Heima er bezt - 01.10.1957, Blaðsíða 4
LOFTUR GUÐMUNDSSON
RITHÖFUNDUR
r , , ,
haust kemur á bókamarkaðinn ný skáldsaga eftir
Loft Guðmundsson. Nefnist hún Jónsmessunœt-
urmartröð á Fjallinu helga. Er þetta fyrsta skáld-
saga höfundarins.
Ekki mun það ofmælt, að vafalaust kemur þessi nýja
skáldsaga mörgum á óvart. Er hún næsta kynlegur
kvistur í bókmenntamörkinni. Atburðir allir, persón-
ur og sjálf rás sögunnar eru með mestu ólíkindum, og
þó er hér síður en svo um venjulegan „reifara“ að
ræða. Þótt margt sé fyndið í bókinni, atburðir skop-
legir, persónur hlægilegar og umhverfi stundum fárán-
legt og framandi, er hér ekki á ferðinni nein venjuleg
grínsaga. Þótt slegið sé látlaust á gamanstrengi og lítt
hirt um að feta trúlegar slóðir, er sagan skrifuð af
djúpri alvöru, og höfundur er sér þess jafnan mjög
vel meðvitandi, hvert hann er að fara. Reynslan mun
skera úr um það, hversu margir lesendur fylgja honum
gegnum hina nýstárlegu martröð.
Óþarft er að draga nokkra fjöður yfir það, að Jóns-
messunæturmartröð á Fjallinu helga er satíra í þess
orðs fyllstu merkingu. Sagan sýnir viðburði, umhverfi
og persónur í furðulegum spéspegli, eins og lesandinn
gangi í gegnum speglasal í ærið kyndugu Tívolí. Auð-
vitað er sagan hörð ádeila, ekki einungis satíra um
íslenzkt þjóðlíf, heldur jöfnum höndum ádrepa um
ástandið í heiminum. En höfundurinn gleymir ekki
að vera skemmtilegur, þegar hann lýsir því, sem hon-
um kemur afkáralega fyrir sjónir.
Þótt þetta sé fyrsta skáldsaga Lofts Guðmundssonar,
er hann fyrir löngu orðinn landskunnur rithöfundur.
Hann hefur frá unga aldri fengizt við kveðskap og alls
konar ritstörf, og kom snemma í Ijós, að honum var
óvenju margt til lista lagt.
Loftur Guðmundsson er fæddur í Þúfukoti í Kjós
ó. júní, sonur hjónanna, er þar bjuggu um hálfrar aldar
skeið, Guðmundar Hanssonar og Maríu Gottsveins-
dóttur. Ólst þann þar upp, og mun snemma hafa komið
til tals, að hann yrði settur eitthvað til mennta, þótt
efni leyfðu það naumast. Gekk hann fyrst í kvöld-
skóla í Reykjavík í tvo vetur og lagði stund á tungu-
mál, en fór síðan í Kennaraskólann og lauk þaðan prófi
vorið 1931. Strax næsta haust sigldi hann til Svíþjóðar
og nam í lýðháskólanum í Tarna í eitt ár. Lagði hann
stund á bókmenntir og íþróttir, svo ólíkar sem þær
greinar eru, enda er Loftur maður mjög fjölhæfur.
Var hann íþróttamaður Iengi framan af og mikill áhuga-
maður um þau efni. Tók hann leikfimikennarapróf í
Tarna. Þetta ár í Svíþjóð las hann bókmenntir af kappi,
en raunar var hann næsta víðlesinn áður.
Er heim kom, gerðist Loftur kennari á Stokkseyri,
en var þar aðeins eitt ár. Haustið 1933 réðst hann leik-
fimi- og teiknikennari að barnaskólanum í Vestmanna-
eyjum. Var hann þar kennari til ársins 1945, eða í 12
ár. Varð hann fljótlega almennur kennari, enda hafði
hann tekið leikfimikennsluna í forföllum annars. Árið
1945 réðst hann forstöðumaður skólans á Jaðri, sem
Reykjavíkurbær stofnaði þá fyrir drengi, sem lent
höfðu afvega. Var hann þar skólastjóri í 2 ár, en varð
þá að hætta sökum sjúkleika. Gerðist hann þá blaða-
maður við Alþýðublaðið, og hefur hann verið það
síðan, en áður hafði hann starfað við blaðið í 3 sumur.
Hann hefur mikið ferðast erlendis, og árið 1952 dvald-
ist hann í Svíþjóð um tíma í boði sænska utanríkis-
ráðuneytisins til að kynna sér leikhúsmál og kvik-
myndir.
Loftur varð brátt einn kunnasti blaðamaður lands-
ins. Sérstaklega varð hann þekktur fyrir þætti sína
Brotna penna. Eru þessir þættir sérstæðir í íslenzkri
blaðamennsku. Skapaði hann þar margar persónur, sem
hver um sig var eins konar sérfræðingur á sínu sviði.
Tók hann þar til meðferðar ýmis fyrirbæri í þjóð-
lífinu og fjallaði um þau í gamansömum tón, þótt víða
leyndist hvass broddur. Þessa þætti skrifaði hann á
hverjum degi um árabil, og hefur enginn annar leikið
það, hvorki fyrr né síðar. Fór orð af þessum þáttum
út fyrir landsteinana, og fékk höfundur tilboð um at-
vinnu við blöð á Norðurlöndum þeirra vegna. Sakna
margir Brotinna penna enn í dag. Eins varð Loftur
fljótlega einn viðurkenndasti leiklistardómari landsins.
Má hiklaust telja leikdómana og Brotna penna hið
merkasta í blaðamennskustarfi hans. Árið 1950 fékk
Loftur verðlaun fyrir blaðamennsku úr móðurmálssjóði
Björns Jónssonar.
Fyrsta ritsmíð Lofts, sem eitthvað kvað að, var leik-
rit, er hann samdi á kennaraskólaárum sínum. Fyrir
tilstilli Haralds Björnssonar leikara sýndi hann það
Einari H. Kvaran. Einar las leikritið og skrifaði með
Lofti eins konar reisupassa, er hann fór utan til náms.
Opnaði bréfið honum ókeypis aðgang að leikhúsum í
Bergen og Osló á leiðinni til Svíþjóðar og síðar í Stokk-
hólmi. Notfærði hann sér það vel. Þetta fyrsta leikrit
Lofts er nú glatað. En þegar hann var seztur að í Vest-
324 Heima er bezt