Heima er bezt - 01.10.1957, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.10.1957, Blaðsíða 5
mannaeyjum, skrifaði hann leikritið Brimhljóð, sem sýnt var af Leikfélagi Reykjavíkur árið 1937. Var það Ragnar Kvaran, sem tók leikritið til sýningar. Loftur hefur síðan samið fjölda leikþátta og gamansjónleika, bæði fyrir útvarp og svið. Hafa þeir verið leiknir um allt land. Heila revíu samdi hann fyrir Leikfélag Hafnarfjarðar, sem leikin var við góðar undirtektir árið 1950. Viðamestu útvarpsleikrit hans eru Eftir jarðarförina og Ég er Tech. Sumarið 1938 starfaði hann við Ríkisútvarpið og skrifaði þá syrpu af gamanþátt- um. Mörg skopleikrit sín hefur hann auðkennt með höfundarnafninu Jón snari. Loftur tók ungur að yrkja ljóð. Nokkru eftir að Brimhljóð var sýnt í Reykjavík, hafði hann tilbúna Ijóðabók, en handritið týndist hjá útgefanda og afrit var ekki til. Telur hann sjálfur sig hafa tekið þetta sem bendingu, og upp frá því hefur hann naumast ort nokkurt ljóð í alvöru, og þó ekki undantekningarlaust. Hins vegar hefur hann margt ort í gamantón, og úrval úr skopkvæðum hans eða Leifs Leirs, Óöldin okkar, kom út árið 1951, en Leifur Leirs var ein persónan í Brotnum pennum. Loftur hefur einnig ort fjöldann allan af dægurlagatextum. Taldi ekki vanþörf á að bæta þar um, enda hefur hann, ásamt fleiri góðum mönnum, þokað mjög í átt til hins betra í þeim efnum. Loftur hefur skrifað mikið fyrir börn og unglinga. Fyrstu ritsmíðar hans af því tæi voru leikþættir. En árið 1947 kom út unglingabókin Þeir fundu lönd og leiðir, lýsing á landafundum og landkönnuðum. Þrír drengir í vegavinnu komu út árið 1948, Lítil saga um litla kisu 1949, kvikmyndasagan Síðasti bcerinn í dalnum 1950, Steinaldarmenn í Garpagerði, útvarps- saga, sem jafnframt kom út í bókarformi, 1955. Jafnhliða öðrum ritstörfum hefur Loftur þýtt geysi- mikið úr erlendum málum, bæði bækur og greinar. Má þar t. d. nefna bók Trygve Lie, Sjö ár í þjónustu friðarins, er út kom árið 1956, og leikritin „Flekkaðar henduru eftir Sartre og „Faðirinnu eftir Strindberg, en hvorugt þeirra er talið auðvelt viðfangsefni þýð- endum. Rúmlega fimmtugur að aldri kveður Loftur sér nú hljóðs á vettvangi skáldsögunnar. Hefur hann þá erjað akurinn á öllum sviðum bókmenntaformsins. Margir munu ætla honum nokkurn hlut, þegar hann nú sendir frá sér fyrstu skáldsöguna. Tvímælalaust mun hún þykja ærið nýstárlegt verk. Sjálfur lætur hann sér næsta fátt um finnast. Hún er að langmestu leyti hugsuð í strætis- vagni, segir hann, en hann fer á hverjum degi um 20 mínútna leið í strætisvagni til vinnu sinnar. Og skrifuð er skáldsagan eftir klukkan eitt að nóttu. Hvort sem þessar aðstæður setja nokkum svip á verkið eða ekki, má fullvíst telja, að Jónsmessunæturmartröð á Fjallinu helga eigi sér enga hliðstæðu í íslenzkum bókmenntum. Og eins víst er það, að enginn annar íslenzkur. höf- undur en Loftur Guðmundsson hefði getað skrifað hana. Segir það út af fyrir sig töluvert um skáld- verkið. Þess munu dæmi, en þó ekki fleiri en svo að jafnan þykir nokkrum