Heima er bezt - 01.12.1953, Side 20
372
Heima er bezt
Nr. 12
Enginn mundi hafa fórnað
jafnmiklu af tíma og kröftum
fyrir jörð sína sem Þórður hefur
gert, ef hann bæri eigi til henn-
ar órjúfandi tryggð og ræktar-
semi. En þessi órofa tryggð á
rætur sínar í fortíð og sögu. Ég
hef aldrei kynnzt bónda, sem
var svo gagnkunnugur og sann-
fróður um sögu jarðar sinnar
eins og Þórður á Tannastöðum.
Hann er fæddur þar og hefur
alið þar allan sinn aldur. Hann
þekkir sögu hvers steins og man
upp á hár, hvenær hann hrap-
aði ofan úr fjalli. Flestir eru þeir
orðnir gráir og mosavaxnir,
margir til komnir fyrir hans tíð,
en þeir, sem hann hefur eigi lagt
að velli, eru vinir hans og kunn-
ingjar. Og Þórður geymir í trúu
minni þær frásagnir, er hann
heyrði ungur, og þær tengja
hann við líf. og reynslu forfeðra
hans og eldri kynslóða. í ör-
nefnalýsingu Tannastaða, sem
hann hefur skrifað, segir hann
svo um klett einn, sem Hákon
nefnist:
„Hákon er lítinn spöl til út-
suðurs frá túninu. Þórður Er-
lendsson, sem þá bjó hér, sá,
þegar Hákon hrapaði niður. Valt
hann fyrst um möndul sinn, en
svo náði hann á sig endakasti og
varð þá ærið stórstígur. Hákon
er sá eini steinn hér, sem ég fékk
aldrei klifið upp.“
Hér er brugðið upp skýrri
mynd af löngu liðnum náttúru-
atburði. Jafnvel steinninn verð-
ur lífi gæddur. En heil saga felst
á bak við síðustu setninguna,
saga um leik og skemmtun löngu
liðinna æskuára.
Fróðleikur Þórðar er þó síður
en svo bundinn við eina jörð.
Hann er með afbrigðum ætt-
fróður og mun hafa ritað nokk-
uð í þeirri grein á fyrri árum sín-
um. Hann er og svo fróður um
sögu byggðarlags síns, að furðu
gegnir. Byrjaði hann ungur að
hlusta eftir sögum eldri kyn-
slóða og spyrja sér til um það,
sem hann heyrði, en minnið var
stáltrútt. Man Þórður gerla fólk,
sem fætt var í kringum aldamót-
in 1800, og ýmsan fróðleik, er
það sagði honum ungum. Hann
hefur skráð margar frásagnir af
gömlum atburðum og merkum
mönnum í sveit sinni, og eru þeir
þættir hans prentaðir á víð og
dreif í íslenzkum sagnaþáttum
og þjóðsögum Guðna Jónssonar.
Þess skal getið, að sýslunefnd
Árnessýslu veitti honum fyrir
nokkrum árum dálitla fjárupp-
hæð í viðurkenningarskyni fyrir
ritstörf hans.
Þórður á Tannastöðum er tví-
kvæntur. Fyrri kona hans var
Hómfríður Magnúsdóttir frá
Litlalandi í Ölfusi, og missti
hann hana eftir stutta sambúð.
Seinni kona hans er Jensína
Ingveldur Snorradóttir frá Þóru-
stöðum í Ölfusi, er senn hefur
staðið manni sínum á aðra hlið
í hálfa öld. Eiga þau þrjú börn
uppkomin.
Á Tannastöðum er náttúru-
fegurð mikil. Að baki rís Ing-
Bókaútgáfan Norðri hefur nú
gefið út fimmta bindið af hinu
mikla ritsafni, Göngum og rétt-
um. Er þetta lokabindi verksins.
í því eru m. a. viðaukar við fyrri
bindin, en auk þess nýtt efni, svo
sem lýsingar á fráfærum, með-
ferð fénaðar og margt annað,
sem nú er fallið í gleymsku, að
minnsta kosti meðal yngri kyn-
slóðarinnar. Lesendur Heima er
bezt munu kannast við nöfn ým-
issa þeirra, sem lagt hafa til efn-
ið, því að þeir hafa margir skrif-
að ritgerðir í blaðið.
Með Göngum og réttum höf-
um við fengið tæmandi rit um
þennan þátt í búnaðarsögu
landsmanna. Voru síðustu for-
vöð að safna efninu, því að ella
var hætta á, að margt af því
gleymdist, en göngurnar eru svo
merkur þáttur í starfi sveita-
bóndans, að fram hjá því verð-
ur ekki farið, þegar menningar-
saga þjóðarinnar verður skráð.
Auk þess, sem ritið er fróðlegt,
er það mjög skemmtilegt, enda
halda þarna margir færir menn
á pennanum. Umfram allt ætti
yngri kynslóðin að lesa þetta rit
og læra af því, en eins og eðli-
legt er, þar sem bæir vaxa svo
ört, eins og hér á landi, getur
ekki hjá því farið, að hin dag-
legu störf sveitafólksins verði
eins og lokuð bók fyrir marga,
ólfsfjall bratt og hátt með Nón-
hnúk og Miðaftansnípu gnæf-
andi við himin, en í fangi er
Suðurlandsundirlendið með hin
tígulegu austurfjöll í fjarska,
allt frá Heklu til Eyjafjallajökuls
og Vestmannaeyja, sem standa
vörð fyrir Landeyjasandi. Við
augum blasa blómlegar lendur
Flóans með reisulegum bænda-
býlum, en í nánd, undir hallan-
um frá fjallinu, streymir Ölfusá
breið og djúp, ljósgrá af jökul-
burði, þó að hún hafi nýlokið
við að svelgja allt bergvatn
Fljótsins helga. Hér er náttúran
síbreytileg á hinu víðáttumikla
sjónarsviði, vetur, sumar, vor og
haust. Maðurinn einn virðist hér
óbreytanegur í ást sinni og
tryggð — æviangt.
sem í bæjum búa, en gagnkvæm-
ur skilningur er undirstaða þess,
að þjóðin geti lifað sjálfstæðu
lífi.
Könnunarsaga íslands hefur
áður verið skráð í stórum drátt-
um. Það gerði Þorvaldur Thor-
oddsen í Landfræðisögu sinni, en
hún er löngu ófáanleg og í fárra
manna höndum. Ritið Hrakn-
ingar og heiðavegir, sem þeír
Pálmi Hannesson rektor og Jón
Eyþórsson sjá um, er bundið við
þetta svið. Þar birtast þættir,
gamlir og nýir, um ferðalög yfir
óbyggðir landsins, frásagnir ein-
stakra manna um svaðilfarir, og
stærri yfirlitsgreinar. Nú eru
komin út þrjú bindi af safni
þessu, hið síðasta í haust og
framhald er væntanlegt. í þessu
bindi eru lýsingar á fjallvegum,
svo sem ritgerð Björns Gunn-
laugssonar um Vatnajökulsveg,
greinar séra Sigurðar Gunnars-
sonar á Hallormsstað um öræf-
in, um fund Þórisdals á 17. öld
og margt fleira. Frásögn um
slysið á Breiðamerkurjökli 1927,
skýrslur um mannskaðann á
Moefellssheiði og nokkrar frá-
sagnir núlifandi manna. Ritið er
mjög fjölbreytt að efni og verð-
ur vafalaust mikið lesið. Frá-
gangur allur er hinn prýðileg-
asti.
TVÖ MERK RIT