúlkunni. Þegar við vorum komin spöl- korn áleiðis, spurði ég hana, hvort pabbi hennar hefði verið lengi veikur. „Nei,“ svaraði hún. „Mamma og pabbi voru að rífast og mamma tók kaffikönnuna, sem var á stónni full af sjóðandi heitu kaffi og hellti því yfir hann pabba, þar sem hann lá í rúminu. — — En mr. doktor, þú mátt ekki segja, að ég sagði þetta, því að þá verð ég barin.“ Ég tók hönd litlu stúlkunnar og þrýsti hana, svo að hún hlaut að skilja, að ég mundi ekki koma henni í nokkra klípu. „Rífast þau, mamma þín og pabbi?“ spurði ég. „Já, ósköp oft,“ sváraði hún og fór aftur að gráta. Svo gengum við steinþegjandi stundarkorn, þangað til hún sagði: „Þetta er húsið okkar,“ og benti mér á gamlan húsræfil. Svo leiddi hún mig upp tvo stiga og upp á hanabjálkaloft. Þar sátu maður og kona, og var eins langt á milli þeirra og kostur var: konan á stólræfli langt úti í horni, en maðurinn á rúm- stokknum, og engdist hann all- ur sundur og saman af kvölum. Bringan var öll skaðbrennd nið- ur á hol og kaffikorgurinn graf- inn inn í holdið. Ég sendi tafarlaust eftir sjúkravagni og fór með manninn á spítala. Þetta var auðsjáanlega bláfá- tækt fólk, sem ekkert gat borg- að. — Maðurinn var fyrsti sjúkl- ingurinn minn. II. Hrossalœkning. Ég hélzt við á sama stað í Chicago í 3—4 mánuði, en fékk sama sem ekkert að gera. Ég flutti því norður til Canada og settist að í hinum svonefndu Vatnabyggðum. Þangað flykkt- ist um það leyti íslenzkt fólk úr öllum áttum, og þar var nóg að gera. Þeir, sem lækningar stunda í nýbyggðum héruðum, eru oft kallaðir til að gera fleira en að sinna veiku fólki. Hér er eitt dæmi þess: Þegar ég var nýkominn í Vatnabyggðirnar, var ég sóttur til þess að sjá gamlan mann, sem lengi hafði verið veikur. Þegar ég hafði skoðað hann og gefið þau ráð, sem ég vissi bezt, sagði húsbóndinn, sem var son- ur gamla mannsins: „Þú ert nú ekki laus allra mála ennþá. Ég hef annan sjúkling, sem ég þarf að biðja þig að skoða.“ Því næst fór hann með mig út í hesthús, benti mér á tryppi, sem lá þar í einum básnum grafkyrrt og stundi þungan. „Þetta er nú hinn sjúklingur- inn,“ sagði bóndi. „Ég get ekkert átt við skepn- ur,“ sagði ég, „hef aldrei lært neitt þess háttar.“ „Er ekki bygging þessara skepna býsna lík okkar eigin byggingu?" sagði hann. „Ég veit það ekki,“ sagði ég, „ég hef ekkert lært um byggingu dýranna.“ „Hvað vildir þú ráða mér til að gera eða reyna við tryppið?" spurði hann. „Skepnan sýnist vera fjarska veik,“ svaraði ég. „Og ég held, að skynsamlegast væri að skjóta hana tafarlaust heldur en að láta hana kveljast lengur.“ „Ekkert annað, sem mætti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.