Heima er bezt - 01.10.1957, Blaðsíða 14
Til vinstri: Andrés Ólafsson, bóndi, Brekku. Til hægri:
Sœmundur Brynjólfsson, bóndi, Kletti.
Eftir þennan útúrdúr höldum við áfram ferð okkar,
ökum fram hjá Hofstöðum yfir Gufudalinn og nem-
um staðar á Brekku.
Gufudalurinn er einn af búsældarlegustu og grösug-
ustu dölunum á þessum slóðum. í honum voru til
skamms tíma tveir bæir, Fremri- og Neðri-Gufudalur.
Nú er fremri dalurinn í eyði. Jafnan heyrði ég talað
um hann sem kostajörð. Vonandi byggist hann bráð-
lega aftur. — Það var í þessum dal, sem Ketill gufa
staðnæmdist loks, eftir að hafa flækst þangað sunnan
af Rosmhvalanesi, og komið víða við. Líklega kunna
allir vel við sig í dalnum. Prestsetur var í Neðri-Gufu-
dal fram til 1906, að sr. Guðmundur Guðmundsson
fluttist þaðan til ísafjarðar. Nú er Gufudalsprestakalli
þjónað frá Reykhólum.
Brekka hefur mér jafnan þótt fegurst jörð í Gufu-
dalssveit. Bærinn stendur við Gufufjörð austanverðan,
all hátt undir lágri, velgróinni fjallshlíð. Frá hlíðarrót-
unum hallar túninu til suðvesturs, fram til fjarðarins.
Er það allstórt, slétt og grasgefið. Og skilyrði til auk-
innar túnræktar eru hin ákjósanlegustu, í þurlendum
móum umverfis túnið. Suðaustur frá túninu gengur
breiður en grunnur dalur til fjalla, er heitir Brekku-
dalur. Þar er hið ágætasta sauðland. Útsýni frá bænum
er bæði vítt og fagurt, fram um Þorskafjarðarmynni
út til Breiðafjarðar og Skarðsstrandarfjalla.
Um langan aldur hefur búið á Brekku Andrés Ólafs-
son. Hann er ættaður úr Strandasýslu, eins og Sæmund-
ur á Kletti, en fluttist ungur til Breiðafjarðar og hefur
búið þar síðan, lengst af á Brekku. Búskapur hans hefur
verið farsæll og traustur, — í gamla stíl, mundu kannske
eldheitir framfaramenn segja. Og látum svo vera.
Andrés hefur verið framámaður sveitunga sinna. For-
maður búnaðarfélags sveitarinnar um 30 ár, sýslunefnd-
armaður 40 ár, hreppstjóri jafn lengi, póstafgreiðslu-
maður og símstjóri. í fasteignamatsnefnd Austur-
Barðastrandarsýslu hefur hann verið oftar en einusinni,
og fleiri trúnaðarstörfum hefur hann gegnt, þó ég kunni
ekki upp að telja, enda maðurinn mikilhæfur og vel
til forystu fallinn. Fríður var hann og karlmannlegur
á yngri árum, þykkur undir hönd og þrekinn um herð-
ar, og allur hinn kempulegasti. Og það heyrði ég haft
á orði, að hann væri meiri ármaður en aðrir menn í
nágrenninu — nema ef vera skyldi Sæmundur á Svína-
nesi. Hafði hann og æft sig í átökum við Ægi karl
úti fyrir Gjögrum á Ströndum, áður en hann fluttist
til Breiðafjarðar. Var og Ólafur faðir hans, bóndi á
Gautshamri við Steingrímsfjörð, annálaður kraftamað-
ur í sinni tíð.
Konu sína, Guðrúnu Halldórsdóttur frá Grónesi,
missti Andrés fyrir nokkrum árum, og einkasonur
þeirra hjóna, Halldór, andaðist frá háskólanámi fyrir
mörgum árum.
Hrörnar þöll
sús stendr þorpi á.
Hlýrat henni börkur né barr.
En vel ber Andrés ellina. 90 ára verður hann á þessu
hausti (f. 23. september 1866). Svipurinn er hinn sami
og áður, traustið og ylurinn í handtakinu eins og fyrr,
og karlmannlega yfirbragðið er ekki horfið, þó líkams-
kraftar séu á förum.
Ég hafði gaman af að hitta öldunginn, og skipta við
hann nokkrum orðum. — Gott vinfengi var með þeim
Brekkuhjónum og foreldrum mínum, og nokkrum
sinnum gistu þau hjá okkur, þegar þau áttu leið út um
eyjar. Og minnisstæðar voru Andrési enn einhverjar
eyjaferðir fyrir mörgum árum. Ég á þá ósk eina, þess-
um heiðursmanni til handa, að ellin megi verða honum
hæg á hinu fagra óðali hans við Gufufjörð.
— Gufufjörðinn prýða jafnan margar álftir, og voru
þó fleiri fyrrum. Ekki verpa þær þó við fjörðinn. En
við fjallavötn hér og þar í nágrenninu. Fyrsta skipti,
sem ég fór um Gufufjörðinn, var ég í fylgd með göml-
um bónda úr sveitinni. Ég hafði þá aldrei séð álftir,
og spurði hvaða fuglar þetta væru. Bóndi brosti og
sagði, að þetta væru borgir fjarðarins. Ekki skildi ég
þá vel, hvað gamli maðurinn meinti, en lét mér
svarið nægja að sinni. Einhverja hugmynd mun ég þó
hafa haft um, hvað fuglarnir hétu, áður en við skild-
um. En síðan hef ég oft dáðst að svari gamla manns-
ins.
Álftin er fagur og tilkomumikill fugl, þar sem
„á breiðum vængjum fer hún frjáls
með fjallabeltum háum,
og speglar mjallahvítan háls
í heiðavötnum bláum.“
En aldrei sé ég svo álftir í sínu rétta umhverfi á
seinni árum, án þess mér komi í hug vesalingamir
hérna í Þorfinnshólmanum í Reykjavík. — Vel má vera
að reykvískum unglingum, sem aldrei hafa séð frjálsar
álftir á fjallavötnum, þyki að þeim yndisauki og bæjar-
prýði. En okkur, sem vanir erum slíkri háfjallaprýði,
rennur til rifja að sjá þessar skítugu, hálfdauðu fiður-
hrúgur og vildum að þær hyrfu sem fyrst.
534 Heima er bezt