Heima er bezt - 01.10.1957, Blaðsíða 24
upp margar klettabríkur, sem allar snúa eins. Ein hin
stærsta klettabríkin er um 30 faðma löng, sex mann-
hæðir á hæð og þó ekki nema 1V2—2 álnir á þykkt. Við
gengum upp með þessari klettabrík að austan. Þar sem
hún endar að ofan, er hún orðin svo lág, að þar getur
maður séð ofan af fjallinu yfir lóðrétt bergið og niður
um allar Mýrar. En hér á þessum stað við enda bríkar-
innar stendur jafnhliða henni mjög lítil klettabrík,
mannhæðar há, þar sem hún er hæst, og svo sem um 3
faðmar á lengd.
Milli hennar og hinnar stóru bríkur myndast eins og
kví, sem mjókkar upp, og mun hún vera rúmur faðmur
á breidd að neðan en nokkuð mjórri að ofan. Innan í
þessari kví og allt niður frá henni er þykkt lag af græn-
um mosa, sem er allmjúkur undir. Hvergi nokkurs stað-
ar sáum við annars staðar í Grettisbæli nokkurn mosa.
Þetta er sá eini staður, af öllum þeim, sem við komum
á í tindinum, sem nokkur tiltök eru til að nokkur mað-
ur hefði getað hafzt við á, því að hér mátti bæði hlaða
fyrir, enda tjalda yfir, og hér er skjól af öllum áttum.
Hér er að vísu nokkur halli, en við honum mátti gera
með því bæði að hlaða fyrir að neðan og fylla upp með
mosa.
Mannaverk sáum við hér ekki að vísu, sem er heldur
ekki von, þar sem liðið er á níunda hundrað ára síðan
Grettir var hér, og hefur margt getað breytzt á svo
afarlöngum tíma. En undarlegt þótti okkur það, að
niður frá þessari kví sáum við steinadyngju nokkra,
bæði af löngum hellum og vel löguðum steinum, sem
virtist eins og vera hlaupin þar niður. Þessir steinar
voru allt öðruvísi en grjót þarna í kring, bæði stærri og
lögulegri.“
Þetta er kafli úr skýrslu Sigurðar Vigfússonar, sem
hann gerði fyrir 66 árum. — Ekki eru sönnunargögnin
sterk, en þó er viosinn og steinadyngjan merkilegt rann-
sóknarefni.
í Grettissögu er sagt, að þeir væru mjög jafnir í öll-
um íþróttum, Björn Hítdælakappi og Grettir, en þó var
það ætlan manna, að Grettir væri sterkari. Getið er
tveggja afreka þeirra. Annað afrekið var það, að þeir
„lögðust“ — það er óðu og syntu — niður alla Hítará
ofan frá vatni og út til sjávar. En hitt afrekið var það,
„að þeir færðu stéttir þær í ána, er aldrei síðan hefur
úr rekið, hvorki með vatnavöxtum né ísalögum eða
jöklagangi“. — Þessar „stéttir“, sem hér er talað um,
merkja stillur úr stórgrýti til að stikla á yfir ána.
Sigurður Vigfússon athugaði líka þessar „stillur“.
Eru þær skammt fyrir ofan Brúarfoss. Segir hann, að
enn megi stikla á þeim nokkuð langt út í ána. Þær eru
nú kallaðar Grettisstillur.
Eina sögu vil ég segja hér af Gretti, er hann dvaldist
í Grettisbæli, en það er frásagan um viðureign Grettis
Grettisbœli. Ejst uppi i tindinum d Grettir að hafa hafzt við.
344 Heima er bezt