Heima er bezt - 01.10.1957, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.10.1957, Blaðsíða 15
Til suðvesturs frá Brekku gengur fram lítið nes, er aðskilur Gufufjörð og Djúpafjörð. Það heitir Grónes. Fremst í því stóð samnefndur, lítill bær. Hann hefur verið í eyði um tugi ára. Þar eru varphólmar fyrir landi og einkar snoturt. Ekki förum við út í nesið að sinni, heldur höldum suður Brekkudal, yfir Ódrjúgsháls og ofan í Djúpa- fjörð. Það er lítill fjörður. En fram af honum gengur hrikalegur hamradalur, er heitir Djúpidalur. Bær sam- nefndur er í honum norðanverðum. Þaðan var ættaður Bjöm ritstjóri Jónsson, og bjuggu frændur hans í daln- um fram undir miðja þessa öld. Þegar Djúpafirði sleppir, tekur við Hjallaháls, og liggur vegur yfir hann til Þorskafjarðar. Vegurinn liggur ofan að firðinum milli bæjanna Þórisstaða og Hjalla. Hjallar era syðsti bær í Gufudalssveit, og mun nú í eyði. Þaðan er ættaður Ari rithöfundur Arnalds og hans merku systkyni. — Eins og drepið hefur verið á hér að framan, ber nokkuð á því að jarðir fari í eyði í Múla- og Gufu- dalssveit á síðustu árum. En í næstu sveitum, Barða- strandarhreppi og Reykhólasveit, fá færri jarðnæði, en vilja, að því að mér er sagt. Varla getur þetta verið nema stundarfyrirbrigði, því jarðir í þessum sveitum eru engu lakari en í nágrannasveitunum til beggja handa. Að vísu eru þær strj álbýlli, og bílvegir ekki heim á aðra bæi en þá, sem við þjóðveginn standa. En úr vegunum tognar nú óðum. Og sauðlönd eru þar jafnbetri, og því góð skilyrði til aukins sauðfjárbú- skapar. — Þorskafjörðurinn og nágrenni hans eru kunnar sögu- slóðir. Þar gerðist hin kynjafulla Þorskfirðinga saga, þar var haldið Þorskafjarðarþing og seinna Kollabúða- fundir, svo eitthvað sé nefnt. Og upp frá sunnanverð- um botni Þorskafjarðar eru Skógar, fæðingarstaður Matthíasar Jochumssonar, eitthvert kaldranalegasta kot, sem ég hef komið á. Ekkert skeytum við um þetta allt, því dagur er að kvöldi kominn, og höldum að Bjarkalundi. Er þá komið í Reykhólasveitina — sveit hinna miklu skálda. Engin Bjarkalundur. Skáli Barðstrendingafélagsim við Beru- fjarðarvatn. Reykhólar. Myndin er tekin sjávarmegin við hólinn. sveit á íslandi hefur lagt þjóðinni til svo mörg stór- skáld, sem Reykhólasveitin. Nægir í því sambandi að nefna nöfnin: Jón, Matthías, Gestur. En sleppum því. Bjarkalundur er sumargistihús, sem Barðastrendinga- félagið í Reykjavík hefur látið reisa við Berufjarðar- vatn, á hálsinum milli Þorskafjarðar og Berufjarðar. Skálinn stendur í vel grónum birkihvammi upp frá vatninu, og er í góðu. skjóli fyrir norðaustannæðing- unum, sem svo tíðir era á þessum slóðum. Umhverfið er rétt snoturt frá náttúrunnar hendi, en útsýni er þar lítið og ekki tilkomumikið. Hvergi sést þar til sjóar, og vantar þá mikið við Breiðafjörð. Fegurri staðir eru margir í nágrenninu. En skálinn liggur vel við sam- göngu, því skammt norðan hans greinast þjóðvegir norður og vestur um firði. Mun það hafa ráðið staðar- valinu. — Svo illa vildi til, að aðal aflvél hússins var biluð, þegar við komum þar, svo hálfkalt og óvistlegt var í herbergjunum um kvöldið, en annars var þjón- usta öll mjög sómasamleg. Morguninn eftir (I. ágúst) skruppum við út að Reyk- hólum. Það var svo langt síðan ég hafði komið þar, að mig var farið að langa til að sjá staðinn. „Fögur er hlíðin,“ sagði Gunnar forðum. Og víst er Fljótshlíðin fögur og búsældarleg. En fögur er líka Barmahlíð, þó með öðrum hætti sé. Um hana er ekið, þegar farið er frá Bjarkalundi út að Reykhólum. Út hlíðina var ég að rifja upp í huganum, hvað ég vissi um þetta merka höfuðból. En það var svo lítið, að ég sleppi alveg að tíunda það hér til að auglýsa ekki fáfræði mína um of. En þrátt fyrir fávizku mína eru Reykhólar mikill sögustaður, og fallegt er þar. En fegurra var þó áður. — Ekki man ég nú lengur, hvaða ár það var, en þá var ég ungur, þegar ég lærði sund á Reykhólum einn vortíma hjá Bjama Hákonarsyni, í torflaug, sem hlaðin hafði verið fyrir neðan Hellishólana. í henni var hlýtt og notalegt, hvernig sem viðraði. Búningsklefar voru tjöld. Þá stóð bær þeirra Bjarna Þórðarsonar og Þóreyjar Pálsdóttur á hæsta hólnum. Það var stór bær og falleg- Heima er bezt 335

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.