Heima er bezt - 01.10.1957, Blaðsíða 2
Viá uppliaf skólaárs
Októbermánuður mætti vel kallast skólamánuður.
Með byrjun hans safnast bernska og æska landsins frá
7 ára aldri og fram yfir tvítugt á sltólabekkina hvar
vetna um land. Nýtt starf er hafið. í staðinn fyrir
útivist og önn sumarsins hefst nú inniseta og bóklestur,
að vísu oftast hóflega blandað gleði og gamanleikjum.
Ekki er mér fyllilega kunnugt, hversu mikill hluti
þjóðarinnar dvelst innan skólaveggja á vetri hverjum,
en hér í Akureyrarbæ mun það nálgast að tala skóla-
nema sé um fjórði hluti af allri tölu bæjarbúa. Að vísu
er hér margt aðkomumanna við nám, en einnig dvelj-
ast allmargir Akureyringar við nám utanbæjar. Hvort
þessi tala er lík um land allt, skal ósagt látið, en senni-
lega er hún ekki fjarri lagi. Milljónatugum króna er ár-
lega varið til skólahalds í landinu, svo að ekki verður
annað sagt, en þjóðin leggi allhart að sér, til að halda
uppi menningarstarfi og ala upp þá kynslóð, sem erfa
skal landið.
Þegar vér lítum á þetta, fáum vér naumast varizt
því að hugsa, þótt ekki sé nema rúmlega hálfa öld
aftur í tímann, þegar barnafræðsla var enn af skornum
skammti, og framhaldsskólarnir í landinu veittu í hæsta
lagi tæplega 100 nýnemum viðtöku á hverju ári. Að
vísu hefur þjóðinni fjölgað rúmlega um helming á
þessum tíma.
Enda má með sanni segja, að í þann tíma þyrsti
unglinga landsins í skólagöngu. Og ótaldir eru þeir
harmleikir lífsins, sem af því spunnust, að þeim þorsta
fékkst ekki svalað. Olli því bæði fátækt, sem var algeng-
asta meinið, erfiðar aðstæður í strjálbýli og vegalausu
landi, og fæð skólanna. Sem betur fer eru þeir tímar
liðnir. Nú á hver unglingur aðgang að nokkurri skóla-
göngu, og svo hefur hagur þjóðarinnar batnað, skilyrði
til skólagöngu aukizt og skólum fjölgað, að flestum
unglingum mun nú kleift að stunda framhaldsnám, ef
einlægur vilji er fyrir hendi.
Svo mætti ætla, ef horft er til liðins tíma, að þetta væri
óblandið fagnaðarefni, því ef málið er skoðað ofan í
kjölinn, þá er vafasamt að nokkrar framfarir í þjóð-
félagi voru á þessari öld séu ánægjulegri. En hinu verð-
ur ekki neitað, að með auknu skólanámi, fleiri skólum
og bættri aðstöðu til að sækja þá, hefur afstaða al-
menningsálitsins breytzt verulega. Nú er miklu oftar
talað um námsleiða unglinga en náms þorsta. Oft er á
því klifað, að skólarnir séu að sliga þjóðfélagið, og
sumir munu áreiðanlega fúsir að velja þá leið fyrsta til
sparnaðar, að skera niður meginhluta þeirra útgjalda,
sem til skóla er varið, og segja sem svo, að vér gætum
komist eins vel af án skólanna nú og vér gerðum fyrr
á tímum.
Nútímaþjóðfélag hefur sífellt meiri og meiri þörf
skóla. Aukin starfaskipting í þjóðfélaginu krefst meiri
þekkingar, og sú þekking verður ekki veitt nema í skól-
um. Breyttir þjóðfélagshættir, með vaxandi borgum og
fámennum sveitaheimilum, sem er alþjóðafyrirbæri, úti-
lokar verulega möguleikana á heimafræðslu. Það er því
fráleitt að hugsa sér að skólakerfi þjóðarinnar dragist
saman. Þjóðfélagsþróunin virðist fremur krefjast aukn-
ingar þess. En um leið hljóta borgarar þjóðfélagsins,
sem svo mikið leggja af mörkum til skólahalds, að krefj-
ast þess, að skólarnir séu því hlutverki sínu vaxnir, að
skila hæfari þjóðfélagsþegnum en ella mundi. En þeir
mega heldur ekki gleyma því, að árangur skólanna er að
verulegu leyti undir því kominn, hvernig þeim er í
hendur búið af öllum almenningi.
Það er ljóst, eins og málum er komið, að skólarnir
eru annað og meira en beinar fræðslustofnanir. Þeir
hljóta að taka í sínar hendur verulegan hluta uppeldis-
starfsins. Hlutverk þeirra verður ekki einungir að skapa
lærða menn, heldur að ala upp drengi góða, nýta þjóð-
félagsþegna.
Því verður ekki neitað, að eins og skólakerfi voru
er háttað, er hætt við að skólarnir verði að mestu
fræðslustofnanir, og vitanlega er margt af þeim lær-
dómi þurrt og í lítilli snertingu við lífið sjálft. En í
umræðum um þau efni er löngum gert meira úr göllun-
um, en striki slegið yfir kostina. Því að svo er komið,
að mönnum hættir við að ala um of á því, sem þeim
þykir miður fara og tala um skóla og skólastörf í hálf-
gerðum fyrirlitningartóni. En fátt torveldar meira starf-
semi skólanna og árangur af starfi þeirra en hin nei-
kvæða afstaða, sem er alltof rík í almenningsálitinu.
í nær öllum skólum koma fyrir einhverjir árekstrar milli
nemanda og skóla. Undantekning mun það vera, ef al-
menningsálitið utan skólans tekur ekki algerlega mál-
stað nemandans gegn skólanum. Og alltof títt er það
að kenna skólunum það einvörðungu, ef nemandi nær
ekki góðum árangri af skólavist sinni. Það þykir óþarfa
meinbægni, ef nemendum er ekki gefið leyfi frá skóla-
vist dag og dag, ef þeir æskja þess, og mörgum þykir
það engin stórsynd, þótt nemandi taki sér leyfið sjálf-
ur, og mundu þó sömu menn umhverfast af heilagri
322 Heima er bezt