Heima er bezt - 01.12.1953, Qupperneq 33
Nr. 12
Heima er bezt
385
Ingólfur stóð fyrir utan hellirinn og hlustaði
eftir fótataki þeirra þegar þau voru að fara upp
úr gljúfrinu. Hann beið þangað til hann heyrði
ekkert lengur. Áin dunaði við klettana. Honum
fannst sem myrkrið gripi í sig og vildi draga sig út
í víðáttuna. Hann gekk aftur á bak inn í hellirinn
og hafði örina á boganum. En svo lagði hann bog-
ann frá sér. Hann kom ekki að neinu gagni núna.
Hann klæddi sig úr fötunum og kraup undir skinn-
teppið. Hann lagðist á grúfu og gróf andlitið í dún-
pokann sem hann lá á. Og nú lét hann undan
tilfinningum sínum. Hann fór að gráta, gráta með
þungum ekka. Hann var ekkert reiður við Jens, en
þó gat hann ekki skilið, að Jens skyldi gera þetta.
Fara aleinn með Geirþrúði niður í dalinn, án
þess að leyfa h o n u m að vera með! Hann hefði
getað gengið þetta alveg eins og hún!
Að hann Jens skyldi geta verið svona harður!
III.
1812. — Þetta er hið mikla neyðarár, sem enn
þann dag í dag vekur hroll fjallabændanna. Neyð-
arárið og Svarti dauði segja þeir, þegar þeir vilja
nefna sérstaklega óhugnanlega atburði, þá tala þeir
alltaf mest um ár neyðarinnar. Það var þetta ár,
þegar drottinn gleymdi að senda mönnunum vorið.
Sólin hækkaði að vísu stöðugt á lofti og um miðjan
daginn var stundum hlýtt, en það var eins og
Frosti lægi i felum í norðurhlíðum fjallanna og í
þröngum dölunum. Kuldabylgjurnar gengu yfir
sveitina eins og soltnar úlfahjarðir. Þegar leið á
daginn frusu lækir og dýjavætlur til og þelinn
þiðnaði ekki úr túnum og ökrum. Og hverja ein-
ustu nótt fölnaði nýgræðingurinn, sem sá dagsins
ljós fyrr um daginn.
Og manneskjurnar ------
Á stórbýlunum í dalnum voru öll geymsluhús
harðlæst. En dyr kotanna voru opnar upp á gátt,
því að innan dyra var ekkert fémætt til, sem svaraði
kostnaði að hafa á brott með sér, hvorki í búri né
fjósi, hlöðu eða hesthúsi. Bæði mat og skepnu-
fóður vantaði. Börnin voru hormögur. Menn taut-
uðu um refsidóm drottins, þegar þeir lögðu frá sér
húspostilluna eftir sunnudagslesturinn. Það var
bara enginn, sem gat gefið skynsamlega skýringu á
því, hvers vegna drottinn væri að refsa mönnunum
svona hart.
Alls staðar voru menn að veiða fugla og héra,
en gekk misjafnlega. Það var einasta leiðin til þess
að forðast algerða hungursneyð.
Skothvellir dundu í fjöllunum og snörur voru
lagðar fyrir fuglana. Hérunum fækkaði og fuglarn-
ir voru næstum því horfnir eftir stuttan tíma.
Útlagarnir í Svartadjúpi voru staddir svipað og
dýr í gildru. Það leið varla sá dagur, að þeir yrðu
ekki varir við menn með byssur og fuglasnörur.
Nú höfðu þeir sjálfsagt drepið hvern einasta fugl I
sveitinni og sóttu því lengra til fjalla. Ef til vill
voru þeir að vona, að þeir rækjust á einstaka villi-
hrein, en þeim skjátlaðist, því að villtu hreindýrin
héldu sig í Tynsethéraðinu.
Geirþrúður í Króki var á rjúpnaveiðum í skógar-
kjarrinu upp frá sveitinni. Það var vika liðin sið-
an hún var í Seljadalnum. Og hafði orðið sér til
skammar! Hvað myndu þeir, fjallabúinn og dreng-
urinn, ekki hugsa um hana? Hann var raunar
föngulegur náungi, og skemmtilegur áð tala við.
En hvað myndi hann hugsa um hana? — Hún var
á leiðinni niður af ásunum. Þangað hafði hún farið
til að sjá hvort hún sæi nokkurn reyk. En hún
varð ekki vör við neitt. Hún hafði lofað honum
að segja engum frá, að hún hafði hitt hann, og
hún hafði ekki spurt um ástæðuna til þess að
hann vildi leyna því. Hún ímyndaði sér að hún
þekkti hana. Margt hafði verið rætt um þjófnaði
úr seljunum. Og eitt sinn hafði verið brotin rúða í
Haugsselinu. En hún skyldi þegja! Hún fékk einn
héra og tvær rjúpur þegar þau skildu um kvöldið.
Það var ein lítil og mögur rjúpa í snörunni þenn-
an dag. Það var allt og sumt. Það var þungbært
að snúa heim á leið með svo rýra veiði. Snjórinn
var horfinn fyrir löngu en loftið var þrungið af
kuldavætu. Og nú var komið langt fram í júní-
mánuð-------—
Hún sat við eldinn og plokkaði rjúpuna. Það
var komið kvöld og hún bjóst við Geirmundi á
hverri stundu. Ó, bara að hann hefði nú einhverja
ögn með sér í bakpokanum, hún óskaði sér ekki
annars en ósköp lítið af byggi, já, bara smáögn!
Þannig hugsaði hún.
Og loksins heyrði hún fótatakið hans fyrir utan.
Hún lagði frá sér prjónana og gekk á móti honum.
Bakpokinn hékk tómur á þrekvöxnum herðum hans.
— Þú örmagnast ekki undir byrgðinni, sagði hún
og reyndi að brosa. Hann svaraði ekki. Gekk bara
framhjá henni og inn, til þess að fá sér að drekka.
Hann var þyrstur — hafði gengið hratt. Hann kom
auga á rjúpuna. — Er þetta allt? spurði hann.
Röddin var dimm. Og áður en hún fékk tóm til að
svara, sagði hann:
— Við verðum að líta eftir fiskisnörunum strax.
Hann kastaði pokanum upp í rúmið og gekk út á
undan henni.
Geirþrúður vissi ekki af hverju það stafaði, en
hún varð alltaf svo einkennilega ótrygg, þegar
Geirmundur kom heim. Henni fannst það vera
einna líkast slæmri samvizku, af því að hann varð
að hlaupa alla hina löngu leið til Oddabúgarðsins
og heim til sín, varð að strita og sveitast guðs-
langan daginn, án þess að hún gæti rétt honum
hjálparhönd. Og stundum flaug henni í hug ófagrar
hugsanir, ef Geirmundur hefði nú verið frjálsari og
öruggari? Þá hefði hann áreiðanlega ekki verið
svona þver. O-nei, það var annað en gaman fyrir
hann. Hið eina, sem hún gat gert, var að þvo og
halda kofanum hreinum og hjálpa honum við veiði
í vatninu, sem oft var lítil. Hún setti á sig skýlu-
klútinn og hljóp á eftir honum.
— Er nokkuð að frétta úr sveitinni? spurði hún
hæglátlega.
— Nei.
Henni fannst hún þurfa að spyrja svo margs ann-
ars, en þorði því ekki. Hann hafði um svo margt að
hugsa, að það var ekki vert að þreyta hann með
spurningum. En — bara að guð gæfi að fiskurinn
hefði bitið á! Þá komst Geirmundur alltaf í gott