Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1953, Qupperneq 32

Heima er bezt - 01.12.1953, Qupperneq 32
384 Heima er bezt Nr. 12 Eldurinn logaöi ennþá. Til allrar hamingju. Og áður en leið á löngu sauð vatnið í pottinum. Jens setti hérakjöt í pottinn. Svo lét hann ögn af hafra- méli út á, en það var hið dýrmætasta matarkyns, sem hann átti. Mali hafði látið hann hafa það. Stúlkan sat á sauðskinnsteppi. í fyrstu hafði hún litið undrandi í kring um sig, en nú var hún slöpp skjálftakippir fóru um hana öðru hverju. Ekkert þeirra mælti orð frá vörum. Jens vék eitt sinn orðum að því, að kjötið væri nú bráðum soðið. Stúlkan leit öðru hverju á pottinn. Ingólfur sat inni við gafl í hellinum og horfði á hana. Hann gat ekki gert sér grein fyrir, af hverju honum var svo einkennilega farið. Það var eins og hann kenndi saknaðar. Ef hún gæti nú verið hérna hjá þeim! Hún var svo góð á svipinn. Minnti svo á Mali! Loks var maturinn soðinn. Jens tekur pottinn af eldinum og stingur hnífnum í kjötið til að vita hvort það sé nóg soðið. Síðan réttir hann henni bita á hnífsoddinum. Ingólfur kemur nær. Hann langaði svo mikið til að vera henni góður. Hann kemur alveg til hennar. — Er þetta ekki gott kjöt? spyr hann og er svo glaður að augun ljóma. En Jens tekur blíðlega í handlegginn á honum og leiðir hann burtu. Gefur honum bita af kjötinu. Sjálfur fær hann sér líka bita. Og svo borða þau öll þrjú.------Á eftir fékk hún skeið til að borða súpuna með. Þá loks gat hún talað og sagði eitt- hvað um, að hún ætti ekki að borða ein þennan ágæta mat. — Borðaðu eins og þig lystir, svaraði Jens. — Við höfum nógan mat. Litlu seinna spurði hann: — En hvernig í ósköp- unum stendur á því, að það er svona slæmt hjá ykkur í sveitinni? Hafið þið vanrækt störfin? Stúlkan sat þegjandi stundarkorn. Hún hreinsaði pottinn vandlega og borðaði súpuna með hægð og með stuttum hvíldum. — Það er víðar slæmt en hjá okkur, svarar hún. Fólk sveltur í öllum héruðum í ár. — Hver er ástæðan? Hún lítur forviða á Jens. — Af því að það vorar svo seint. Geturðu ekki skilið það? — Svo, segir Jens. Og nú verður stutt þögn. — En er það þá svo slæmt, að þú verður að elta rjúpurnar svona langt inn til fjalla? Já, þú hefur verið að setja snörur út, skilzt mér. — f sveitinni sézt ekki fugl, svarar stúlkan. — Nú, þá verðið þið að slátra dýrunum í húsunum. — í fyrsta lagi á ég engar skepnur. En víða, þar sem kýr voru til, er ekkert, sem hægt er að slátra lengur. Og komi vorið ekki bráðlega og grængresið með, er úti um allt, sem nefnist húsdýr. Og hvernig fer þá? Jens starði inn í eldinn. Það var þó eitthvað.til að lifa af hérna uppi í fjöllunum. Og svona langt var þá gengið, að hann, sjálfur útlaginn, varð að halda lífinu í fólki úr sveitinni. — En það er verst fyrir börnin. Þú skilur það sjálf- sagt, sagði stúlkan. Hún hafði setið kyrr og horft á Ingólf. — Áttu kannske smábörn heima? — Nei, guði sé lof! Svo óhamingjusöm er ég ekki. — En þú átt sjálfsagt kærasta? Jens leit upp. — Ja-a, ég er gift. Hún brosti og Ingólfi fannst hún vera ennþá fallegri en áður. Og honum fannst eins og Jens yrði eitthvað svo einkennilegur á svip- inn, hver sem ástæðan annars var. Litlu síðar sagði Jens: — Þú ert gift en átt þó engar skepnur? — Við höfum ekki eignast þær ennþá. Við búum í húsmannskofa, sem heyrir undir Oddajörðina, en við eignumst nú kú með tímanum. — En maðurinn þinn? — Hvað hugsar hann, þegar þú ert svona lengi að heiman? spurði Jens. — Hann fór til Sóknadals eftir skepnufóðri fyrir Oddabóndann og kemur ekki aftur fyrr en á morgun. Ingólfur kastaði furuhnyðju á eldinn. Úti fyrir var kolsvart myrkur. Hann hrósaði happi yfir, að vera innan veggja. Það var lakara með stúlkuna. Jens rís á fætur. Stendur dálitla stund eins og í þungum hugsunum. Hann lyftir skinninu frá dyr- unum og skyggnist út í myrkrið. Kemur svo aftur að eldinum. Allt í einu snýr hann sér að Ingólfi og rödd hans er dimm og eitthvað einkennileg: — Vildir þú vera í sporum stúlkunnar í kvöld? — Nei, sagði drengurinn með ákveðinni rödd. — Þú-þú þorir þá sjálfsagt að vera hérna einn á meðan ég fylgi henni dálitið á leið niður í dalinn? Allt í einu var sem horvam fyndist hitinn af eld- inum leika um kinnarnar á sér og upp í hársrætur. Og það var eins og brjóst hans yrði svo undarlega þungt. - Jú, svaraði hann, en röddin sveik hann, svo að hann lét nægja að kinka kolli til þess að Jens skyldi ekki vera í neinum vafa. — Nei, það er ekki við það komandi, sagði stúlk- an. Hún stóð á fætur, en var dálítið óstöðug á fót- unum. — Ég fylgi þér að minnsta kosti eitthvað áleiðis. Og þú getur alveg eins lagst til svefns strax, Ingólf- ur. Svo sneri hann sér að stúlkunni. — Hvað heitirðu? — Geirþrúður, svaraði hún. — Ég heiti Jens. Og drengurinn heitir Ingólfur. — Einmitt. Svo varð dálítil þögn meðan Jens var að fara í skinnúlpuna sína. — Þú spyrð ekki um, af hverju við eigum heima í þessum helli? sagði hann allt í einu. — Nei----ég hélt — að ef þú værir ekki hrædd- ur við að segja ástæðuna, myndirðu ekki þegja yfir því.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.