tíðindum sæta, að fyrsta skáldverk höfundar, jafnvel þótt roskinn sé orðinn að árum, hefji hann á bekk með þeim, sem smám saman hafa unnið sér með afrekum rétt til öndvegis i skáldasal samtíðar sinnar. Sé betur að gætt, kemur þó eflaust oftast í ljós að ekki er þar um yfirnáttúrlegt eða óskýranlegt fvrir- bæri að ræða, heldur hefur viðkomandi áður gengið í gegn um strangan skóla sjálfsaga og reynslu, auk þess að hafa hlotið snilldargáfuna í vöggugjöf, þótt einhverj- ar ytri aðstæður hafi meinað honum að njóta lífsmennt- unar sinnar og óvenjulegra hæfileika fyrr. Enginn verður óbarinn biskup, sízt á stóli skáldlistarinnar. Þetta skal þó ekki sagt til þess að draga úr hinu mikla og sérstæða afreki, sem hin nýja og fyrsta skáld- saga, Lofts Guðmundssonar, „Jónsmessunæturmartröð á Fjallinu helga“, hlýtur að teljast í bókmenntum vor- um, heldur einmitt til að benda á að það er ekki fyrir neina hendingu að það er unnið, og vekja athygli á því, að höfundur er vel að því kominn, er þetta frumlega skáldverk hans skipar honum umsvifalaust í öndvegi með þeim skáldsagnahöfundum, er hæst ber með þjóð vorri, — og þótt víðar væri til jafnað. Slíkt afrek vinnur enginn, án þess að hafa lagt á sig harðari og markvísari þjálfun um langt skeið en almennt er, það sézt bezt á því, hve léttilega það virðist unnið. Höfundur sækir þangað í víking, sem fáir eða engir innlendir hafa herj- að áður, vinnur þar frægan sigur og hefur heim með sér 'af þeim Furðuströndum hina kostulegustu kjörgripi og fásénustu, og ber hvorki merki sævolks né sár úr orrustu, fremur en hann hefði skroppið yfir húsavog- inn og týnt þar skeljar á sandi. Það leika þeir einir, sem vel eru að heiman búnir. Margt ber til þess að verk þetta mun lengi rísa hátt í íslenzkum bókmenntum. Höfundur kann ekki aðeins vel til verka, heldur er honum og gefin snilligáfa sú og skyggni, sem gengið hefur í arf frá höfundum Eddu- kvæðanna til ömmunnar við hlóðarsteininn, og skilur listaverk frá skikkanlega unnu handverki. Stíll hans er fágaður, leikandi léttur og um leið persónulega fast mótaður, svo að ekki minnir á neinn íslenzkan höf- und, frásagnargleðin einlæg og upprunaleg, persónu- lýsingarnar með afbrigðum vel gerðar og lifandi, at- burðarásin hröð og með sívaxandi þunga, bygging sög- unnar sterk og rökræn. Og þó er ótalið það tvennt, sem einmitt gerir skáldsögu þessa fyrst og fremst að sérstæðu og rismiklu verki, — hin fátíða dirfska höf- undar og miskunnarleysi og afburða hugkvæmni, sam- fara svo frjóu ímyndunarafli og hugarflugi, að leita verður til frægra, erlendra höfunda um hli^stæðu, og loks þá kýmnigáfu, sem gerir alvarlegustu hluti grát- broslega á yfirborðinu, — um leið og þeir verða enn harmrænni fyrir bragðið, þegar dýpra er skyggnzt. Þetta verður áreiðanlega umdeild bók. Umdeildasta bók ársins. En um eitt verður ekki deilt, — að höfund- urinn hefur með henni unnið sigur, sem einn mun endast honum til langlífis í íslenzkum bókmenntum. Stefán Júliusson. Heima er bezt 325

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.