Heima er bezt - 01.10.1957, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.10.1957, Blaðsíða 12
ir, og heita Smiðjutóftir Gests Oddleifssonar í Haga. Því nafni skulu þær halda. Nokkur kot voru byggð umhverfis Vatnsfjörð fyrr á öldum, en eru nú öll í eyði. Er það bættur skaði. Hefur eyðing byggðarinnar hlíft mjög skóginum og öðrum gróðri dalsins. Þarna mun hafa verið lítið um slægjur. Varla heyjað annað en túnblettirnir kring um kotin, en skepnurnar að öðru leyti lifað á skóginum, og bændumir stuðst við veiði úr vatninu. Sagt er, að á sumum kotunum hafi geitur verið hafðar í stað kúa, og má nokkuð marka búskaparhættina af því. — En svo var gott undir bú í Vatnsfirði, að rjóminn ofan á sauðamjólkurtrogunum var hestheldur að morgni, þ. e. s. rjómaskánin hélt uppi nýsmíðaðri skeifu. — Kotin hétu: Elella, Þverá, Vatnsdalsbakkar, Uppsalir og Smiðjumýrar. Þverá mun hafa verið bezt af þessum jörðum, enda lengst í byggð. Það mun vera á Hellu, sem Jóhann sýslumaður Skaptason vill koma upp héraðsmiðstöð fyrir Barða- strandarsýslu alla: Skóla, gistihúsi, prestssetri, læknis- bústað og nýbýlum. Leggja á veg um gamla troðninga norður yfir fjöll, til Suðurfjarða í Arnarfirði, og sitt hvað fleira hefur sýslumanni dottið í hug í sambandi við þann stað. — Rétt er það, að staðurinn er mið- svæðis í sýslunni, og náttúrufegurð, sem að framan er lýst, en ryðja verður mörkina til að koma fyrir nýbýlunum. Vegna skógarins mundi ég leggja til, að reynt yrði með öllu móti að halda í byggð góðum jörðum í næstu sveitum Vatnsdals, sem fólk er nú óðum að yfirgefa, áður en hafist yrði handa um landnám í Vatnsfirði. — Annars er hugmynd sýslumanns allrar athygli verð og geymist framtíðinni. Sjálfur hefur hann byggt sér sumarhús á einum feg- ursta blettinum í þessu fagra landi. Er sú bygging með ólíkindum. Kofinn er einhver óhrjálegasti sumarbústað- ur, sem reistur hefur verið, og eru þeir þó ekki allir beysnir í holtunum hérna umhverfis Reykjavík. Þetta er því undarlegra, þar sem Jóhann hefur komið auga á fegurð umhverfisins, ann gróðri, menningu og góð- um húsum, og er hinn nýtasti maður í hvívetna. Ég er að vona, að hann láti rífa kofann, áður en hann fer alfarinn norður til átthaga sinna. Hann væri óverðugur minnisvarði um veru hans í sýslunni. Svo yfirgefum við þá Vatnsfjörðinn og höldum á Þingmannaheiði. Þingmannaheiði er einhver lengsti fjallvegur á Vest- fjarðakjálkanum, 6—9 stunda lestaferð milli byggða, eins og talið var, áður en bílamir komu til sögunnar. Vegurinn liggur víða í 5—600 m. hæð yfir sjó, snjó- þungur mjög á vetrum og sundurskorinn af ám, er oft Voru illar yfirferðar haust og vor. Ár þessar renna ofan í Kjálkafjörð, og veit ég ekki betur en að þær séu mörkin milli Austur- og Vestur-Barðastrandarsýslu. Þegar farinn var gamli þjóðvegurinn, eða póstleiðin að vestan, var komið ofan í Vattardal í Múlasveit. Heitir Þingmannakleif, þar sem komið var ofan í dal- inn. Nú beygist vegurinn til vesturs, þegar komið er suður fyrir miðja heiðina, liggur út Eiðshúsfjall og ofan á eiðið milli Kerlingarfjarðar og Skálmarfjarðar. Síðan inn með Skálmarfirði og á gamla þjóðveginn í mynni Vattardals. — Hið efra er Þingmannaheiði grjót eitt og klappir, og sér varla stingandi strá, þó um há- sumar sé. Hún þótti því löngum ill yfirferðar, og þreytti margan. En ekki mun hún hafa farið svo í taug- amar á neinum, sem Þorsteini Erlingssyni, því sagt err að hann hafi stunið upp þessari vísu á miðri heiðinni: Drottinn minn! ef ég á einhverja sál og þú ætlar að tyfta hana í reiði. Þá settu hana í ís, eða bik, eða bál, en bara ekki á Þingmannaheiði. Nú þreytir heiði þessi engan lengur að sumarlagi, því bílar þjóta yfir hana á örskömmum tíma, en að vetrinum mun hún sama óhemjan og áður. Vattarnes við Skálmarfjörð var um aldir næsti bær við Þingmannaheiði austanverða. Nú hefur jörðin verið í eyði um all mörg ár, og er því þar ekkert að hafa fyrir ferðamenn, er koma af heiðum ofan. Þar var þingstaður og miðstöð opinberrar starfsemi í Múlasveit, meðan ég þekkti þar til. Ekki veit ég, hvar hún er nú. — í Vattarnesi er fallegt, og var jörðin talin ein bezta sauðjörð í sveitinni. — í eyði eru og Selsker og Illugastaðir í Skálmarfirði og Kirkjuból á Litlanesi. Gerist því ærið strjálbýlt í innanverðri Múlasveit. Skálmardalur og Kvígindisfjörður eru þar einir í byggð. Vonandi þrauka bændurnir þar, þangað til aftur kvikn- ar mannlíf á hinum „dauðu“ jörðum í kringum þá. Þegar ekið hefur verið fyrir botn Skálmarfjarðar, tekur Klettsháls við. Fjallvegur, er liggur bak við Svínanes og Bæjarnes og Kvígindisfjörð, er aðskilur þessi nes. Reiðvegurinn upp úr Skálmarfirðinum var mjög brattur, og hét Eyvindargata, Iíklega kend við Fjalla- Eyvind, þó ég ekki að öðru leyti hafi heyrt hans getið á þessum slóðum. Nú þarf ekki að fara Eyvindargötu lengur, því bílvegurinn liggur nú undir Illugastað, og þaðan í sneiðing upp á hálsbrún. Er það hægur akstur. Af Klettsháls er komið ofan að Kletti í Kollafirði, nyrzta bæ í Gufudalssveit. — Ég hafði þá farið um Múlasveitina, án þess að koma á nokkurn bæ, enda er byggðin, sem eftir er í hreppnum, að mestu úti á nesjum, en þangað ekki bílfært. Gaman hefði ég þó haft af, að fara um nesin og heilsa upp á gamla ná- granna, en þess var ekki kostur að sinni, og verður að bíða betri tíma. — Vegurinn liggur með fram túninu á Kletti. Og nú gat ég ekki neitað mér um, að biðja bílstjórann að stoppa. — Þó ég færi vel nestaður frá húsfreyjunni á Brjánslæk um morguninn, var mig nú farið að langa í kaffisopa, og af gamalli reynslu þekkti ég, að ekki þurfti lengi að bíða eftir kaffinu á Kletti. Bóridi á Kletti, er Sæmundur hreppstjóri Brynjólfs- son. Hann er Strandamaður að ætt og uppruna, en flutt- ist að Kletti vorið 1942 og hefur búið þar síðan. Skyldi nú enginn þekkja Klett fyrir sömu jörð og þegar hann tók við henni. Allt er orðið nýtt. Túnið stórum aukið 332 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.