Heima er bezt - 01.10.1957, Blaðsíða 23
Fagraskógarfjall og Grettisbœli.
Talið er, að Grettissaga í núverandi mynd sé rituð
um 1300, en ef til vill hafa verið til af henni þættir, rit-
aðir fyrr. Það líða því 250—300 ár milli þess, að atburð-
imir gerðust, og þar til sagan er skráð.
Talið er, að aldur hraustra manna á þessum öldum
hafi verið um 60 ár. Ekki hafa þá nema 5—6 ættliðir
flutt þessa sögu frá manni til manns. Aldraður faðir
segir ungum syni sínum söguna um afreksmanninn og
útlagann, sem hvergi átti skjóli að fagna í fátældegum
mannabústöðum, en neyddist til að lifa sem útlagi í hell-
um og ldettaskorum. Enginn gleymir þessari sögu, sem
heyrir hana einu sinni, þar sem hún er mjög sorgleg og
lýsir jafnframt karlmennsku, heljarafli og gáfulegum
tilsvörum. Þannig berst sagan frá manni til manns, og
bent er á örnefnin til sönnunar sögunni.
Þegar ég var ungur og átti heima í nágrenni við
Grettisbæli, trúði ég sögunni svo bókstaflega, að mér
kom ekki til hugar að gaman væri að klifra upp að bor-
unni (gatinu í tindinum) og vita, hvort þar sæjust nokk-
ur merki þess, að þar hefði maður dvalið lengri eða
skemmri tíma. Mér kom það ekki til hugar, að forfeður
mínir, Mýramenn eða Hnappdælingar, hefðu skáldað
þessa sögu og gefið þessi örnefni til að sanna lygasögu
sína. Varla hefði nokkrum manni á þeim öldum heldur
dottið sú fjarstæða í hug, því að ekki hefur lygasagan
þá verið í hávegum höfð.
Og ég er að nokkru sama sinnis enn.
Sigurður Vigfússon hefur maður heitið. Hann var
gullsmiður að atvinnu en hafði mikinn áhuga á fomum
fræðum. Hann var um tímabil forstöðumaður Þjóð-
minjasafnsins og rannsakaði þá sögustaði víða um land.
Hann lagði það á sig að klifra upp að borunni í Grettis-
bæli og athuga staðinn. í skýrslu hans segir meðal ann-
ars þetta:
Þeir Sigurður Vigfússon og fylgdarmaður hans klifr-
uðu víða um fjallshrygginn, sem nefndur er Grettis-
bæli. Þeir klifraðu um snarbrattar skriður, hálar, þver-
brattar móhellur og strýtumyndaða tinda. Víða urðu
þeir frá að hverfa, þar sem ókleift reyndist. Þeir fundu
tvö göt í gegnum hæsta tindinn og eitt gat neðar, í gegn-
um móbergsbrík. Ekkert af þessum „borum“ eða opum
í gegnum tindana var svo stórt, að Grettir eða nokkur
annar maður hefði getið búið um sig þar. Til þess voru
bríkurnar of þunnar og opin of lítil.
Þeir félagar gáfust þó ekki upp við leitina og klifu
víðar um tindana á þessum einkennilega fjallshrygg eða
kambi, og loks fundu þeir stað, sem ef til vill getur ver-
ið leifar af sjálfu bcelinu.
Þessi rannsóknarför var farin árið 1891.
Þessum stað lýsir Sigurður Vigfússon í skýrslu sinni
um þessa rannsóknarför. Tek ég kaflann orðréttan hér
upp:
„Síðan snerum við upp í norðurhlíð tindsins, og er
tindurinn þar mjög einkennilegur, því að þar standa
Heima er bezt 343