Heima er bezt - 01.10.1957, Blaðsíða 10
Stóð við vota staupalá,
stórt afbrot hef hlotið.
Eg hef hrotið hausinn á
og heilaslotið brotið.
Hjörtur spóalæri, er fæddur 2. apr. 1844, sonur Guð-
mundar Skagalíns. Sagt var að faðir hans hafi uppnefnt
hann, eins og fleiri sín böm. Hjörtur var lítt laginn til
búskapar, værukær og heilsutæpur. En kona hans
eyðslusöm, og urðu þau að þiggja af sveit.
Indriði Jónsson á Mánaskál kvað svo um Hjört og
búskap hans:
Til að sóa sínum auð,
sig ei dró úr færi.
Horaður bjó við hungursnauð
Hjörtur spóalæri.
Þá koma hér mjög gamlar vísur. Þessi fyrsta er talin
eftir Jón sýslumann Sigurðsson og Pál lögmann Vída-
lín:
Hani, krammi, hundur, svín,
hestur, mús, titthngur:
Galar, krunkar, geltir, hrín,
gneggjar, tístir, syngur.
Stúlkan litla hún Stína mín
stytti dægur líka.
Maklegt er ég minnist þín,
mjúklyndasta píka.
(Sig. Breiðfjörð, Ljóðasmám.)
Ljósið kemur langt og mjótt,
logar á fífustöngum.
Halla kerling fetar fljótt
framan eftir göngum.
Þessar þrjár vísur hafa Iengi lifað á vörum þjóðar-
innar.
Jón Þorvaldsson bjó lengi á Geirastöðum í Þingi,
og alt fram yfir síðustu aldamót. Jón var nokkuð
drykkfelldur. Þeir voru miklir vinir nafnar, Jón Ás-
geirsson á Þingeyrum, og oft við öl saman.
Margir munu kannast við vísu þessa, er sagt að þeir
hafi kveðið saman, en tildrög ókunn:
Illa hrasað hefur sá
hér um fjas þó lini.
Nú er lasið nefið á
nafna, glasavini.
Jón Þorvaldsson kvað eitt sinn þessa vísu við Einar
jámsmið Einarsson á Blönduósi, en Einar var drykk-
feldur, en annars mesti sómamaður:
Fleins er ulli léð mörg list,
lýsi ég fullum sanni.
Víns ef sullið varaðist
værirðu gull af manni.
Og þá hefur þessi víða heyrzt, er hann skrifaði aftart
á gangnaseðil, er honum þótti illa útlítandi og sneri
til baka:
Vel útbúinn varst aldrei,
vill þér drjúgum hraka.
Ferðalúið flækings grey,
farðu nú til baka.
(Heimild: Hjartaásinn.)
Það sem ég tek hér um Eyjólf Ijóstoll, tek ég orð-
rétt upp úr Hjartaásnum, 1. h. 1949, 3. árg.
Eitt sinn var Eyjólfur staddur ásamt Jóni Blöndal
lækni í Stafholtsey og Einari Friðgeirssyni presti að
Borg og fleirum á þingmálafundi í Borgarnesi.
Var séra Einar fundarstjóri, en Eyjólfur og Blöndal
læknir stóðu hlið við hlið. Blöndal talaði um stjórnar-
skrármálið, og er hann hafði lokið ræðu sinni, bað
Eyjólfur um orðið og sagði:
Stirð er þessi stjórnarskrá,
stendur hún til bóta,
en konunghollir ofan á
ístrubelgir fljóta.
— Eins og þú, Blöndal, bætti hann við og klappaði
um leið á maga læknisins, en hann hafði ístru. Næst
var rætt um Skúlamálin, og er Blöndal hafði lokið
ræðu sinni í því máli, tók Eyjólfur til máls og sagði:
Verði laga vel sett þing
vitrum frelsismálum,
hlýtur margur hjartasting
og högg af Skúlamálum.
— Eins og þú, (Blöndal), bætti Eyjólfur við.
Þegar hér var komið málum, krafðist Blöndal læknir
þess, að Eyjólfur yrði rekinn út, ef hann ekki þegði
eða talaði í óbundnu máli.
Séra Einar fundarstjóri sagðist verða að bera það
undir atkvæði. Var samþykkt nær með flest öllum
atkvæðum, að Eyjólfur yrði látinn afskiptalaus. Gall
hann þá við og sagði:
Einar prófast meta má,
þó mæli hann laga strokum,
ótrauður mun ætíð sá
ýta frá sér pokum.
— Eins og þér, Blöndal, bætti hann við.
Það er talið, að Baldvin skáldi sé f. 1862 að Ham-
arsgerði í Mælifellssókn. Þegar Ögn, dóttir Guðmundar
Fr. Agnarssonar, sem sögð var kunningjastúlka Bald-
vins, fluttist frá Brekku í Þingi að Sauðanesi á Ásum,
ásamt fólki sínu, kvað Baldvin:
Þótt mér dauðans þyrnidís
þungar nauðir lesi.
Suttungs auður aldrei frýs
upp í Sauðanesi.
330 Heima er bezt