Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1953, Síða 22

Heima er bezt - 01.12.1953, Síða 22
374 Heima er bezt Nr. 12 annað inni en setubekkur með 2 götum og hlemmar yfir. Þeir sýndu mér nú, til hvers þetta var notað. En stærsti kosturinn við þetta væri sá, að þarna gætu ver- ið tveir í einu og talað saman á meðan þeir væru inni. Húsum var þannig háttað: Fjósið var fyrir vestan bæinn, en laust við — breitt sund þar á milli. í bæj - arröðinni var vestast skemma með þili á báðum endum, ekki stór, en snotur. Þar næst var smiðjuhús nokkru stærra, með þili að framan, en torfgafli á hinum enda. Svo kom sund um tveggja faðma breitt. Þar var gengið upp í heygarðinn, sem var að húsabaki, eins og víða tíðkaðist í þá daga. Austan við sund þetta kom baðstofan. Það var loftbaðstofa há og reisuleg. Fyrir austan hana var bæjar- dyrahús um þriggja álna vítt, með stöfum og bitum. En ekkert loft var á bitunum. Líklega hafa þar aðeins verið laus borð eins og tíðkaðist þá í skemmum í tíð Ól- afs, en ekki verið látinn fylgja þegar selt var, vegna þess, að þau hafa ekki verið naglföst. Innst í bæjardyrunum sögðu strákarnir mér að silfursmiðja Ólafs hafi verið. En nú var þar engin smiðja og krókurinn auð- ur. Fyrir austan bæjardyrnar var stofuhús alþiljað, með lofti og skarsúð á sperrum, að öllu leyti byggt eins og baðstofa, nema portið var lægra. Þá eru bæjar- húsin öll talin, sem sneru fram á hlaðið. Þau voru fimm og öll þilin í beinni línu. En það var ekki víða, sem maður sá beina húsaröð á bæjum í þá daga. Fyr- ir framan bæinn var hlað og stétt og garður þar fyrir fram- an, hlaðinn að mestu leyti úr mýrarkökkum. Hleðslugrjót er lítið í Tungu. Að húsabaki var stórt eldhús með háum strompi ferhyrndum og vindskjól ofan á. Búrið man ég ekki hvar var, en líklega hefur það verið fyrir aft- an stofuna undir loftinu. Fólkið bjó á baðstofuloftinu. En í fram- endanum undir loftinu hafði* Ólafur smíðahús sitt, hefilbekk, rennibekk o. fl. Rúmu einu ári síðar kom ég svo að Tungu aft- ur. Þá var stóra baðstofan horf- in, en í hennar stað komin bekk- baðstofa miklu minni en sú, sem áður var. Búið var að rífa allt innan úr stofunni, þiljur, loft og gólf, og negla fyrir glugg- ana að mestu leyti. Síðan hrak- aði þar húsum og fleiru og að lyktum fór jörðin alveg í eyði eftir rúm 30 ár frá því að Ólaf- ur fór þaðan, og er í eyði síðan. Ólafur var dugnaðarmaður mikill og þjóðhagasmiður á allt, sem kallað er. Hann var trésmið- ur, gullsmiður, koparsmiður og járnsmiður, en ekki veit ég, hvort hann hafði lært, sem kallað er — nema silfursmíði. Það lærði hann og kenndi, svo að þeir gátu feng- ið sveinsbréf, sem hjá honum lærðu. Verkmaður var hann tal- inn ágætur. Einkum hafði hann útsjón og lag fram yfir flesta aðra menn. Það sögðu mér menn, sem unnu með honum við algeng sveitastörf. Hann þótti einnig afburða sjómaður, einkum þegar mest á reyndi. Svo sagði mér sjónarvottur, að gerzt hefði í Þorlákshöfn, að skipi barst þar á í lendingu í stórbrimi. Skipið lenti á klapparflúð í vörinni og mennirnir fóru flestir í sjóinn. Þá reri Ólafur í Þorlákshöfn og var einn þeirra, sem komnir voru í land áður en þetta vildi til. Þá lét hann vaðbinda sig, óð út í sjóinn og gat náð öllum mönn- unum. Þótti þetta þrekvirki. Ekki hef ég neinar skýrslur um það, hvað Ólafur hafði stórt bú í Tungu. 1869 fluttist hann að Kálfhaga í Kaldaðarneshverfi og þá var heimilisfólk hans 13 manns, og sést af því, að heim- ilið hefur verið mannmargt, og talsvert hefur þurft til þess að framfleyta því. En að ári liðnu fluttist hann svo að Tungu aft- ur; kunni betur við sig þar en í Flóanum. Grafningsmenn voru ekki hrifnir af því, þegar Ólafur fór að Kálfhaga og fögnuðu því, að hann kom aftur. En heldur þótti sumum sveitungum hans það miður og álitshnekkir, að i Kálfhaga tók hann upp þann hátt að éta hrossakjöt og hélt þeim sið eftir það, á meðan hann bjó í Tungu. Ein af framkvæmdum Ólafs var, að hann gróf fjárhelli í Tungulandi fyrir vestan svo- nefnda Austurá. Helli þennan gróf hann í móbergshól. Ekki get ég sagt um, hvað hann rúmaði margt fé, því að hann var að mestu fallinn niður, þegar ég kom þangað. Berg- ið var of laust í sér til þess, að hellir gæti verið þar varan- legur. Um leið og hellir þessi var tekinn í notkun, setti Ólafur brú á ána. Hefur það verið allmikið mannvirki. Brúarstæði er þarna hvergi gott á ánni, lítið um grjót og árfarvegurinn breiður. Varð því að hlaða langa garða beggja megin við brúna. Leifar af garð- inum austan árinnar sáust greinilega 1930 og sjást ef til vill enn. Af smíðisgripum Ólafs er nú fátt til, sem ég veit um. Það helzta er ljósahjálmur í Úlfljóts- vatnskirkju, sem Ólafur smíðaði um þær mundir, sem kirkjan var byggð, er enn stendur. Hún var byggð 1863. Eitthvað var nú Ól- afur erfiður kirkjuhaldaranum um þær mundir, sem verið var að byggja kirkjuna, sérstaklega hvað aðflutninga snerti; þótti of mikið á sóknarbændur lagt að láta þá flytja allt efni til bygg- ingarinnar á einu ári og afsagði á fundi, sem haldinn var um flutningana vorið, sem byrjað skyldi. Taldi öll vandkvæði á, að hann gæti tekið þátt í þeim. Kvaðst ekki hafa neinn mann, sem fær væri til að fara í ferð með stóra timburlest. En það fór nú svo, að málum var þannig miðlað, að flutningum var jafn- að niður, svo að þeir gátu hafizt seint í maí. Verst gekk að fá menn til þess að flytja trén í bitana, vegna þess, að þau þóttu varla klyftæk. Það endaði þann- ig, að Guðmundur Eysteinsson, sem þá bjó í Hlíð, tók að sér flutning á þeim með því skilyrði, að það mætti dragast til Jóns- messu. Það sögðu mér menn, sem mundu vel eftir þessu, að ástæð- an hjá Ólafi hafi verið sú, að hestar hans höfðu verið hold- grannir um vorið, svo að hann hefði ekki treyst þeim í erfiðar ferðir. En þess gat hann ekki á fundinum. — Ólafur smíðaði ljósahjálminn, eins og fyrr seg- ir, og grindina í sáluhliðið. Grind sú var úr tré og entist í rúm 30 ár. Eitt af því, sem Ólafur smíð- aði, voru signet. Þau steypti hann úr kopar og gróf á þau

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.