Heima er bezt - 01.10.1957, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.10.1957, Blaðsíða 30
„Nei, vitanlega er þetta ekki mikið bóknám, en þó er margt að lesa í slíkum skóla. En próf frá húsmæðra- kennaraskóla er allhátt metið á þessum tímum. En það iiggur ekkert á að taka ákvörðun um þetta starf. Við skulum hugsa um þetta í ró og næði.“ „Ég væri líklegast hæfust til að stjórna fótgönguliðs- sveit,“ sagði Nanna í skipandi tón eins og herforingi. „Hlustið þið á. — Áfram gakk.“ „Áreiðanlega hæfari til þess, en lesa upphátt fyrir taugaveiklaða konu,“ sagði Lilja háðslega. „Já, ég er víst fædd til að stjórna,11 sagði Nanna ákveðin. „En þar sem mér verður víst aldrei falið að stjórna herdeild, en altaf er nóg til af ódælum börnum, sem þarf að stjórna af röggsemi, þá ætti ég víst að fóma mér fyrir þau og gerast kennari. En þá þarf ég líka að taka kennarapróf.“ „Nei — guð hjálpi mér. Nanna kennslukona,“ sagði Lilja undrandi, og mamma þeirra hristi höfuðið, eins og henni þætti þetta líka mesta fjarstæða, en það hafði engin áhrif á Nönnu, því að hún bætti við glaðlega: „En ég er heppin að þú hefur lokið bamaprófi, Lilja mín, því að slíkur spilagosi sem þú, myndi valda mér alltof miklum erfiðleikum. Og vonandi fæ ég ekki marga nemendur líka Jennýju vinstúlku minni. Nei, ég skal svei mér hafa taumhald á „grislingunum“ litlu.“ „Jæja, stúlkur mínar. Hugsið vel um þetta,“ sagði mamma þeirra um Ieið og hún stóð upp og sleit sam- talinu um stund. Nanna sagðist vel geta sætt sig við það, að fara að vinna og hjálpa mömmu sinni, en Lilja fitjaði upp á nefið með óánægjusvip og sagðist ekkert sjá skemmti- legt við það að fara að vinna fyrir sér. Hún sagði gremjulega: „Kjáninn þinn, Nanna. Þú skalt ekki ímynda þér, að það sé neitt gaman að vinna úti. Lilja í brauðbúð- inni! Hvemig finnst þér það hljöma? Nei, mér finnst það ekki til að stæra sig af.“ Og með það þaut hún út, eJdrauð í andliti. Nanna stóð eftir ein í stofunni, undrandi á fram- komu systur sinnar. Nú leið að sumarleyfi í skólanum. Hitinn og veður- blíðan dró úr námsáhuga, jafnvel hjá duglegustu nem- endunum. Það var að byrja grasafræði-tími. Ungfrú Príor forstöðukona kenndi sjálf grasafræði. Hún hafði valið sér þessa námsgrein, vegna þess, að gróður og blóm voru hennar yndi. — Jenný hafði setzt hjá Lilju, af því að sessunautur hennar var veikur. Þær höfðu bundið sig saman með svuntu-linda Jennýjar. Var þetta alveg spánýr leikur. Þær Lilja og Jenný gátu stund- um fundið upp á því, sem enginn gat látið sér detta í hug. í kennslustundinni átti að ræða um liljugrösin. Hver stúlka hafði átt að koma með liljublóm með sér í skól- ann. Blómin lágu fyrir framan stúlkumar á hverju skólaborði, og hvít liljublómin settu sérkennilegan svip á þessa fátæklegu skólastofu. Rödd ungfrú Príor hljómaði skýrt um kennslu- stofuna: „Taki nú hver stúlka sitt blóm. Leggið það á borðið, og skerið það í sundur að endilöngu, þá getið þið séð hve margir fræflar eru í hverju blómi.“ Allar stúlkurnar hlýddu samstundis, þótt þeim þætti það sárt að fara svona með fagurt blóm. Það var að- eins „nýja stúlkan“ Maud, sem sat hreyfingarlaus, en skoðaði blómið í hrifningu. Það var eins og hún hefði glevmt sér. „Hvers vegna hlýðir þú ekki Maud?“ spurði for- stöðukonan í ströngum rómi. Maud var ekki vel metin í skólanum síðustu vikurnar. „Mér þykir svo vænt um blómin,“ svaraði Maud kurteislega. „Samt ættir þú að geta hlýtt fyrirskipunum mínum. Finnst þér það ekki?“ „Já, en þessi lilja er svo hvít og undrafögur,“ og Maud hélt áfram að handleika blómið, með hlýju og ástúð í svipnum. „Jæja,“ sagði ungfrú Prior hálfundrandi, „en ég hef sagt þér að telja fræflana, og það getur þú ekki, nema þú skerir í sundur blómið. Mér þykir líka vænt um blóm, en--------“ „Yður!! Nei, það getur ekki---------“ Maud greip andann á lofti. Hún fann að hún var að tala af sér. En það var of seint. Þessi óvænta upp- hrópun hennar var nóg. Það gat enginn misskilið. „Út! — Farðu samstundis út úr kennslustofunni, ókurteisa stelpukind, með þínar háleitu lífsreglur!11 Um leið og forstöðukonan sagði þetta, missti hún stjórn á sér, þreif blómið af Maud og marði það í hendi sér. Á svipstundu varð hin fagra blómjurt að kássu í höndum ungfrú Príor. Svipur forstöðukonunnar var strangur og sigurviss, en tár komu fram í augu skóla- stúlkunnar. „Svei,“ sagði hún um leið og hún hvarf út um stofu- dyrnar. Kennslan hélt áfram. Stúlkumar skám og töldu, kreistu og röktu í sundur, þangað til öll liljublómin vom orðin að blautri klessu á skólaborðunum. • Flestum stúlkunum, sem ekki voru eins tilfinninga- samar og viðkvæmar og Maud, fannst framkoma hennar hlægileg og yfirlætisleg, og það fannst ungfrú Príór líka. Það var Jenný ein, sem hugsaði með sjálfri sér, en sagði ekki neitt upphátt: „Getur það verið rétt að eyðileggja að óþörfu nokkuð, sem guð hefur skapað jafn fagurt og lilj- urnar?“ En hún hugsaði ekki frekar út í það. Hún var svo kát að fá að sitja hjá Lilju, sem svo sjaldan kom fyrir, að hún spriklaði af fjöri og gat varla setið á sér með að gera eitthvert „sprellu. Framhald. 350 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.