Heima er bezt - 01.12.1953, Qupperneq 15
Heima er bezt
367
Nr. 12
stund við í þessu húsi, skoðaði
ég bækurnar og blöðin nógu vel
til þess að sjá, að þær voru eign
manns, sem var vel að sér og
skólagenginn. Þar var fjöldinn
allur af guðfræði- og lækninga-
bókum.
Þegar við vorum tilbúnir, réð
hann ferðinni, — bæði áttinni
og hraðanum. Vegurinn var af-
skaplegur, en hann þekkti hvern
krók og hverja keldu, hvern
stein og hvern trjástofn og sagði
svo vel til vegar, að hvergi urðu
tafir.
Á leiðinni sagði hann mér,
hver hann var: Þetta hérað var
byggt frakkneskum kynblend-
ingum, eins og áður er sagt, og
hann var kaþólski presturinn,
sem „þjónaði“ þeim, eins og það
er kallað.
Þar var alltaf skipt um presta
öðru hvoru. Þessi prestur hét
De Rocher (Faðir De Rocher) og
hafði þjónað þarna nokkuð lengi.
Loksins sáum við ljós fram-
undan: „Þarna er nú áfanga-
staðurinn," sagði presturinn. Við
ókum heim að dyrunum, og þær
voru opnar. Lítil stúlka stóð þar
og hélt hurðinni opinni. „Guð
blessi þig, faðir,“ sagði hún.
„Komst þú með lækninn?
Mamma er ósköp veik.“
Við gengum inn. Húsakynnin
voru þriggja herbergja bjálka-
kofi, gamall og hrörlegur. Leir-
inn, sem klesst hafði verið á milli
bjálkanna, var víða sprunginn
og stykki fallið úr, en pappír
troðið í rifurnar og götin. Eig-
inlega voru herbergin ekki nema
tvö, en partur af öðru þeirra var
tjaldaður af og notaður sem
svefnherbergi handa hjónunum.
Ég fór rakleiðis inn til kon-
unnar, sem lá þar með háhljóð-
um. Eftir að ég hafði skoðað
hana, sá ég, að ekki var um ann-
að að gera en að svæfa hana og
taka barnið með verkfærum. Ég
spurði prestinn, hvort ekki væri
einhver á heimilinu, sem verið
gæti til aðstoðar.
„Nei,“ sagði prestur, „hér er
enginn nema þessi fimm börn,
sem þú sérð, og það elzta er tíu
ára. Maðurinn er langt í burtu
í skógarhöggi. En ef ég get
hjálpað að einhverju leyti, þá er
það velkomið."
Þegar ég hafði undirbúið
verkfærin og konuna, spurði ég
prestinn, hvort hann gæti hald-
ið fyrir mig svæfingargrímunni,
þegar ég væri búinn að svæfa
konuna. Hann kvaðst skyldu
reyna það. En þegar til kom,
fann ég bráðlega, að ég var hér
ekki einn um hituna: presturinn
aðstoðaði mig í öllu tilsagnar-
laust, alveg eins og bezti hús-
læknir í sjúkrahúsi. Allt gekk
vel, við hagræddum barninu og
konunni og bjuggum um þau
bæði eftir beztu getu og kring-
umstæðum.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Presturinn lagði blessun sína
yfir heimilið, og svo kvöddum
við.
Á leiðinni töluðum við um alla
heima og geima: Fyrst og fremst
um þetta fátæklega heimili, og
um það, hversu mörg væru þau
heimili, sem við svipuð lífskjör
ættu að búa í þessu góða landi,
þar sem náttúran hafði þó lagt
allt upp í hendurnar á mönnun-
um, sem þeir þurftu til þess að
geta látið sér líða vel.
Þegar við komum að prests-
setrinu, ætlaði ég að kveðja
hann, en ekki var nærri því kom-
andi, að við skildum, án þess að
hann hitaði fyrst á katlinum og
gæfi mér kaffi með alls konar
kökum og brauði, sem hann
hafði búið til sjálfur. Þegar góð-
gerðunum var lokið, þakkaði ég
honum sem bezt fyrir alla vin-
semdina og hjálpina.
Daginn eftir fór ég aftur til
þess að vita, hvernig öllu liði. Ég
nam staðar við dyrnar og klapp-
aði á hurðina. Sama litla stúlk-
an kom til dyran'na, brosandi út
undir eyru og bauð mér inn.
Þegar ég kom inn, brá mér held-
ur en ekki í brún. Stór og gervi-
legur maður í strigabuxum og
með strigasvuntu lá á hnjánum
á gólfinu með skólpfötu hjá sér
og var að þvo gólfið. Maðurinn
leit upp, þegar ég kom inn, og ég
þekkti andlitið, Það var enginn
annar en kaþólski presturinn.
Hann stóð upp brosandi, tók
þétt í hönd mína og sagði: „Nú
líður betur hérna en í gær-
kveldi.“
Öllu leið vel.
Ég kynntist þessum presti
talsvert eftir þetta og dáðist að
honum fyrir margra hluta sak-
ir: í fyrsta lagi var hann höfð-
inglegur og tilkomumikill maður,
í öðru lagi var hann svo lesinn
og vel menntaður, að hann gat
talað með skilningi um hvað sem
vera vildi, og í þriðja lagi var
hann fús og fljótur til hjálpar,
hvar sem hann náði til og hjálp-
ar var þörf. Hafi ég nokkru
sinni kynnzt sannkristnum
manni, þá var það þessi kaþólski
prestur. Ég sá það löngu seinna,
að hann hafði dáið í bifreiðar-
slysi, þar sem hann var á ferð til
þess að hjálpa manni úr ein-
hverjum vandræðum.
IV.
Hundurinn.
Einu sinni seint um kvöld var
ég kallaður til þess að vitja
barns, sem sendimaður sagði, að
væri dauðveikt. Þetta var sext-
án mílur í burtu. Vegir voru
með öllu ófærir, en það fylgdi
boðunum, að ég þyrfti að koma
tafarlaust.
Ég vakti mann, sem vann að
því að líta eftir járnbrautinni og
bað hann að flytja mig þessar
sextán mílur og heim aftur.
Hann hafði svolítin hjólavagn,
sem gekk fyrir gasolíu, jiggers
eru þeir kallaðir, þessir litlu
vagnar; þeim var rennt eftir
járnbrautarteinunum. Þeir voru
sérlega léttir, og maðurinn fór
afarhratt.
Þegar við vorum komnir miðja
vegu og fórum framhjá smá-